Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 41

Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 41 fyrir sameiginlega hitaveitu Lund- dælinga. „Maður nýtur allar stund- ir þegar veðurskilyrðin eru góð til að sjóða saman lögnina,” bætir hann við en vonast er til að vatn fari að renna um nýju lögnina á næstunni sem muni tryggja Lunddælingum nægar birgðir af heitu vatni í framtíðinni. Langeygir eftir þriggja fasa rafmagni „Staðsetningin háir okkur ekki til að sinna viðskiptavinum okkar en við leynum því þó ekki að við erum orðnir langeygir eftir þriggja fasa raf- magni,” segir hann spurður um þá stöðu að rekja járnsmiðju í dreifbýli. Nú um stundir nær þriggja fasa raf- magn aðeins að Skálpastöðum neðst í Lundarreykjadal. „Það myndi koma sér vel að lengja þriggja fasa streng- inn ofar í dalinn. Með því gætum við eflt tækjakostinn okkar og þannig þróað smiðjuna okkar betur. Svo eru samgöngurnar sífellt að batna. Þær munu skapa fleiri tækifæri fyrir dal- inn til framtíðar.” Logi Sigurðsson og Lára Lárusdóttir, Steinahlíð: Líður best í sveitinni Á nýbýlinu Steinahlíð standa Logi Sigurðsson og Lára Lárusdóttir nú í ströngu við að koma sér þaki yfir höf- uðið. „Við ákváðum að byggja hér fyrir ekki svo löngu síðan. Við erum bæði uppalin í sveit og þar líður okk- ur best,” segja þau. Uppruni þeirra beggja er í hér- aðinu. „Það má segja að ég sé úr Borg- arfirði,” segir Logi. „Foreldrar mínir fluttu í Borgarfjörðinn þegar ég var sex ára. Árið 2006 keyptu þau nýbýlið Steinahlíð og reistu nýtt íbúðarhús. Við búum í því núna á meðan húsið okkar er í byggingu. Ég lít algjörlega á mig sem Borgfirðing, þó ég sé ekki alveg innfæddur.” Lára er aftur á móti fædd og upp- alinn á Hvanneyri. „Við Logi erum jafngömul og vorum í sama bekk í Kleppjárnsreykjaskóla. Við byrjuðum saman í 9. bekk og höfum verið sam- an síðan,” segir hún en þau eru 24 ára gömul og eiga saman dótturina Eik sem er eins árs gömul. „Við erum mjög ánægð með að hún fái, eins og við, að alast upp í sveit. Þá spillir ekki fyrir að fleiri börn eru á nærliggjandi bæjum.” Íþróttafræði og fósturtalningar Bæði hafa þau Logi og Lára í nógu að snúast þessa dagana, jafnt í námi og starfi. „Ég byrjaði í Íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands í haust og keyri til Reykjavíkur í skól- ann. Þetta er fimm ára nám en stefn- an er sú að finna mér starf við skólana hér í héraðinu þegar náminu lýkur,” segir Lára. „Ég er aftur á móti í búvísindanámi í Landbúnaðarháskólanum á Hvann- eyri milli þess að sinna búskapnum hérna á bænum,” segir Logi. „Síð- an tek ég törn í fósturtalningum upp úr þorra í upphafi árs. Ég keypt mér tæki til að sinna þessu fyrir tveimur árum og vinn við svæðið frá Öræf- um og alveg vestur á firði. Ég hitti því marga fjárbændur í þessum ferð- um og er gaman að kynnast viðhorf- um bænda annars staðar.” Allt í hæfilegri fjarlægð Lára og Logi segja Lundarreykja- dalinn góðan stað til að festa rætur í. „Það er gaman að því hvað mikið af ungu fólki er að flytja hingað. Þetta hafði töluverð áhrif á ákvörðun okk- ar um að byggja. Sjálf vorum við að glíma við hátt leiguverð á Hvanneyri og ákváðum því að nota tækifærið og fara að byggja þegar færi bauðst,” segja þau. Góð staðsetning dalsins við vega- kerfið er einnig mikill plús. „Mað- ur þarf ekki að fara langt til að sækja þjónustu. Það sést t.d. á því að að skólarnir okkar eru í þægilegri fjar- lægð frá okkur. Að auki fer Eik í leik- skóla á Hvanneyri sem er rétt hjá. Ég held að fleiri munu finna sér heimili í sveitinni hér eða í næsta nágrenni út af þessu.” Vilja stækka bústofninn „Það er gott félagslíf í dalnum og nóg um að vera í héraðinu. Sjálf höfum við tekið þátt í leikuppfærslum á vegum ungmennafélagsins Dagrenningar í Brautartungu. Lékum meira að segja á móti hvort öðru í Sölku Völku hér um árið,” segja þau um lífið í daln- um en Logi er þar fyrir utan virkur í starfi Björgunarsveitarinnar Oks og var nýbúinn að selja nokkra Neyðar- kalla þegar blaðamaður Skessuhorns tók þau tali. „Okkur líður vel hér og hlökkum til að flytja inn í nýja