Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 40

Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201640 Sveitin er vel í sveit sett Í Múlakoti, neðst í Lundarreykja- dal, eru Anna Heiða Baldursdótt- ir og Símon Bergur Sigurgeirsson í óða önn að koma sér upp nýju húsi sem þau hófu að byggja fyrr á þessu ári. Það er nú orðið fokhelt og komið rennandi vatn og er þau nýflutt inn ásamt dóttur þeirra Guðrúnu Árný sem nýlega varð þriggja ára. Þau segjast hafa gripið tækifærið og far- ið að byggja þegar þeim bauðst að fá lóð á bænum hjá foreldrum Önnu en þá voru þau orðin þreytt á háu leigu- verði á Hvanneyri. Fór í byggingarorlof „Það er krefjandi að vera að byggja hús og vera í fullri vinnu á sama tíma,” segir Símon sem er ættaður frá bænum Hlíð undir Eyjafjöllum og smiður að mennt. „Þetta mjakast þó áfram hægt og bítandi. Við höfum notið góðrar aðstoðar við húsbygg- inguna. Vinnuveitandi minn, Eirík- ur J. Ingólfsson í Borgarnesi, hef- ur t.d. reynst okkur vel því hann gaf mér tveggja mánaða leyfi frá störfum til að reisa húsið og gera það fokhelt. Hann kallaði það „byggingarorlof” og þótti okkur vænt um það,” segir Símon. „Ég flutti í Borgarfjörðinn til að hefja búfræðinám á Hvanneyri og hef verið hér síðan eftir að hafa kynnst Önnu,” segir Símon og bætir Anna því við að þau hafi kynnst á Kollu- bar á Hvanneyri. „Ég þurfti því ekki að fara langt til að finna mér mann,” segir hún brosandi. Eftir búfræði- námið ákvað Símon að læra smíðar í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi og styttist nú í sveinsprófið. „Það er búið að vera gott að vinna hjá Eiríki og næg verkefni í boði hjá honum. Þar starfa margir reynslu- boltar sem eru búnir að vera lengi í faginu. Bróðurparturinn eru karlar úr sveitinni, þannig að maður hef- ur kynnst mörgum mönnum hérna á svæðinu.” Fortíðin heillar Anna Heiða er aftur á móti mennt- aður sagnfræðingur og líður best í að grúska í heimildum innandyra. „Ég er nýbúin að ljúka MA gráðu frá Háskóla Íslands en þar tók ég grunnnámið líka. Fortíðin heillar og það má alveg segja að ég sé ein- staklega forvitin manneskja að upp- lagi og slíkt hjálpar til í sagnfræðinni. Amma mín, Anna Guðmundsdóttir, orðar það stundum að margir í fjöl- skyldunni eru einfaldlega að drepast úr forvitni. Ætli það gildi ekki um mig líka,” segir Anna Heiða sem seg- ir að sagnfræðiáhuginn hafi komið upp í tímum hjá Þóru Magnúsdótt- ir í Kleppjárnsreykjaskóla. „Jón Árni Friðjónsson kennari í FVA hafði líka áhrif. Tímarnir hjá honum voru mjög áhugaverðir.” Anna undirbýr nú doktorsnám í sagnfræði þar sem rannsóknarefn- ið er um efnismenningu 19. aldar. „Þetta er alveg að fara af stað en verk- efnið verður að öllum líkindum sam- starfsverkefni sem teygir anga sína út fyrir landsteinanna. Markmið er að þræða héraðsskjalasöfnin á Íslandi og skoða skjöl um dánarbú frá 19. öld, en þau gefa góða innsýn í efnismenn- ingu þess tíma, það er hvað fólk átti og hvaða hlutir skipti það máli. Það segir okkur líka ýmislegt um viðhorf fólks á þessum tíma.” Misgáfulegt brall á Facebook Stór ástæða fyrir því að þau ákváðu að byggja og festa rætur í Múla- koti var að fleira ungt fólk var byrj- að að setjast að í dalnum. „Ég segi stundum að þetta sé hálfgerð múg- æsing,” segir Símon í léttum tón. „Það er þó þannig að hér er góð- ur andi, bæði meðal þeirra yngri og eldri. Við gerum svo ýmislegt saman innbyrðis, spilum bridds, hittumst í saumaklúbbi og svo förum við jafn- vel í ferðir saman,” bætir Anna Heiða við, en til dæmis var farið í hópferð á Haustfagnað í Dölum nú í haust og Landsmót að Hólum í sumar. „Við erum síðan með sameiginlegan Fa- cebook spjallhóp og þar er ýmislegt misgáfulegt brallað.” „Ég held að staðsetningin hafi einnig áhrif,” segja þau bæði. „Í Lundarreykjadal er passlega langt eða stutt í alla þjónustu, allt eftir því hvernig fjarlægðirnar eru metnar. Sveitin er því vel í sveit sett ef svo má komast að orði. Við höfum svo áhuga á að fara í búskap hvar svo sem það verður þegar fram líða