Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201614
Miðvikudaginn 16. nóvember síð-
astliðinn var nemendum og starfs-
fólki Fjölbrautaskóla Vesturlands
boðið til viðburðar á sal skólans í
tengslum við forvarnarfræðslu og
heilsueflingu FVA. Fór þar fram
formleg afhending á nýjum áfeng-
ismæli sem Minningarsjóður Lo-
vísu Hrundar færði skólanum af
gjöf. Sigurður Már Gunnarsson
afhenti mælinn fyrir hönd sjóðs-
ins.
Áfengismælirinn kemur til með
að nýtast nemendafélagi skólans,
sem hefur undanfarin ár haldið
úti svokölluðum edrúpotti á dans-
leikjum á vegum félagsins. Nem-
endur eru þannig hvattir með já-
kvæðum hætti til að skemmta sér
án áfengis. Þeir sem kjósa að blása
í áfengismæli við inngöngu á dans-
leiki fara í happdrættispott og geta
unnið til vinnings. Hefur þátttak-
an aukist jafnt og þétt og um þess-
ar mundir taka um 40% nemenda
sem sækja viðburði á vegum nem-
endafélagsins þátt í edrúpottinum.
„Skólinn þakkar Minningarsjóði
Lovísu Hrundar kærlega fyrir
styrkinn,“ segir á heimasíðu FVA.
Að afhendingu lokinni steig Krist-
ín Edda Búadóttir, hjúkrunarfræð-
ingur á fíknideild Landspítalans, í
pontu og flutti erindi um ungt fólk
og vímuefnaneyslu.
kgk
Sigurður Már Gunnarsson afhenti FVA nýjan áfengismæli fyrir hönd Minningar-
sjóðs Lovísu Hrundar. Með honum á myndinni eru Kristín Edda Búadóttir for-
varnafulltrúi (t.v.) og Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari (t.h.). Ljósm. fva.is.
Minningarsjóður Lovísu
Hrundar gaf FVA áfengismæli
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Eftir áramót mun Háskólinn á Bif-
röst fara af stað með nýtt meist-
aranám í viðskiptalögfræði. Nám-
ið hentar jafnt þeim sem lokið hafa
grunngráðu í lögfræði svo og þeim
sem hafa aðra grunnmenntun en
vilja styrkja stöðu sína með MBL
námi sem stendur fyrir Master in
business law. „Nýmælið felst í því
að bjóða upp á sérhæft meistaranám
í viðskiptalögfræði sem ætlað er
sérstaklega til að styrkja stöðu fólks
sem hefur reynslu úr fyrirtækjaum-
hverfinu og hentar ekki síður fyr-
ir þá sem lokið hafa háskólaprófi af
öðrum sviðum en lögfræði. Þann-
ig erum við nú að opna lagadeildina
og leggjum áherslu á breiða og hag-
nýta menntun sem eflir stjórnend-
ur í lykilgreinum viðskiptalögfræði
en þær eru jafnframt lykilsvið við-
skiptaumhverfis,“ segir Þorbjörg
Sigríður Gunnlaugsdóttir forseti
lagadeildar við Háskólann á Bif-
röst. Hún bætir við að með þessu sé
farið inn á svipaðar brautir í meist-
aranámi og fólk þekkir úr viðskipt-
um og stjórnsýslu, með gráðum á
borð við MBA og MPA.
Samhliða MBL náminu verður
boðið upp á þrjár diplómur, sem
eru styttri námsleiðir af afmörkuð-
um sviðum viðskiptalögfræðinnar.
Um er að ræða 30 eininga náms-
leiðir, þ.e. diplóma í fyrirtækjalög-
fræði, diplóma í samningatækni
og sáttamiðlun og loks diplóma í
skattarétti sem hefst næsta haust.
Háskólinn á Bifröst var fyrst-
ur íslenskra háskóla til að bjóða
upp á þverfaglega námsgráðu í lög-
fræði með BS námi í viðskiptalög-
fræði. Námið hefur verið vinsælt og
meistaranám á sama sviði því eðli-
leg framvinda námsins. MBL nám
í viðskiptalögfræði er 90 eininga
nám án ritgerðar sem hægt er að
ljúka á einu og hálfu ári eða á lengri
tíma. Þá verður áfram í boði 120
eininga ML gráða í viðskiptalög-
fræði fyrir þá sem lokið hafa grunn-
námi í lögfræði og vilja ljúka fulln-
aðarprófi í lögfræði með meistara-
ritgerð. Námið verður kennt í fjar-
námi en Háskólinn á Bifröst hefur
áralanga reynslu af slíkri kennslu.
Fyrirlestrar og kennsluefni í hverju
námskeiði er aðgengilegt nemend-
um á innri vef skólans. Nemendur
geta þannig skipulagt hvenær þeir
hlusta á fyrirlestra eftir hentugleika
hverju sinni.
mm
Nýtt meistaranám í viðskipta-
lögfræði í boði á Bifröst
Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir,
forseti lagadeildar
við Háskólann
á Bifröst.