Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Page 52

Skessuhorn - 23.11.2016, Page 52
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201652 Á Grímarsstöðum í Andakíl í Borg- arfirði búa hjónin Jón Ottesen og Freyja Þorvaldardóttir. Þar hafa þau búið undanfarin þrjú ár og giftu sig heima á bænum síðasta sumar. „Ég mæli ekki með þessu við nokkurn mann,“ segir Freyja um sveitabrú- kaupið og blaðamaður hváir. „Það var rosalega gaman að geta fengið nákvæmlega brúðkaupið sem okkur dreymdi um. En við vorum á fullu í vinnu og að byggja hús og það var svolítið mikið að vera að gifta sig líka og halda stóra veislu,“ útskýrir hún. „En við sjáum alls ekkert eftir þessu, þó þetta hafi náttúrulega verið hálf- gerð bilun. Við giftum okkur hérna í garðinum. Hún kom ríðandi upp að altarinu ásamt föður sínum. Síðan fékk ég hestinn hans tengdapabba og við riðum burt nýgift,“ segir Jón. „Síðan var slegið upp stórri veislu í reiðhöllinni og rosa gaman. Þetta var æðislegt,“ segir Freyja; „en það var rosalega mikil vinna í kringum þetta,“ segja þau. Sem dæmi nefna þau að ekki hafi þeim þótt þorandi að treysta á veðrið. Því hafi íbúðar- húsið verið reist í flýti og gert fok- helt til að hægt yrði að færa athöfn- ina undir þak ef svo bæri undir. „En það kom sem betur fer ekki til þess því við fengum frábært veður.“ Erfinginn væntanlegur Íbúðarhúsið sem þau eru að byggja sér á Grímarsstöðum stendur þar sem áður stóð fjósið á bænum. „Við söguðum bara niður veggina þann- ig að hægt væri að nota sökklana af fjósinu undir íbúðarhúsið,“ seg- ir Jón. „Þannig spöruðum við okkur jarðvinnu og inntaksvinnuna í húsið. Annars hefðum við ekki staðsett það svona ofan í hinu íbúðarhúsinu,“ segir Freyja og brosir, en örstutt er á milli húsanna. „Og af því þau eru svona nálægt hvort öðru þá ákváð- um við að þau skildu nú tóna ágæt- lega saman. Nýja húsið verður eins á litinn og hitt og svipaður bragur yfir útliti þess. Það gengi ekki að við færum að byggja alveg gerólíkt hús við hliðina á hinu, það væri bara ljótt,“ segir Jón. Aðspurð segjast þau stefna að því að flytja inn í nýja hús- ið í byrjun desember. „Það er smá kapphlaup að ná því vegna þess að erfinginn er á leiðinni. Settur dag- ur er 1. janúar og við viljum gjarn- an vera búin að flytja og koma okkur fyrir áður en barnið kemur í heim- inn,“ segja þau. Hrossaræktin aðalstarfið Jón er alinn upp á Ytra-Hólmi í Innri-Akraneshreppi, sem áður hét, en Freyja kveðst hafa slitið barns- skónum í höfuðborginni. „Ég er ættuð frá Hvítárvöllum en mamma og pabbi keyptu Grímarsstaði ásamt afa mínum fyrir tíu árum eða svo. Ég kom oft í sveitina þegar ég var yngri og flutti nánast alfarið hingað fyr- ir fimm árum,“ segir Freyja. „Fyrir þremur árum kem ég svo hingað að Grímarsstöðum í fyrsta sinn og hef ekki farið síðan,“ segir Jón og bros- ir. Aðspurð hvort þau hafi alla tíð stefnt að búskap gefa þau mismun- andi svör. „Ég er alin upp við hross en hef utan þess aldrei verið sérstak- lega hneigð að búskap,“ segir Freyja. „Ég er aftur á móti alinn upp á stóru sauðfjárbúi á Ytra-Hólmi, hef allt- af átt kindur og