Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 55

Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 55
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 55 um, fólki sem vinnur hjá Saga Film og auðvitað þjálfurunum. Þó ég hafi kynnst Sölku best og aðstoðarþjálfar- anum hennar sem er Arnar Freyr úr Úlfur Úlfur, þá kynnist maður hinum þjálfurunum líka.“ Gaman að komast sem lengst Jóna Alla er á opinni braut í Fjöl- brautaskóla Vesturlands og starf- ar í Krónunni á Akranesi sam- hliða náminu. „Ég hef ekki ákveðið hvað ég geri svo, þess vegna fór ég á opna braut. Það gæti verið að ég geri eitthvað meira í tónlistinni, en það er ekkert ákveðið.“ Þó að fram- tíðin sé óráðin hjá ungu konunni þá er hún handviss um að hún ætlar að halda áfram að syngja. Á aðvent- unni mun hún koma fram á jóla- fundi Oddfellow og á jólatónleik- um í Tónlistarskólanum á Akra- nesi. „Ég er ekkert að fara að hætta í söngnáminu. Ég stefni á að taka miðprófið næsta haust og fara það- an í framhaldsnám. Ég myndi auð- vitað vilja komast sem lengst í tón- listinni og fara jafnvel í tónlistar- nám erlendis og ná að byggja upp sambönd þar. Það væri bara gaman að komast sem lengst.“ Jóna Alla hvetur alla til að fylgjast vel með gangi mála í The Voice. „Þetta er spennandi keppni, það eru marg- ir góðir að taka þátt,“ segir hún að endingu. grþ Viðbrögðin komu mikið á óvart Jóna Alla Axelsdóttir vakti mikla lukku í The Voice Ísland Skagamærin Jóna Alla Axelsdótt- ir vakti verðskuldaða athygli lands- manna þegar hún steig á svið í blind- prufum söngkeppninnar The Voice Ísland í Sjónvarpi Símans nú á dögun- um. Jóna Alla er 17 ára gömul, fædd og uppalin á Akranesi. Hún byrjaði snemma í tónlist og lærði á píanó í sex ár. Hún hefur alltaf haft gaman af söng en var að eigin sögn feimin sem barn. „Ég byrjaði í barnakór Akranes- kirkju þegar ég var fimm ára og var í honum þangað til ég var 13 ára. Það var mjög fínt fyrir mig að vera í kórn- um, þá gat ég sungið en þurfti ekki að standa ein á sviðinu. Ég þorði ekki að syngja fyrir framan neinn en fannst fínt að vera í kórnum,“ segir hún og brosir. Þegar komið var á unglings- árin byrjaði Jóna að syngja einsöng í skólanum en hún var á tónlistarvali í Brekkubæjarskóla þegar hún var í 9. og 10. bekk og fór meðal annars með kennurum og nokkrum öðrum nem- endum til Svíþjóðar þegar hún var í 10. bekk. Hún segir ferðina hafa ver- ið lærdómsríka og skemmtilega. „Þar héldum við tónleika og unnum með sænsku krökkunum, fluttum lög með þeim og svo íslensk atriði líka.“ Jóna söng í fyrsta sinn ein á sviði þegar hún tók þátt í söngkeppninni Hátónsbarkanum í 8. bekk. Hún tók einnig þátt í söngleik með skólan- um þegar hún var í 8. bekk og seg- ir Heiðrúnu Hámundardóttur kenn- ara hafa hvatt sig áfram til að syngja meira. Hún tók þátt í Hátónsbarkan- um í 8. - 10. bekk og í fyrra lenti hún í öðru sæti í Söngkeppni framhalds- skólanna. Fyrir rúmu ári byrjaði Jóna Alla í rythmísku söngnámi í Tón- listarskólanum á Akranesi og hefur hún lokið grunnprófi þar. Jóna seg- ist næstum því hætt að vera feimin. „Núna er þetta þannig að mig lang- ar upp á svið að syngja,“ segir hún. Jóna Alla syngur mikið, bæði í tón- listarskólanum og heima þar sem hún æfir sig og spilar á píanóið til að halda sér við. Enginn annar í fjölskyldunni deilir söngáhuganum með Jónu. „En Andri Snær, yngri bróðir minn, er mjög flinkur á píanó. Hann varð mjög góður á mjög stuttum tíma. Mamma og pabbi skilja ekkert hvaðan ég fæ þessa söngrödd,“ segir hún. Skráði sig ekki sjálf Aðspurð hvernig henni hafi dottið í hug að taka þátt í The Voice segist hún ekki hafa sótt um sjálf. „Það var bara hringt í mig. Saga Film sér um upptöku þáttanna en þeir sjá