Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 54
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201654
Liðsmenn hljómsveitarinnar Eld-
berg hyggja á útgáfu nýrrar plötu
fyrir jólin. Um er að ræða tónleika-
plötu, sem tekin var upp á útgáfu-
tónleikum sem sveitin hélt í tilefni
af útgáfu annarrar plötu sinnar, Þar
er heimur hugans, í Tjarnarbíói 20.
mars í fyrra. Þar var platan leikin
í heild sinni í bland við eldra efni.
Skessuhorn ræddi við trymbil sveit-
arinnar, Jakob Grétar Sigurðsson.
„Þetta er ófyrirsjáanlegur bransi, en
við stefnum á að platan fari í loftið
snemma í desember,“ segir hann,
en platan verður eingöngu gefin út
á netinu. „Með því viljum við reyna
að höfða til unga fólksins. Internet-
ið er það vinsælasta í dag,“ segir Jak-
ob léttur í bragði. Platan verður til
kaups á tónlist.is en einnig verð-
ur hægt að hlusta á hana á Spotify.
Þá segir Jakob að hljómsveitin hafi
nú þegar birt nokkur myndbönd frá
tónleikunum á Youtube rás sveitar-
innar og von sé á fleirum.
Eldberg skipa auk Jakobs, bróðir
hans Ásmundur Svavar Sigurðsson
bassaleikari, Heimir Klemenzson
hljómborðs- og orgelleikari, Reynir
Hauksson gítarleikari og söngvarinn
Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Á tón-
leikunum í Tjarnarbíói naut sveitin
auk þess liðsinnis Unnar Þorsteins-
dóttur fiðluleikara og bakradda-
söngkvennanna Ínu Valgerðar Pét-
ursdóttur og Ölmu Rutar Kristjáns-
dóttur.
„Tímamótaútgáfa“
Á tónleikaplötunni væntanlegu
verða níu lög af sitt hvorri plötu
sveitarinnar, auk tveggja aukalaga
sem tekin voru upp í stúdíói Ríkis-
útvarpsins stuttu eftir hádegi dag-
inn fyrir útgáfutónleikana. „Þannig
að tvö lög eru tvisvar sinnum á plöt-
unni,“ segir Jakob léttur í bragði.
„Útgáfutónleikarnir voru sama dag
og sólmyrkvinn en á plötunni Þar
er heimur hugans er mikið fjallað
um sól og mána, þannig að þetta
var allt útpælt. Við vöknuðum fyr-
ir allar aldir til að sjá sólmyrkvann
og hófumst síðan handa við að hlaða
dótinu í bílinn og koma því í bæ-
inn. Við fórum beint í Tjarnarbíó
og stilltum græjunum upp en að því
loknu urðum við drífa okkur niður
í útvarpshús í hljóðprufu og lékum
síðan þrjú lög í beinni útsendingu í
Popplandinu á Rás 2. Síðan tók við
hljóðprufa í Tjarnarbíói og svo var
æft alveg fram að tónleikum. Þannig
að það var kannski farið að síga að-
eins á menn þegar leið á tónleikana,“
segir Jakob og hlær en bætir við:
„En tónleikarnir voru engu að síður
alveg prýðilegir og hljómsveitin lík-
lega aldrei verið í betra spilastandi.
Enda hafa menn öðlast mikla spila-
reynslu frá því hún kom síðast fram
opinberlega árið 2012 í Háskóla-
bíói. Reynir fór til dæmis á kost-
um á þverflautuna í laginu Nætur-
ljóði, nokkuð óvænt og Eyþór sýndi
á sér nýjar hliðar þegar hann mund-
aði þeremínið. Ég fullyrði að þetta
er fyrsta íslenska tónleikaplatan þar
sem leikið er á þeremín. Hér er því
um tímamótaútgáfu að ræða,“ bæt-
ir hann við.
Aðspurður hvers vegna sveitin
hafi ákveðið að senda frá sér þessa
tónleikaplötu í netútgáfu segir Jakob
ástæðuna einfalda. „Nú, til að reyna
að selja hinar plöturnar okkar,“ seg-
ir hann og brosir. „Plöturnar eru fá-
anlegar á vínyl með niðurhalskóða
í öllum betri plötubúðum í höfuð-
borginni sem og í Ljómalind í Borg-
arnesi, auk þess sem enn eru til örfá
eintök af Þar er heimur hugans á
geisladiski. Einnig er hægt að kaupa
plöturnar beint af okkur,“ segir Jak-
ob og bendir áhugasömum á að hafa
samband í tölvupósti á eldberg1@
gmail.com eða í gegnum Facebo-
ok-síðu sveitarinnar, www.facebook.
com/eldbergmusic. Þar verður jafn-
framt kunngjört hvenær nákvæm-
lega væntanleg tónleikaplata kem-
ur út. „Það er um að gera að hafa
samband ef fólk vill kaupa plöturn-
ar. Við sendum hvert á land sem er
og jafnvel um heim allan,“ segir Jak-
ob að endingu.
kgk
Von á tónleikaplötu frá Eldberg
Tónleikaplata sveitarinnar ber einfaldlega heitið „Eldberg á tónleikum í Tjarnar-
bíói.“ Ljósmyndina sem prýðir albúmið tók Margrét Elfa Ólafsdóttir.
Skagamaðurinn Logi Breiðfjörð
hefur vakið athygli á Akranesi fyr-
ir teikningar sínar og listsköpun
en hann sýndi verk sín á Vöku-
dögum í haust á sýningunni „Um-
breyting - Eitthvað verður annað“.