finnst ómögulegt að fara eitthvað að breyta því,“ segir hann, en á Grímarsstöðum eru um fjörtíu ær á húsi. „Tamningarnar og hrossaræktin eru hins vegar okkar aðalstarf og það sem við höfum okk- ar tekjur af,“ bætir hann við. „Hér fæðast þrjú folöld á ári og svo erum við með nokkra unga stóðhesta í uppeldi. Síðan reynum við að selja eins og við getum úr ræktuninni hérna,“ segja þau. „Þessi hrossarækt er bölvað lottó, stundum er maður heppinn með afkvæmin en stundum ekki,“ segir Jón. Fyrsta verk ráðherra að veita Jóni gullklippurnar Af því leiðir að þau reyna, eins og víða þekkist til sveita, að grípa í önn- ur störf samhliða búskapnum. Freyja starfar til dæmis sem hestablaða- maður í hjáverkum. „Ég skrifa hesta- fréttir og fleira fyrir Isibless, sem er miðill um þennan Íslandshestaheim í Danmörku, Þýskalandi og auð- vitað hérna heima og víðar. Frétt- irnar eru þess vegna líka á ensku, dönsku og þýsku,“ segir hún. „Auk þess er ég umboðsaðili fyrir Furu- flís, sem er fyrirtæki sem selur undir- burð í stíur og Jón hefur verið mikið í járningum meðfram tamningunum og ræktuninni,“ bætir hún við. „Og einstaka sinnum hef ég nú tekið að mér rúning líka,“ segir hann og þar opinberar blaðamaður fávisku sína og spyr hvort hann hafi ekki keppt í rúningi og meira að segja hampað Íslandsmeistaratitli. „Nei, ég er ekki Íslandsmeistari, þetta er allt saman á misskilningi byggt. Íslandsmótið er haldið vestur í Dölum og er hluti af dagskrá haustfagnaðs Félags Sauð- fjárbænda í Dalasýslu. Ég hins vegar vann gullklippurnar, en um þær er keppt í tengslum við árshátíð Félags sauðfjárbænda,“ segir Jón. „Mótið er haldið í Reykjavík, var síðast á KEX Hostel. Þetta var mjög skemmti- legt. Það eru bara sóttar nokkrar rollur, farið með þær niður í miðbæ og keppt í rúningi,“ bætir hann við. „Mér finnst þetta einmitt mjög sniðug leið til að færa lömbin og kindurnar nær neytandanum. Þetta er skemmtilegt fyrir bæði bændur og áhorfendur og skapar jákvæða ímynd. Vinkonur mínar í Reykjavík fara alltaf á þessa keppni með börnin sín og hafa gaman af,“ segir Freyja. „En það má geta þess að fyrsta verk Gunnars Braga Sveinssonar sem landbúnaðarráðherra var einmitt að afhenta Jóni gullklippurnar. Svo má deila um hvort það var það besta sem hann gerði í embætti eða ekki,“ bætir hún við. Líta sauðfjárbúskapinn ólíkum augum En hjónin eru sammála um að við- burðir sem þessir séu góð leið til að færa vöruna nær neytandanum. „Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir hvaða vinna liggur að baki til dæmis lambalærinu á diskn- um,“ segir Jón. „Það hefur mynd- ast og er að sumu leyti alltaf verið að búa til þessa gjá milli höfuðborg- arbúa og fólks af landsbyggðinni. Það er báðum að kenna og engum til gagns og leiðinleg sú lenska að tala niður til fólks úr hinum hópn- um sem hefur kannski ekki sömu upplifun og þekkingu og þú sjálfur,“ segir Freyja. „Umræða um búvöru- samningana fannst mér til dæmis skýrt dæmi um þetta. Fólk fær ekki nógu mörg tækifæri til að setja sig í spor annarra og þekkir því ekki upplifun þeirra. En ábyrgðin liggur beggja megin því fólk