Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 50

Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 50
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201650 Jóhanna Ólafsdóttir er af þeim ljós- mæðrum sem starfa á kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi. Hún er borinn og barn- fæddur Akurnesingur og hefur búið þar alla tíð. Jóhanna segir það allt- af hafi verið ætlunina að verða ljós- móðir, alveg frá barnsaldri. „Það var alltaf draumurinn minn, bara endalaust.“ Leiðin lá reyndar ekki alveg beint í ljósmóðurnámið en hún lét drauminn rætast á endan- um og sér ekki eftir því. Beið eftir rétta tímanum Árið 2004 lauk Jóhanna prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og starfaði um tíma sem hjúkrun- arfræðingur á HVE og leið vel í því starfi. Hún segir þó vaktavinn- una hafa verið erfiða enda var hún ein með tvö ung börn á þeim tíma. „Ég átti lítið barn þegar ég byrjaði í námi og eignaðist annað eftir eitt ár í náminu. Þá var ég við það að hætta í náminu en foreldrar mínir hvöttu mig áfram, ég á þetta þeim eigin- lega að þakka,“ segir hún. Jóhanna hætti á endanum í vaktavinnunni og starfaði þá hjá Actavis um tíma og sem svæðisstjóri hjá Rauða krossin- um. Hún segir það hafa verið mikla reynslu en hún sleppti aldrei al- veg hendinni af hjúkrunarfræðinni. „Svo var það þannig að Atli Harðar- son, fyrrverandi skólameistari Fjöl- brautaskóla Vesturlands, hafði sam- band við mig. Þá vantaði kennara á sjúkraliðabrautina í skólanum vegna veikinda.“ Jóhanna sló til og fór þá að kenna. Hún kláraði kennslurétt- indin fyrir framhaldsskóla 2007 og hefur verið viðloðandi kennslu við sjúkraliðabrautina í FVA síðan þá. Þremur árum síðar ákvað Jóhanna að sækja um inngöngu í langþráð ljósmæðranám. Draumurinn hafði alltaf verið á bakvið eyrað og eftir að hún átti sín eigin börn langaði hana enn meira að læra ljósmóðurfræði. „Ég var alltaf að bíða eftir rétta tím- anum en svo áttaði ég mig á því að sá tími kæmi örugglega aldrei. Ég sótti um en var með það í huga að ég þyrfti örugglega að sækja oft um, eins og vaninn er,“ segir hún. En Jó- hanna komst inn í fyrstu tilraun og sló til. Eftir útskrift réði hún sig á fæðingarganginn á Landspítalanum þar sem hún starfaði í tvö og hálft ár. „Ég sótti um þar vegna þess að mig langaði að fá gott start. Þarna er mikið af fæðingum og starfið er mjög fjölbreytt. En ég var líka í hlutastarfi á HVE.“ Ólíkar fæðingar Jóhanna segist aldrei hafa séð eftir því að hafa orðið ljósmóðir. „Þetta er stór stund í lífi fólks og það eru for- réttindi að fá að upplifa þessa stund með fólki. Það er svo margt sem fólk upplifir þegar barnsfæðing er í gangi og maður upplifir þetta svolítið með foreldrunum. Þeirra sigrar verða manns eigin.“ Jóhanna hefur nú tek- ið á móti um 200 börnum. Langflest þeirra hafa verið einburar en þó hef- ur hún tekið á móti nokkrum tvíbur- um. Hún segir fæðingarnar almennt vera mjög ólíkar og að fæðandi kon- ur séu mjög misjafnar. „Það er svo misjafnt hvernig konur fara í gegn- um þetta ferli. Sumar eru hræddar en aðrar eru alveg öruggar og vita 100% hvað þær eru að gera. Ljós- móðirin verður meira stýrandi aðili ef konurnar eru óöruggar en mað- ur passar alltaf upp á að konurnar upplifi sig við stjórn. Það er mikil- vægt að konan upplifi sig sem sig- urvegara eftir fæðinguna,“ útskýr- ir hún. Töluvert er um að konur af erlendu bergi brotnu komi og fæði á deildinni. Jóhanna segir muninn á þeim og þeim íslensku sé einna helst sá að þær virðist leggja sitt traust al- veg á ljósmæðurnar. „Það er stund- um eins og þær upplifi sig ekki eins mikið við stjórn eins og þær íslensku en það gæti auðvitað verið partur af tungumálaörðugleikum.“ Nándin heillaði Þegar Jóhanna er beðin um að bera saman fæðingadeildina á Akranesi og í Reykjavík segir hún að helsti munurinn liggi í því að meiri keyrsla sé á Landspítalanum, þar sé nánast alltaf einhver í fæðingu. „Það sem heillaði mig hér er nándin. Maður er kannski með sömu konur á með- göngu, í fæðingu og í sængurlegunni. Þá nær maður að fylgja þeim aðeins eftir og er sáttur við það. Mér fannst erfiðara í Reykjavík að fá ekkert að vita. Þá fara þær yfir á aðra deild eft- ir fæðinguna og maður fréttir ekkert hvernig gekk. Hérna er meiri sam- fella í þjónustunni sem mér finnst heillandi,“ segir Jóhanna. Hún segir einnig að fjölbreytileikinn sé meiri á kvennadeildinni á Akranesi. Marg- ar aðgerðir eru gerðar á deildinni og þar er einnig mikið af skyndi- komum. „Þarna eru konur að koma í aðgerðir eða tengt meðgöngu og brjóstagjöf. Það er mikill fjöldi sem kemur á deildina, þetta eru ekki bara fæðingarnar. Maður nær að viðhalda færni sinni í öllum þáttum starfsins og heldur þannig möguleikunum opnum,“ útskýrir hún. Hún segir deildina vel búna og njóta velvilja samfélagsins. „Hér eru góðar að- stæður til að sinna starfinu vel. Hér er reynslumikill og flottur hópur og góður mórall. Þetta hefur verið sami kjarninn í mörg ár, konur með mikla reynslu - sem er frábært fyrir okk- ur sem eru nýrri í starfinu. Við get- um þá lært af þeim eldri.