Logi er 16 ára gamall og er borinn
og barnfæddur Akurnesingur sem
stundar nám á náttúrufræðibraut
við Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Teiknar mest fyrir
sjálfan sig
„Það er mikil teiknimenning í
fjölskyldunni,“ segir Logi þegar
Skessuhorn settist niður með hon-
um á dögunum og fræddist um list-
sköpunina. „Ég byrjaði að teikna
með afa mínum heitnum og nafna,
Loga Sævari Jóhannssyni, sem rak
málningarbúð á Kirkjubrautinni í
mörg ár. Afi hafði mikinn áhuga á
list og fékk mig til að teikna með
sér þegar ég var lítill. Við teiknuð-
um til dæmis fiska og báta og ým-
islegt tengt sjónum sem var mjög
eftirminnilegt,“ segir Logi en
amma hans Jóhanna Einarsdótt-
ir Vestmann hefur líka fengist við
listmálun.
„Ég hef ekki mikið verið að
koma á framfæri því sem ég hef
verið að teikna og hef mest verið
að teikna fyrir sjálfan mig. Verkin
mín hafa þó verið til sýnis á sýn-
ingum í Grundaskóla og svo ný-
lega á sýningunni á Vökudögum.
Fjölskyldan mín hefur einnig ver-
ið dugleg við að setja eina og eina
mynd inn á Facebook,“ bætir hann
við. „Ég hef meira að segja náð að
selja eina og eina mynd sem var
nokkuð skemmtilegt.”
Bob Dylan og
Pink Floyd
Teikningar eiga hug og hjarta Loga
og skipar tónlist þar stóran þátt.
„Ég teikna mikið eftir hendinni og
kemur bara það á blað sem kemur
úr pennanum hverju sinni. Í verk-
um mínum fara saman teikningar
og tónlist en ég spila sjálfur á gít-
ar og er í hljómsveit. Það eru helst
myndir af þekktum tónlistarmönn-
um og hljómsveitum sem ég er að
hlusta á hverju sinni sem komast á
blað hjá mér. Þar eru framarlega
Bob Dylan og hljómsveitin Pink
Floyd, en hún er í miklu uppáhaldi
hjá mér,“ segir Logi.
„Pink Floyd á sérstakan stað hjá
mér. Þeir voru svo frjóir í listsköp-
un og er margt myndrænt tengt
verkum þeirra sem gaman er að
teikna,“ segir hann og nefnir tón-
verkið The Wall sem dæmi. Spurð-
ur um uppáhaldsplötuna með Pink
Floyd segir hann það vera Dark
side of the moon. „Hún er eigin-
lega búin að vera á lagalistanum
mínum undanfarin ár.“
Lifir á hvatningunni
frá afa sínum
Logi segir að áhugi á gítarleik hafi
kviknað í vali í Grundaskóla. „Það
var sett saman hljómsveit í valinu
og vantaði bassaleikara til að mynda
bandið. Ég var eiginlega settur í
það hlutverk að spila á bassann og
hóf að prófa mig áfram á honum.
Síðar fór ég að leika á gítar. Afi
minn minn var líka áhrifavaldur í
þessu eins og teikningunni. Hann
hvatti mig áfram til að æfa mig á
gítar sem gerði það að verkum að
ég fór að eyða meiri tíma í gítar-
leik. Hann tók sig meira að segja
til og keypti gítar handa mér svo
ég gæti æft mig betur,“ segir Logi.
„Ég og afi náðum mjög vel sam-
an. Hann lést í fyrra og á ég hon-
um mikið að þakka fyrir að hafa
kveikt hjá mér áhuga fyrir listinni.
Ég mun lifa lengi á hvatningunni
frá honum.“
Logi undirbýr nú góðgerðartón-
leika ásamt hópi tónlistarfólks á
Akranesi og fara þeir fram í Akra-
neskirkju 9. desember næstkom-
andi. „Ég og félagar mínir mun-
um leika þar, m.a. með söngkon-
unni Margréti Eir. Ég vona að sem
flestir mæti og leggi góðu málefni
lið, en tónleikarnir eru til styrktar
Barnaspítala Hringsins.”
Vill verða arkitekt
eða skipstjóri
Logi kveðst ætla að sinna listinni
eins og hann getur í framtíðinni.
Spurður um framtíðarplön í námi
er hann með sterkar skoðanir á
því. „Ég stefni á að verða annað
hvort arkitekt eða skipstjóri. Það
er mikil hefð fyrir sjómennsku í
fjölskyldunni og langar mig svo-
lítið til að fara þá leið. Arkitektúr-
inn er aftur á móti tengdur teikni-
áhuganum. Þetta fer þó allt eft-
ir því hvernig lífið þróast hjá mér.
Eitt er þó víst að það að teikna og
spila er orðinn sterkur hluti af kar-
akternum mínum,” segir Logi að
lokum.
hlh
Listsköpunin orðinn hluti af karakternum
-rætt við Loga Breiðfjörð, 16 ára listamann á Akranesi
Logi Breiðfjörð ásamt heimsklukkunum.
Hljómsveitin Pink Floyd er uppáhalds sveitin hans Loga. Hér birtist sveitin ljóslif-
andi á teikningu Loga.
Tónlistarmaðurinn og verðandi Nóbelsverðlaunahafi Bob Dylan, teiknaður af
Loga.