verður líka að sækjast eftir því,“ segir hún og bæt- ir því við að hún telji að einmitt það sé að aukast. Fólk sé að verða með- vitaðra um vöruna sem það kaupir. „Þess vegna hefur myndast ágætis markaður fyrir vörur beint frá býli og ég held að sá markaður fari ört stækkandi,“ segir Freyja. En hafa þau velt því fyrir sér að hefja sölu beint frá býli? „Já, við höf- um svona verið að kanna þá mögu- leika og við stefnum að því að selja lambakjöt beint frá býli í framtíð- inni, en það yrði svosem aldrei í stórum stíl,“ segir Jón. „En þann- ig gætum við haft einhverjar tekjur af þessum fáu kindum okkar,“ seg- ir Freyja og bætir því við að þeg- ar kemur að sauðfjárbúskapn- um á bænum líti þau málin ólíkum augum. „Það borgar sig auðvitað ekki að vera með þessar fáu kind- ur en fyrir Jóni er þetta lífsstíll og hann vill gjarnan vera með sauðfé. Því varð þessi litli stofn niðurstað- an, málamiðlun. En það væri gott að geta haft smá tekjur af kindun- um fyrst við erum með þær á annað borð og þess vegna stefnum við að því að selja lambakjöt beint frá býli í framtíðinni,“ segir hún. Ætla að halda sínu striki Aðspurð um önnur framtíðaráform segjast hjónin um þessar mundir hugsa einn dag í einu og bygging nýja íbúðarhússins eigi hug þeirra allan. „Við ætlum bara að reyna að komast í húsið og koma okkur fyr- ir áður en erfinginn fæðist. Síðan ætlum við bara að halda okkar striki hér á Grímarsstöðum,“ segir Jón og Freyja bætir því við að fjölskylda hennar hafi stutt þau mikið við yf- irstandandi framkvæmdir. „Pabbi er húsasmiður, hann hefur verið mik- ið með okkur í þessu og dugleg- ur að koma ásamt mömmu. Síðan er afi minn, 82 ára gamall, sérleg- ur eftirlitsmaður með framkvæmd- unum. Hann er alltaf að hringja og vill fylgjast með. Það er mjög gam- an að fjölskyldan vilji fylgjast með,“ segir hún ánægð. Fjölskyldan hef- ur raunar tekið til hendinni nær alla tíð frá því jörðin var keypt. „Þegar þau keyptu þá var allt í niðurníðslu, ekki bara húsið heldur til dæmis líka girðingar. Þetta er 350 hektara jörð og það var engin girðing heil. Þann- ig að það hafa verið miklar fram- kvæmdir hér síðustu árin og þær halda áfram eftir að við Jón kom- um hingað,“ segir hún og óhætt að segja að þau hafi haft í nægu að snú- ast. „En þetta er staðurinn sem okk- ur langar að búa á og til þess að búa í sveit þá þarf að leggja ýmislegt á sig,“ segir Freyja. „En í því felast bæði tækifæri og ákveðið frelsi. Við getum gert það sem okkur dettur í hug og elt þær hugmyndir sem við fáum,“ segja hjónin að lokum. kgk/ Ljósm. úr einkasafni Jóns og Freyju. „Þetta er staðurinn sem okkur langar að búa á“ - segja hjónin Jón Ottesen og Freyja Þorvaldardóttir á Grímarsstöðum Jón Ottesen og Freyja Þorvaldardóttir á Grímarsstöðum í Andakíl. Jón og Freyja giftu sig heima á Grímarsstöðum á liðnu sumri. „Við giftum okkur hérna í garðinum. Hún kom ríðandi upp að altarinu ásamt föður sínum. Síðan fékk ég hestinn hans tengdapabba og við riðum burt nýgift,“ segir Jón í viðtalinu. Nýgift og alsæl á heimreiðinni. Ljósm. Kristín Jónsdóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.