Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 53

Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 53
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 53 ÍSLE N SK A /SIA .IS LYF 82248 11/16 Lyfja.is Jólagjafahandbók Lyfju er komin út. Skoðaðu úrval fallegra gjafavara fyrir alla fjölskylduna í næstu verslun Lyfju eða í nýju netversluninni á lyfja.is. Fallegar gjafir fyrir jólin Borgarnes Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur „Ég hef áhuga á litlu hlutun- um, veröldinni sem leynist inn á milli í grasinu eða skóginum. Þar leynist töfraheimur.“ Þetta segir listakonan Cristina Cotofana sem tók þátt í lista- og handverkssýn- ingu í brugghúsi Steðja um síðustu helgi. Cristina býr í Bæjarsveitinni í Borgarfirði ásamt eiginmanni sín- um Phillip Ewers, bruggara hjá Steðja, og tveimur börnum. Hún segir Borgarfjörðinn búa yfir mikl- um töfrum og þar er gott sækja inn- blástur í ný verk. Ferð án fyrirheits Cristina fær útrás fyrir listsköpun sína í teikningum en sjálf er hún menntuð á öðru sviði listarinn- ar. „Ég gekk í listaháskóla í Hann- over í Þýskalandi. Þar vann ég með málmástungur sem lýsir sér í því að móta myndir í málm og þrykkja hann með olíumálningu á pappír eða annað efni. Þar blasir myndin síðan við. Eftir nám lá leið mín hins vegar í teikningarnar og það hef- ur verið minn farvegur síðan í list- inni,“ segir Cristina. Klassískir blekpennar sem dýft er í blekbyttu eru aðal verkfær- in í hennar teikningum sem hafa yfir sér leyndardómsfullan ævin- týrablæ. „Iðulega þegar ég byrja að teikna þá veit ég að ég er að leggja af stað í ferð án fyrirheits. Útkom- an er því hulin og ég læt bara ráð- ast hvað kemur út úr pennanum á endanum,“ segir hún og nefnir að stundum verði til nokkur verk í einni lotu. „Oft verða til nokk- urskonar seríur af verkum því við- fangsefnið fær oft á sig fleiri mynd- ir en eina,“ bætir hún við. Álfar eða mýs? Það sem fyrir augu ber í verkum Cristinu er veröldin rétt ofan yfir- borðsins, það er hvað leynist á stöð- um eins og í grassverðinum eða á trjábotninum. Stundum leikur rusl hlutverk í þessum aðstæðum. „Mér finnst gaman að ímynda mér að þessir duldu staðir séu heimkynni einhvers. Hvað ef einhver væri bú- inn að hreiðra um sig í rótum trés eða í sveppi á skógarbotni með því að búa sér hýbýli með gluggum, gardínum og þvottasnúrum? Síð- an nota ég stundum rusl sem efni- við. Á sumum teikningum er hef ég breytt maltdós eða epli sem einhver hefur hent í híbýli,“ segir hún. „Það sjást þó aldrei persónur á teikningunum. Ég læt áhorfend- um eftir að ímynda sér hver gæti mögulega átt heima í hýbýlunum á myndunum. Eru það álfar eða eru það kannski mýs, eða einhverj- ir aðrir? Þessu ræður hver og einn. Það má því segja að hver teikning sé opið boð inn í ímyndaðan heim fyrir áhorfandann.“ Líður vel í náttúrunni Að sögn Cristinu býr Borgarfjörð- urinn yfir mörgum fallegum stöð- um til að sækja sér innblástur í. „Hér þarf ekki að fara langt til að sækja sér efnivið og hugmyndir. Einn af uppáhalds stöðunum mín- um er Skorradalurinn og hef ég oft farið í göngutúra inn í skóginn sem þar leynist. Dalurinn er einstaklega kyrrlátur og fallegur. Þá hafa gufu- strókar frá heita vatns uppsprett- um hér í kring ratað inn í teikning- arnar mínar og líka allar þessar ár sem renna í Hvítá. Útsýnið frá veg- inum rétt hjá Kleppjárnsreykjum [Ruddanum, innsk. blaðamanns] er til dæmis sérstaklega fallegt hvað þetta varðar. Hér er einfaldlega fal- legt landslag,“ segir hún sem telur forréttindi að börnin þeirra Phillips fái að alast upp í þessu umhverfi. „Það er mjög þroskandi fyr- ir börn okkar að alast upp í þess- ari víðáttu og í návígi við húsdýrin. Þetta návígi fá þau ekki í borginni,“ segir Cristina sem kveðst ekki vera borgarstelpa inn í sér. „Ég er fædd og uppalinn í Rúmeníu og alin upp í borg. Sem barn fór ég oft til ömmu minnar og afa sem bjuggu yst í einu úthverfi þar sem stutt var í náttúr- una. Þar leið mér mjög vel.“ Íslendingar eru iðnir Cristina og Phillip maður hennar hafa búið í Borgarfirði í tæp fjög- ur ár eða allt frá því að brugghús Steðja í Flókadal hóf starfsemi. „Við höfðum að vísu fyrst ver- ið í Stykkishólmi áður en leiðin lá hingað, en þar bruggaði maðurinn minn bjórinn Jökul sem einhverjir muna eftir. Síðan fluttum við með bruggtækjunum í Borgarfjörð þeg- ar brugghúsið á Steðja var stofnað. Hér er gott að vera og hefur samfé- lagið tekið manni opnum örmum,“ segir Cristina sem hefur haldið úti bloggi um hríð um veruna í Borg- arfirði á slóðinni mightbetheseaso- nofthewitch.typepad.com. Hún dáist að því hversu starf- samir margir Íslendingar séu. „Mér finnst ótrúlegt að sjá hversu iðnir margir eru. Fólk er í fullri vinnu, er með fjölskyldu og í bú- skap en hefur samt tíma í allskyns hluti eins og listina. Íslendingar virðast líka taka listina alvarlega og sinna henni vel. Í Þýskalandi myndi flestir segja að listsköp- un sín væri bara eitthvað hobbý. Hér gefur fólk sig út fyrir að vera í listsköpun af fullri alvöru og finnst mér það nokkuð flott,“ seg- ir Cristina sem fannst frábært að fá að taka þátt og kynnast öðrum konum á svæðinu í gegnum sýn- inguna í brugghúsinu á Steðja. hlh Teikningarnar eru opið boð í ævintýraheim Rætt við Cristinu Cotofana, listakonu í Bæjarsveit í Borgarfirði Cristina Cotofana með nokkur verk sín í brugghúsinu á Steðja. Eitt af verkum Cristinu, yfirgefið hús í ónefndum skógar- botni. Rjóður djúpt inn í ónefndum skógi. Þessi teikning varð til eftir heimsókn í Skorradal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.