Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 45
Félagsmálamenn er víða að finna á
Vesturlandi, líka meðal yngri kyn-
slóðarinnar. Steinþór Logi Arnars-
son frá Stórholti í Saurbæ í Dölum
er einn þeirra. Þessi 17 ára Dala-
maður hefur frá því í fyrra verið
formaður Nemendafélags Mennta-
skóla Borgarfjarðar í Borgarnesi og
haft á þeim tíma í mörg horn að
líta.
Góð skipulagning
leysir hlutina
„Ég tók við formennsku í NMB rétt
fyrir jól í fyrra. Datt reyndar í þetta
embætti svo að segja. Síðan þá hef
ég haldið utan um starfið ásamt fé-
lögum mínum í stjórninni. Það eru
auðvitað ýmis verkefni sem þarf að
huga að þegar maður stýrir nem-
endafélagi en með góðri skipu-
lagningu þá nær maður að leysa allt
sem kemur upp. Formennskan felst
þó aðallega í því að halda utan um
félagsstarfið og vera nefndum og
hópum til aðstoðar,“ segir Steinþór.
„Helstu verkefni NMB eru m.a.
að setja leikrit á svið í Hjálmakletti á
vegum leikfélagsins okkar SV1. Æf-
ingar eru að fara af stað núna en við
ætlum að sýna Línu langsokk í leik-
stjórn Geirs Konráðs Theódórs-
sonar. Leikritið verður frumsýnt
eftir áramót. Síðan má nefna útgáfu
skólablaðsins Eglu en sérstök rit-
stjórn sér um vinnslu blaðsins sem
kemur út í vor. Svo eru ýmis verk-
efni á döfinni hjá okkur sem við í
stjórninni sjáum um að skipuleggja.
Nýlega sáum við um að halda West-
side sem er keppni á milli nemenda-
félaga framhaldsskólanna á Vestur-
landi. Það var mikið fjör þennan
dag sem endaði með balli í Hjálma-
kletti,“ segir Steinþór.
Fjölskyldan í
félagsmálum
Steinþór kveðst vera sveitamað-
ur í húð og hár sem hafi fengið að
kynnast félagsmálum snemma. „Það
má segja að ég sé kominn af félags-
málafólki. Foreldrar mínir hafa ver-
ið virkir í starfi ýmissa félagasam-
taka í Dölum og mamma mín, Ing-
veldur Guðmundsdóttir, situr einn-
ig í sveitarstjórn Dalabyggðar. Sjálf-
ur var ég í stjórn nemendafélagsins
í Auðarskóla í Búðardal um tíma.
Fjölskyldan mín hefur síðan tekið
þátt í starfi Ólafsdalsfélagsins,“ seg-
ir Steinþór sem hefur fundist gaman
að leggja hönd á plóg þar.
„Mér finnst Ólafsdalur magnaður
staður og ótrúlegt að hugsa til þess
hversu mikil vinna var lögð í rækt-
un og uppbygginu í dalnum þegar
búnaðarskólinn var þarna í kringum
aldamótin 1900. Allt var þetta gert
með höndunum því engar dráttar-
vélar voru til staðar á þeim tíma.“
Frjálsar, tónlist og
ljósmyndun
Steinþór hefur einnig verið með
annan fótinn í frjálsum íþróttum
og þá hefur hann stundað tónlist-
arnám og fengist við ljósmynd-
un. „Langstökk og spretthlaup eru
mínar greinar. Ég hef æft í Sam-
Vest samstarfinu og hefur ver-
ið gaman að taka þátt í því. Ég fór
m.a. með félaga mínum úr UDN
og krökkum úr UMSB að keppa á
móti í Gautaborg í Svíþjóð sumarið
2015 sem var eftirminnilegt,“ seg-
ir hann. „Svo er það tónlistin. Ég
hef spilað á píanó frá því í byrjun
grunnskóla. Það er misjafnt hversu
mikið ég er að spila hverju sinni en
tek oft þátt í allskonar verkefnum
til dæmis að spila í messum í Reyk-
hólaprestakalli. Ég á það til að setj-
ast við flygilinn hérna í Hjálm-
akletti þegar stund er á milli stríða
í stússinu í nemendafélaginu. Ég
spila reyndar á harmóniku líka og
hef leikið með harmónikufélaginu
Nikkolínu í Dölum ásamt bróður
mínum Kristjáni Inga,” segir Stein-
þór sem segir þá bræðurna líklega
hafa tosað meðalaldurinn aðeins
niður í félaginu.
Ljósmyndunin er aftur á móti
annað áhugasvið og hefur Stein-
þór helst tekið landslagsmynd-
ir. „Ég á mörg uppáhalds sjónar-
horn heima til að taka myndir frá.
Líklega er einn besti staðurinn til
að taka mynd frá Bersatungu nið-
ur Hvolsdalinn yfir Saurbæinn. Þar
er góðan ramma að finna,“ segir
Steinþór.
Þrusugóð reynsla
Steinþór stefnir á að ljúka stúdents-
prófi af náttúrufræðabraut í árslok
2017, en hann þjófstartaði mennta-
skólanum með því að taka nokkra
áfanga með 10. bekk í dreifnáms-
deild MB í Búðardal. „Næstu skref
eru óráðin hjá mér. Ég hef verið
að spá í að fara í kjötiðnaðarnám í
Menntaskólanum í Kópavogi og þá
sé ég einnig fyrir mér nám í Land-
búnaðarháskólanum á Hvanneyri.
Ég bý þar hjá Sigurjóni Einarssyni
frænda mínum meðan ég stunda
nám í MB og líkar vel að vera þar.
Þetta á þó allt eftir að koma í ljós.“
Hann metur reynsluna af félags-
málavafstrinu mikils og mun hann
búa að því til framtíðar. „Það er
þrusugóð reynsla sem felst í því að
vasast í þessu öllu. Maður lærir að
skipuleggja viðburði og að eiga í
samskiptum við fólk vegna allskyns
erinda. Ég viðurkenni að stundum
reynir á skipulagningu hjá mér, en
þetta reddast alltaf,“ segir hann um
ástæðuna fyrir þátttökunni. En hef-
ur hann tíma fyrir allt þetta? „Býr
maður ekki alltaf til tíma,“ svarar
hann á móti léttur í bragði að lok-
um. hlh
„Býr maður ekki alltaf til tíma?“
-spyr Dalamaðurinn Steinþór Logi Arnarsson
formaður NMB í Borgarnesi
Steinþór Logi Arnarson við litríka vegginn í Hjálmakletti.
Horft yfir Hvolsdal í Saurbæ frá Bersatungu 2011. Eitt uppáhalds sjónarhorn Stein-
þórs til myndatöku en myndina tók hann sjálfur.
Kertaljós og kossar - Njótum aðventunnar
Friðar- og kærleiksjól
í Blómasetrinu
Blóm og falleg gjafavara