stundir, t.d. að vera með kúabú. Það er hins veg- ar kostnaðarsamt að byrja frá grunni. En við byrjum á að klára húsið og sjáum svo hvað setur.” Þorvaldur Árnason, Skarði: Hlýtur eitthvað að vera í vatninu Þorvaldur Árnason á Skarði er nú kominn af fullum þunga inn í rekst- ur járnsmiðjunnar Búhags með föður sínum, Árna Ingvarssyni. Smiðjuna starfrækja þeir heima á bænum ásamt því að reka fjárbú. Þorvaldur er 28 ára að aldri og er fæddur og uppalinn á Skarði þar sem hann vill hvergi ann- ars staðar vera. „Það má segja að ég sé alinn upp við járnsmíðar enda pabbi búinn að smíða frá því að ég man eftir mér,” segir Þorvaldur sem lýsir sjálfum sér sem frekar útsjónarsömum iðnaðar- manni. „Því lá beint við að ég tæki mér það fyrir hendur þegar ég valdi mér nám,” bætir hann við en hann sótti sér iðnmenntun í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. „Síð- an fór ég eins og margir sem ald- ir eru upp í sveitinni í búfræðinám á Hvanneyri. Ég þurfti því ekki að fara langt til að komast í skóla,” segir hann og hefur nú ásamt föður sínum 250 kindur á fóðrum í Skarði. Daman finnst Fyrir fáeinum árum var Þorvaldur nánast sá eini af ungu kynslóðinni sem hafði fasta búsetu í Lundarreykjadal. Nú er öldin önnur. „Það hlýtur eitt- hvað að vera í vatninu hérna. Það er alla vega ekki vont,” segir Þorvaldur í léttum tón. „Það er ljóst að þeir sem flytja hingað vilja vera í sveitinni. Hér er gott að vera og hér er að finna þétt og samheldið samfélag. Það er líka gott að alast upp hér sem krakki, get sjálfur vottað það,” bætir hann við. Sjálfur er hann ólofaður ennþá. „Ég mun þó örugglega finna réttu döm- una áður en langt um líður.” Spá í stækkun Þorvaldur í Skarði segir verkefna- stöðuna ansi góða hjá þeim feðgum. „Við höfum nóg að gera og er staðan reyndar sú núna að við erum að spá í að stækka smiðjuna. Við erum í alls- kyns viðhalds- og þjónustuverkefn- um, helst í tengslum við landbúnað. Einnig erum við í margskonar sér- smíði. Við smíðuðum t.d. handrið í fjölbýlishús sem er verið að ganga frá við Arnarklett í Borgarnesi,” seg- ir Þorvaldur. Þegar blaðamann Skessuhorn bar að garði í Lundarreykjadal lá Þor- valdur úti í veggkanti skammt frá Skarði að sjóða saman nýja hitaveitu- lögn, en þeir feðgar annast þjónustu Famkvæmdahugur og nýliðun í gangi í Lundarreykjadal Óvíða á landinu er jafn mikil endurnýjun í gangi og í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Þar eru ættliðaskipti að verða á meira en öðrum hverjum bæ. „Þetta er í vatninu,“ sagði einn viðmælanda Skessuhorns, þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði og spurði út í þennan mikla áhuga unga fólksins á sveitinni sinni. Anna Heiða og Símon Bergur ásamt dóttur sinni Guðrúnu Árnýju í nýja húsinu í Múlakoti. Undanfarin misseri hef- ur íbúafjölgun verið í Lundarreykjadal í Borgar- firði en þar er ný kyn- slóð Lunddælinga byrjuð að koma sér fyrir svo eftir hefur verið tekið. Á nokkrum bæjum er verið að byggja ný íbúðarhús á meðan annars staðar er ýmist nýbúið að byggja eða stækka útihús og jafnvel byrjað að ráðgera frekari framkvæmdir. Að sögn Jóns Gíslasonar bónda á Lundi, sem búið hefur í Lundarreykjadal alla sína ævi, man hann ekki eftir viðlíka upp- byggingu í seinni tíð. Þetta sé mikið ánægju- efni fyrir Lunddælinga og er nýju lífi þannig hleypt í sveitina. Skessuhorn heimsótti ný- verið fjóra bæi þar sem ný kynslóð Lunddælinga hefur verið að athafna sig. Þetta eru bæirnir Arnþórsholt, Múlakot, Skarð og Steinahlíð. Rétt er þó að taka fram að upp- bygging í þessum anda hefur einnig verið í gangi á bæjunum Gullberastöð- um, Oddsstöðum, Lundi og Snartarstöðum og jafnvel víðar. Það má því segja að kynslóðaskipti sé í fullri gerjun í þessum dal í Borgarfirði sem með bættum samgöngum á Uxahryggjarvegi verður innan fárra missera kom- inn í alfaraleið á þjóð- leiðinni milli Vestur- og Suðurlands. Anna Heiða Baldursdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson, Múlakoti:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.