einn- ig um Söngkeppni framhaldsskól- anna. Einhver sem vinnur hjá þeim benti á mig. Svo var hringt í mig og ég spurð hvort ég vildi vera með,“ útskýrir Jóna. Hún segist alveg hafa verið til í þetta. „Ég hafði áhuga á að vera með en þorði ekki að skrá mig. Svo þegar það var hringt í mig ákvað ég að slá til,“ segir hún. Fyrirkomu- lag blindprufanna er með þeim hætti að söngvarar syngja en fjórir þjálfarar þáttanna snúa baki í þá á meðan. Ef þeim líst vel á það sem þeir heyra, þá snúa þeir sér við og reyna svo að berj- ast um að fá þátttakandann í sitt lið. Allir þjálfarar þáttarins sneru sér við þegar Jóna Alla söng og að endingu valdi hún Sölku Sól sem þjálfara sinn í þáttaröðinni. Hún segir það hafa haft bæði kosti og galla að syngja fyr- ir fólk sem snýr baki í hana. „Það var eiginlega bæði betra og verra. Það var gott að það voru engin starandi augu á manni en samt slæmt að fá ekki að sjá framan í þau. Þá getur maður ekk- ert lesið í svipinn á þeim.“ Að sögn Jónu hefur ævintýrið í kringum The Voice verið mjög skemmtilegt. „Þetta er mjög notalegt umhverfi og starfs- fólkið er þægilegt og stuðningsríkt. Það peppa mann allir áfram, þjálfar- arnir líka. Ég hef alltaf hlakkað til að fara í upptökur og á æfingar.“ Hún segir æfingarnar ekki hafa verið jafn stífar og hún bjóst við í upphafi en engu að síður fylgi þessu svolítið álag. „Maður er svo stressaður, líka á milli upptakanna. Ég var einhvern veg- inn alltaf með hugann við þetta. Svo þurfti ég að sleppa svolítið úr skólan- um til að geta mætt á æfingarnar. En ég er búin að læra mikið af þessu, sér- staklega í sviðsframkomu og auðvitað eitthvað í söngnum sjálfum.“ Þægilegt að sleppa sér Jóna segist hafa þurft að halda keppn- isskapinu svolítið í skefjum í keppn- inni. „Í svona keppni kynnist maður hinum þátttakendunum vel.“ Eftir blindprufur þáttanna er farið á næsta stig keppninnar þar sem þátttakend- ur keppa í einvígi (e. battle). „Þar þurfum við að tengjast vel, horfast í augu og syngja saman. Það var svo- lítið skrítið því að í tónlistarskólanum fæ ég bara að standa kyrr og syngja en þarna er lagt meira upp úr sviðsfram- komunni. En það var virkilega verið að hjálpa okkur og Salka lagði sig alla fram við að gera okkur betri. Hún hvetur mann til þess að slaka bara á og sleppa sér og það var mjög þægi- legt að gera það. Það kom líka svo- lítið á óvart að þegar maður sleppti sér alveg, þá fékk maður meira hrós,“ heldur Jóna Alla áfram. Hún seg- ir einnig skemmtilegt að hafa fengið tækifæri til að syngja þekkt popplög. „Í tónlistarskólanum hef ég mikið verið að syngja djass og blús undan- farið. Það gagnast mjög vel í náminu en í keppninni er þetta meiri tónlist eins og ég myndi velja mér sjálf. Mér finnst samt bæði mjög skemmtilegt.“ Grét yfir viðbrögðunum Alls tóku um 80 manns þátt í blind- prufum þáttarins og komust 40 manns áfram, tíu í hvert lið. Blindprufun- um var deilt á samfélagsmiðlum og hefur myndbandið af Jónu Öllu far- ið víða um netheimana. Um 60 þús- und manns hafa horft á myndbandið og hefur því verið deilt vel yfir 200 sinnum. „Ég átti alls ekki von á þess- um viðbrögðum. Eftir þáttinn fékk ég mikið af skilaboðum, bæði frá vin- um, ættingjum og ókunnugum. Það kom líka mikið á óvart og ég fór bara að gráta yfir þessum góðu viðbrögð- um,“ segir hún einlæg. Jóna Alla er fullviss um að þátttaka í The Voice hefur opnað henni einhverjar dyr inn í tónlistarheiminn á Íslandi. „Maður kynnist bæði hinum þátttakendun- Jóna Alla Axelsdóttir er ung og efnileg söngkona frá Akranesi. Jóna Alla ásamt kærasta sínum, Alexander Erni Kárasyni.Jóna Alla með hundinn sinn Nóa, sem er blanda af Border Collie og langhundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.