Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 48

Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 48
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201648 Sjómaðurinn Vagn Ingólfsson frá Ólafsvík segist verja nær öllum sín- um frítíma í að skapa listaverk úr tré. Þetta sé orðin árátta hjá hon- um. „Ég byrjaði á þessu fyrir þrem- ur eða fjórum árum og hef varla stoppað síðan. Við þessa sköpun finn ég frið og ánægju við að skapa verk. Ég byrjaði rólega með því að búa til kassa undir riffilskot. Síðan fór ég að nota önnur verkfæri og þá vatt útskurðurinn upp á sig og ég færði mig í alls konar skúlptúra og hluti eins og til dæmis bátalíkön, fatnað, hnúta, fiska og fleira, en allt sker ég út í tré. Þetta er krefjandi vinna og tímafrek og krefst mikillar þolinmæði,“ segir Vagn. Hann seg- ist bæði nota efnivið héðan frá Ís- landi og erlendis frá. „Ég nota mest íslenskt birki, hnotu en einnig aðr- ar gerðir.“ Vagn segist stefna á að halda sýn- ingu á verkum sínum á næsta sumri og verður það án efa áhugaverð sýning. Hann segist fá hugmynd- ir að verkum víða að. „Ég byrja oft bara og svo koma hugmyndirnar oft upp þegar verkið er hafið.“ af Stefnir á sýningu á útskurðarmunum Vagn með listaverk sem hann hefur unnið við að undanförnu. Jarðfræði og fiðluleikur skipa stór- an sess í lífi Unnar Þorsteinsdótt- ur frá Fróðastöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði. Unnur er 24 ára og stundar meistaranám í jarðfræði við Háskóla Íslands ásamt því að starfa fyrir Íslenskar orkurann- sóknir (Ísor). Hún hóf að leika á fiðlu einungis fjögurra ára göm- ul og fékk sömuleiðis ung að árum áhuga á landi og náttúru sem leiddi hana inn á brautir jarðvísindanna. Mamma og pabbi vöktu áhuga „Ég get ekki bent á neina ákveðna ástæðu sem varð til þess að ég valdi jarðfræði,” segir Unnur um hvar rætur jarðfræðiáhugans liggja. „Ég var voðalega óákveðin og hafði ekki síður áhuga á kennaranámi eða hjúkrunarfræði. Í löngum bíl- ferðum þegar ég var yngri voru foreldrar mínir duglegir að segja sögur til að fá mig og systur mína til að líta í kringum okkur. Þannig hef ég líklega fengið áhuga á land- inu okkar,” segir Unnur en for- eldrar hennar eru Ingibjörg Daní- elsdóttir kennari frá Fróðastöðum og Þorsteinn Guðmundsson véla- verktaki frá Húsafelli. Fjölskyld- an býr á Fróðastöðum þar sem þau eru með búskap. Jarðfræðiáfangi hjá Finnboga Rögnvaldssyni í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafði einn- ig áhrif. „Áfanginn fannst mér mjög áhugaverður og var sennilega hvatinn til að sækja um í jarðfræði. Það hefur alltaf eitthvað heillað við náttúruna og útiveruna – og sem betur fer voru verkefnin að tölu- verðu leyti utandyra í grunnnám- inu í jarðfræði í háskólanum.” Leiðin lá til Ísor Unnur hafði unnið ýmis störf áður en hún fór að starfa fyrir Ísor. „Ég vann í nokkur sumur hjá garða- þjónustunni Sigur - Görðum við hellulagnir og aðra lóðaþjónustu. Mér fannst það alveg frábær vinna og sumarið sem leið var það fyrsta síðan 2008 sem ég komst ekkert í hellulagnir. Á árunum milli fram- haldsskóla og háskóla vann ég hér og þar; í fiskvinnslu, íþróttavöru- verslun, á veitingastöðum og við kennslu í Varmalandi,” segir hún og telur mikinn lærdóm fólgin í því að kynnast mismunandi störf- um. „Sumrin 2014 og 2015 vann ég sem skálavörður í Öskju og Herðubreiðarlindum, sem er al- gjör paradís fyrir jarðfræðinema. Ég hafði séð auglýsingu frá Ísor þar sem leitað var að mastersnema til að vinna verkefni í tengslum við líkanagerð að jarðhitasvæðum. Ég sótti um því ég hafði mikinn áhuga á fyrirtækinu, en þetta er stærsta fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í jarðfræðiráðgjöf. Ég var alls ekki vongóð þar sem ég var ekki byrjuð í mastersnámi. Ég mætti í viðtal og fór svo fljótlega í skála- vörslu uppi á hálendi – í lélegt net- og símasamband. Eftir