Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201632 Jólaseríur inni og úti - Yankee ilmkerti - Jólastjörnur Gjafavörur- Eldiviður og svo margt margt fleira Skagabraut 17 • Akranesi Opnunartími: Mánud. - föstud. 13 - 18 Laugardaga 10 - 14Tökum vel á móti þér SKES SU H O R N 2 01 6 Nú um stundir stýrir ungur maður deild rafiðngreina í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, en það er Skagamaðurinn Þórður Eiríksson. Þórður er 32 ára og hóf að kenna vorið 2016 eftir að hafa starfað í nokkur ár sem rafvirki. Hann er ekki ókunnugur FVA því þar lærði hann fagið og lauk stúdentsprófi á sínum tíma. Að auki eru foreldr- ar hans, Steinunn Eva Þórðardótt- ir og Eiríkur Guðmundsson, kenn- arar við skólann, en Eiríkur kennir rafiðngreinar. Þýskan beindi honum í rafmagnið Þórður segir þýsku hafa verið ör- lagavald í því af hverju hann fór að læra rafvirkjun. „Fyrstu þrjú árin í FVA var ég á náttúrufræðabraut og gekk ágætlega þangað til kom að því að taka þýsku. Það fag átti illa við mig og tók ég því u-beygju og skráði mig í rafvirkjun til að komast framhjá þýskunni,“ segir Þórður og glottir þegar hann rifjar þetta upp. „Reyndar hafði ég ekki fastmótaðar hugmyndir um hvað ég vildi verða þessi fyrstu þrjú árin í FVA. Raf- magnið heillaði hins vegar og fann ég fljótt að ég var kominn á rétta hillu.“ Fjölbreytt fag Ekki hefur verið skortur á verk- efnum síðan Þórður útskrifaðist sem rafvirki. „Ég hef unnið á ýms- um stöðum, m.a. hjá Límtré-Vír- neti í Borgarnesi og hjá vélafyrir- tækinu Traust Þekking í Lækjarkoti í Borgarfirði. Þá lauk ég BS námi í hátækniverkfræði í Háskólanum í Reykjavík fyrir fáeinum árum,“ segir Þórður sem segir nám í raf- iðnum opna margar dyr. „Þetta fag er gríðarlega fjölbreytt. Það er til dæmis stuttur vegur milli rafmagns og tölvutækninnar og því ætti sá sem hefur grunn í rafvirkjun og er skapandi einstaklingur að eðlisfari að geta fundið sér farveg í rafmagn- inu. Þar fyrir utan er mikil vöntun á rafvirkjum og því eiga þeir sem eru að ljúka námi kost á að komast beint í starf á góðum kjörum.“ Nóg pláss í iðnnáminu Að sögn Þórðar eru um 40 nem- endur sem nú stunda rafiðnað- arnám í FVA. „Það er einvala- lið kennara hérna í deildinni með mikla þekkingu og eru margir hoknir af reynslu eftir margra ára störf. Koma mín hingað lækkaði meðalaldurinn hressilega og held ég að starfsfélagar mínir hafi ver- ið ánægðir með að sjá það gerast,“ segir Þórður. Hann segir skólann geta tekið við fleiri nemendum í rafiðnarðar- nám og hvetur þá sem eru að hugsa um framhaldsnám að íhuga að læra rafiðn. „Þetta er á vissan hátt und- arlegt ástand þar sem atvinnulífið hefur verið að kalla eftir fleiri fag- lærðum rafvirkjum í mörg ár. Ein- hverra hluta vegna er hins veg- ar fyrsta val langflestra nýnema að fara í bóknám. Skýringarnar eru vafalaust fjölbreyttar. Ég held til dæmis að sú hugsun að iðnnám sé á einhvern hátt á lægri virðingarstalli en bóknám sé ansi inngróin í und- irmeðvitund samfélagsins. Fyrsta val margra, kannski ómeðvitað, er því að fara í bóknám af því að það er normið. Þessari hugsun þarf að breyta,“ segir Þórður. „Síðan mætti nefna aðrar skýring- ar sem snerta FVA. Stofnun fram- haldsskóla í Borgarnesi og Grund- arfirði virðist hafa dregið úr aðsókn í iðnnám hjá okkur. Þaðan koma varla nemendur lengur til okkar.“ Þórður telur lausnina felast í því að vekja meiri athygli á tækifærunum sem bjóðast í greininni. „Ég held að með því að gera þeim möguleikum sem bjóðast í iðnnámi hærra und- ir höfði þá átti fólk sig betur á því hvað þetta er góð menntun. Það byrjar með því að tala um mögu- leikana.“ Sjálfur í rekstri Þórður býr á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal ásamt eiginkonu sinni Þóru Geirlaugu Bjartmars- dóttur kennara og tveimur dætr- um þeirra, Steinunni 4 ára og Kol- brúnu 2 ára. Þau settust þar að fyr- ir fáeinum árum þegar þau keyptu gamla læknisbústaðinn á staðnum og hófu að gera hann upp. „Við erum komin langt með endurbæt- urnar. Framkvæmdir hafa eðlilega tekið dálítinn tíma og voru ýms- ir sem sögðu við okkur þegar við voru að spá í að kaupa húsið að endurbætur væru næsta vonlaus- ar. Annað hefur hins vegar kom- ið á daginn,“ segir Þórður. „Ég er svo með aðstöðu heima hjá mér á Kleppjárnsreykjum, en þar sinni ég eigin rekstri í hjáverkum,“ bæt- ir hann við en meðal verkefna hef- ur verið að hanna og koma fyrir hitastýringarbúnaði í Krauma við Deildartunguhver. Á réttum stað Þórður kveðst finna sig vel í kennsl- unni og býst við að starfa við hana á næstu árum. „Það er góður andi hérna í deildinni og ánægjulegt að fá tækifæri til að leiðbeina rafvirkj- um framtíðarinnar. Síðan er raf- magnsiðnaðurinn í sífelldri þróun þannig að maður verður að fylgj- ast vel með nýjungum í greininni ef maður á að vera með á nótunum. Ég tel að ég sé því á réttum stað.“ hlh Á réttri hillu í rafmagninu - rætt við Þórð Eiríksson rafvirkja og kennari við rafiðnaðardeild Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi Þórður Eiríksson í kennslustofunni í FVA á Akranesi. Gjafakort fyrir tvo á gamanleik eins og þeir gerast bestir Úti að aka 9.950 kr. Miði fyrir tvo á þessa vinsælu fjölskyldusýningu og geisladiskur með tónlistinni Blái hnötturinn 10.600 kr. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort fyrir tvo ásamt gómsætri leikhúsmáltíð fyrir sýningu eða í hléi Gómsætt leikhúskvöld 12.950 kr. Sérstök jólatilboð Gefðu töfrandi kvöldstund í jólagjöf! Gjafakort Borgarleikhússins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.