“ Jóhanna segir einnig mikið lagt upp úr end- urmenntun og námskeiðum. „Það eru örar breytingar varðandi vinnu- brögð, svo sem lyfjagjöf, spangar- stuðning og fleira. Maður er alltaf að heyra eitthvað nýtt eða að rifja upp. Endurmenntun er að færast í aukana og nú er okkur boðið upp á námskeið árlega. Endurmenntunin snýr líka alltaf að bráðatilvikum en þau eru núna tekin fyrir árlega.“ Margar fæðingar minnisstæðar Flestar af þeim sem fæða á Akra- nesi eru einnig í mæðraeftirliti þar en Jóhanna segir samt nokkr- ar konur koma frá höfuðborgar- svæðinu í mæðraeftirlit á Skag- ann. „Maður tengist konunum oft góðum böndum í mæðravernd. Þá er oft yndislegt að fá að taka þátt í fæðingunni með þeim. Það eru fæðingar sem maður man mjög vel eftir.“ Hún segist muna eftir mjög mörgum fæðingum. „Það sem sit- ur kannski mest í manni eru fæð- ingarnar þar sem maður þekkir vel til mæðranna. Eins og þegar mað- ur fær að taka á móti frændsystk- inum. Það er svo dýrmætt að fá að horfa upp á þessi börn alast upp og fá að eiga smá part í þeim, eftir að hafa verið viðstaddur á þessari stundu.“ Hún segist jafnframt oft- ast þekkja í sjón konurnar sem hún hefur verið með í fæðingu. „Mað- ur man oftar en ekki fæðingarupp- lifanirnar. Það getur verið gaman að rifja þær upp. Stundum koma konur sem ekki eru búsettar hér í heimsókn á deildina með börn- in sín. Þá er gaman að fá að sjá þau og upplifa. Og auðvitað konurnar sem eru búsettar hérna á Akra- nesi, en þá nær maður að fylgjast aðeins betur með. Manni hefur al- veg langað til að fá að kíkja ofan í vagninn hjá þeim ef maður sér þær á röltinu,“ segir hún og hlær. Fyrsta barnið gleymist aldrei Fyrsta barnið sem Jóhanna tók á móti var stúlkubarn sem kom í heiminn 17. janúar 2011. Það var einnig fyrsta barn móðurinnar. „Ég fylgist allt- af með henni úr fjarlægð og gleymi henni aldrei,“ segir Jóhanna hlýlega. Hún segist hiklaust mæla með starf- inu. „Það er svo einstakt að fá að taka þátt í þessu með fólki. En þetta er þolinmæðisstarf og það þarf stundum að takast á við það þegar ekki gengur vel. En það er sem betur fer miklu, miklu sjaldnar. Þetta góða við starfið yfirgnæfir allt annað.“ Hún segir það bæði erfitt og átak- anlegt þegar eitthvað fer ekki eins og það átti að fara við fæðingu. Það sé einnig erfitt fyrir ljósmæðurnar og alla þá sem komi að fæðingunni. „En sem betur fer gengur ferlið oftast vel. Eft- irlitið er gott, ferlin eru góð og sam- starf deildarinnar við Landspítalann er gott. Við getum sent konur þangað ef eitthvað er að og við höfum fengið mikið hrós frá þeim konum sem hafa farið þangað frá okkur.“ Aðspurð um hvað standi upp úr á ferlinum segist hún hafa lent í skemmtilegri tilviljun. „Ég var að vinna snemma árs og tók á móti barni. Allt gekk vel og fæðing- in er dásamleg. Í ágúst er ég aftur að vinna, tek á móti barni og allt geng- ur eins og í sögu. Í febrúar er ég enn og aftur á vakt, fæ til mín konu í fæð- ingu sem gekk vel. Eftir fæðinguna segir stúlkan við mig að ég hafi líka tekið á móti hjá systur hennar. Svo kemur í ljós að ég hafði líka tekið á móti hjá annarri systur þeirra. Þarna var ég því búin að taka á móti þremur börnum hjá þremur systrum á stutt- um tíma fyrir algera tilviljun. Síðan þá hafa tvær þeirra eignast börn aft- ur og ég tók líka á móti þeim,“ seg- ir Jóhanna sem hefur því tekið á móti öllum börnum þeirra systra. „Það er dásamlegt og þær hafa haldið sam- bandi við mig. Sendu mér til dæmis fallega mynd af börnunum í jólakorti. Maður kynnist oft skemmtilegu fólki í þessu starfi og stundum heldur mað- ur áfram að vera í sambandi við það,“ segir ljósmóðirin Jóhanna Ólafsdótt- ir að lokum. grþ Langaði alltaf að verða ljósmóðir Draumur Jóhönnu frá fyrstu tíð var að læra til ljósmóður Jóhanna Ólafsdóttir ljósmóðir ásamt nýfæddu barni sem hún tók á móti. Jóhanna með systurdóttur sinni, Indíönu Rós, sem fædd er 2. janúar 2015. „Ég tók á móti henni og þessari fæðingu gleymi ég auðvitað aldrei. Þessi litla stelpa er algjört uppáhald og við erum miklar vinkonur,“ segir Jóhanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.