margar til- raunir tókst þeim hjá Ísor að ná í mig og buðu mér starfið,” seg- ir Unnur en hún var himinlifandi með að fá tækifærið. Rannsakar Kröflu Hjá Ísor hefur Unnur unnið að þróun þrívíddarlíkans á jarðhita- svæðinu á Kröflu sem jafnframt er mastersverkefni hennar. „Þetta er liður af stærra rannsóknarverk- efni sem snýst um að auka skilning á jarðhitakerfum og kortleggja þau betur. Með auknum skilningi er vonast til að geta beitt þeim rann- sóknum á önnur jarðhitasvæði, og þar með lágmarka áhættu og kostnað sem fylgir því að staðsetja borholur. Þessi þekking er eftir- sóknarverð víða um heim og sér- staklega því að eftirspurn er orð- in meiri eftir hreinni orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti. Þess vegna er mikilvægt að vita hvaða rannsóknir eru áreiðanlegastar og koma þann- ig í veg fyrir töf eða mistök í bor- unum á þeim svæðum.” Lærði á fiðlu hjá Evu Tosik Eins og áður sagði hóf Unnur að læra á fiðlu einungis fjögurra ára gömul. „Ég lærði á fiðlu í Tónlist- arskóla Borgarfjarðar hjá Evu To- sik. Hún kenndi tónlist með Suzuki aðferðinni, þar sem meiri áhersla er lögð á að læra eftir eyra heldur en að lesa nótur. Ég er mjög þakk- lát fyrir að hafa lært undir leiðsögn Evu. Hún var mjög metnaðarfull og öguð og fór algjörlega ofan í saumana á hverju lagi sem ég spil- aði,” segir Unnur. „Ég kláraði síðan miðstig þegar ég var í 10. bekk og hætti að æfa eftir það. Fljótlega fór ég svo að spila með Þjóðlagasveit Tónlistar- skólans á Akranesi, sem nú heitir Slitnir Strengir, undir stjórn Ragn- ars Skúlasonar. Síðasta árið hef ég svo spilað með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna undir stjórn Oliver Kentish.” Fiðlan veitir orku og ró Spurð um hvort einhver tengsl séu á milli jarðvísinda og fiðluleiks svarar hún að þar sé óútskýranleg og áhugaverð tenging. „Í Sinfón- íuhljómsveit áhugamanna eru 8-10 jarðvísindamenn og hjá Ísor erum við með okkar eigið band, „Ísor- kestruna”. Þetta hlýtur að vera gott hvort með öðru þó að þetta taki stundum tíma hvort frá öðru. Að spila á fiðluna dreifir huganum og er ágætt þegar maður er búinn að liggja yfir bókum í heilan dag. Mér finnst voðalega gott að taka rispu á eitthvað hljóðfæri ef ég er eirðar- laus og gengur illa að læra. Hljóð- færi veita manni bæði orku og ró á sama tíma.” Borgarfjörðurinn sterkt aðdráttarafl Framtíðin er óráðin hjá þessum unga Borgfirðingi en Unnur seg- ir ljóst að heimahéraðið skipi stór- an sess hjá sér. „Ég byrja á að klára mastersnámið og sé hvað býðst að því loknu. Ég vonast allavega til að geta unnið áfram við það sem ég er að gera núna. En svo er líka svo margt annað sem mig langar til að gera. Það er semsagt ekkert niður- njörvað og mér finnst bara ágætt að hafa það þannig. Borgarfjörð- urinn býr yfir sterku aðdráttarafli og ég sé alltaf fyrir mér að koma þangað aftur, hvort sem það er eft- ir tvö eða tuttugu ár. Sem betur fer verður það vonandi þannig að maður getur flutt vinnuna svolítið með sér í stað þess að flytja þang- að sem vinnan er,” segir Unnur að lokum. hlh Leikur á fiðlu milli þess að kortleggja jarðhitakerfi - spjallað við Unni Þorsteinsdóttur jarðfræðing og fiðluleikara frá Fróðastöðum Unnur Þorsteinsdóttir jarðfræðingur frá Fróðastöðum. „Borgarfjörðurinn býr yfir sterku aðdráttarafli og ég sé alltaf fyrir mér að koma þangað aftur, hvort sem það er eftir tvö eða tuttugu ár.“ Á æfingu Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna fyrir flutning á Requiem eftir Mozart. Frá vinstri: Páll Einarsson jarðeðlisprófessor, Unnur, Sigríður jarðeðlis- fræðingur, Sandra jarðfræðingur, Finnbogi jarðefnafræðingur og Helga Margrét jarðfræðingur. Í vettvangsferð við Ölver í Melasveit á námskeiði í jarðkorta- lagningu. Á vettvangi á jarðfræðinámskeiði í Grjótárgljúfri í Þjórsárdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.