heimilið okk- ar sem verður klárt á næsta ári. Við lukum nýlega við að reisa fjárhús á jöraðinni og erum með um 120 fjár á fóðrum. Stefnan er svo að stækka bústofninn eins og aðstæður leyfa. Við eigum ekki stórt land en okkur dreymir um að stækka við okkur þeg- ar fram líða stundir.” Jónmundur og Ragnhild- ur í Arnþórsholti: Þarf að fara að bóka jólasveinana Á bænum Arnþórsholti búa Jónmund- ur Magnús Guðmundson og Ragn- hildur Eva Jónsdóttir ásamt tveim- ur börnum sínum, þeim Jóni 4 ára og Ellý Stefaníu 2 ára. Þar búa þau í nýju íbúðarhúsi sem lokið var við að byggja síðastliðið vor. Ragnhildur er 25 ára og á Jónmundur nokkrar vik- ur í að fylla aldarfjórðunginn til jafns við eiginkonu sína því þau eru fædd sama ár. „Það hafði mikil áhrif á ákvörð- un okkar um að flytja hingað í dal- inn að annað fólk á okkar aldri var að flytja hingað líka,” segja þau en þau hafa búið í Arnþórsholti síðan fram- kvæmdir við nýja húsið hófust árið 2015. „Áður vorum við í 101 Reykja- vík. Það átti ekki við okkur,” bæta þau við. „Við yngra fólkið í dalnum erum í góðum tengslum og hefur myndast góð vinátta á milli okkar. Þetta er sam- heldinn hópur og það hjálpar til. Inn- an hópsins er til dæmis bæði sauma- klúbbur og briddsklúbbur,” segja þau og nefna einnig að eldri Lunddæling- ar hafa tekið þeim einstaklega vel. Þau segja dýrmætt fyrir börnin þeirra að fleiri börn séu að vaxa úr grasi í dalnum. „Okkar börn eru nú á leikskólaaldri, en það má geta þess að fimm börn úr Lundarreykjadal fara nú í leikskóla á Hvanneyri. Þar fyr- ir utan eru tvö börn á leikskólaaldri heima á Snartarstöðum. Við höfum stundum rætt um að það væri hægt að sameinast í bíla til að aka börnun- um í leikskóla. Síðan hefur verið rætt um að halda aftur jólaball í Braut- artungu fyrir krakkana, en það eru orðin nokkur ár síðan það var gert. Þá þarf að fara bóka jólasveinana í Skarðsheiðinni.” Vill stækka bústofninn Jónmundur er fæddur og uppalinn í Arnþórsholti og viðurkennir fús- lega að það sé best að vera í sveit- inni. „Hér eru um 150 kindur á fóðr- um í vetur. Ég stefni á að stækka bú- stofninn með tímanum. Aðalstarf- ið mitt er þó að vinna við smíðar en ég er húsasmiður og stúdent frá Fjöl- brautaskólanum á Akranesi. Að auki er ég BS í búvísindum frá Landbún- aðarháskólanum á Hvanneyri,” segir Jónmundur sem vinnur fyrir Sigurð Árna Magnússon húsasmíðameist- ara í Reykholtsdal. „Það vantar ekki verkefnin í smíðunum. Þar er nóg að gera og verður vonandi áfram.” Stefnir á að ljúka lögfræðinni Ragnhildur starfar á sýsluskrifstof- unni í Borgarnesi en hún er BS í lög- fræði frá Háskólanum í Reykjavík. „Ég starfa sem þinglýsingafulltrúi á sýsluskrifstofunni. Ég var mjög fegin að fá vinnuna því þetta er góð og mik- ilvæg reynsla fyrir ungan lögfræðing. Ég er að vísu í afleysingum en er að vonast til að geta fengið fleiri verk- efni þegar ráðningartímabilinu lýk- ur,” segir Ragnhildur sem stefnir á að ljúka embættisprófi í lögfræðinni um leið og tækifæri gefst til. Ragnhildur er frá Selfossi og kveðst hafa kynnst Jónmundi þar þegar hann bjó í bænum og var í smíðavinnu. „Þá leigði hann með Orra Jónssyni sem er frá Lundi hérna í dalnum en Orri var þá í námi í Fjölbrautaskólanum á Selfossi,” segir hún og brosir að þeirri staðreynd að lunddælsku teng- ingarnar er ansi víða að finna. Dalurinn í þjóðbraut Um kosti þess að búa í dalnum segja þau að það skipti máli að hæfilega langt sé í alla þjónustu. „Það er ekki langt að keyra héðan í Borgarnes eða til Reykjavíkur og eru samgöngur mjög góðar. Síðan er ekki langt heim á Selfoss, en við förum nær alltaf um Uxahryggi og Þingvallaveg þegar við förum þangað,” segir Ragnhildur sem líst ákaflega vel á þær vegabæt- ur sem hafa orðið og eru fyrirhug- aðar á Uxahryggjarvegi. „Þá verður Lundarreykjadalurinn nánast kom- inn í þjóðbraut.” hlh Þorvaldur járnsmiður á Skarði með heimabæ sinn í bakgrunni. Lára og Logi ásamt Eik dóttur sinni, nýju ábúendirnir í Steinahlíð. Ragnhildur og Jónmundur Magnús í nýja heimili þeirra í Arnþórsholti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.