Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201638 Jólaundirbúningur í Smiðjunni í Ólafsvík er nú í fullum gangi. Gunnsteinn Sigurðsson forstöðu- maður segir að starfsmenn séu að pakka inn og selja jólakort fyrir íþróttafélagið Sólina. „Einnig eru við að sauma svuntur og taupoka, búa til kerti og ýmsa fallega hluti úr endurnýtanlegum hlutum sem við fáum til okkar. Þá verður margt sniðugt hjá okkur í gangi,“ segir Gunnsteinn brosandi og bætir við að stefnt sé á að verða með jóla- markað í desember. af Jólaundirbúningur í gangi í Smiðjunni Þær vinkonur Rúna Ösp Unnsteinsdóttir og Steinunn Stefánsdóttir voru kampa- kátar við handverk í Smiðjunni. Jólamarkaður var í félagsheimilinu Breiðabliki á sunnudaginn. Fjöl- breytnin í vöruvali eykst með hverju árinu. Má m.a. nefna sultur, reykt og grafið kjöt og fisk, þurrkaða lif- ur fyrir hunda, brauð, kökur, sult- ur, kæfu, allskonar prjóna og fönd- urvörur, myndir, kerti, skartgripi, snyrtivörur og svo margt, margt fleira. Stór hluti af markaðinum er líka að koma saman og hitta aðra, fá sér kaffi og vöfflur og slaka á fyrir jólastressið í desember. iss Fjölbreytni á jólamarkaði í Breiðabliki Tækifærin leynast víða á Vest- urlandi og til eru þeir íbúar sem finna þau og grípa. Eru þar Kári Geir Jensson og Agnes Helga Sig- urðardóttir engin undanteking. Kári er þessa dagana að undirbúa stofnun nýs ferðaþjónustufyrir- tækis í Hólminum sem hann þró- aði í miðjum þangskurði í Breiða- firði. Skessuhorn hitti Kára á dög- unum og fræddist um áform hans til að efla afþreyingu í ferðaþjón- ustunni á Snæfellsnesi. Best að hafa Breiða- fjörðinn í bakgarðinum Kári er upprunninn úr Reykhóla- sveitinni, nánar tiltekið frá bænum Mýrartungu og er 29 ára gamall. „Ég er sveitamaður að upplagi og alinn upp á kúabúi. Eftir grunn- skóla fór ég suður til Reykjavíkur í Borgarholtsskóla að læra bílamál- un. Ég starfaði við bílamálun eftir að námi lauk, en flutti svo hingað í Hólminn þegar sambýliskona fékk vinnu hér sem íþrótta- og tóm- stundafulltrúi,” segir Kári en kona hans heitir Agnes Helga Sigurðar- dóttir. „Það var mjög ánægjulegt að hún fékk starfið, en hún sótti um víða eftir að hafa lokið námi. Ég kann best við mig á stað þar sem Breiðafjörðurinn er nálægur, ekki síst ef hann er í bakgarðinum, og því var kærkomið að hún fékk starf hjá Stykkishólmsbæ.” Stykkishólmur er hentugur staður Í Stykkishólmi hefur Kári starfað á bílaverkstæði samhliða því að vera í þangskurði fyrir Þörungaverk- smiðjuna á Reykhólum. „Ég er öllu vanur þegar kemur að Breiða- firðinum og farið bæði á grásleppu og strandveiðar frá unglingsaldri þar sem ég hef siglt frá Reykhól- um og Patreksfirði,” segir Kári en þegar Skessuhorn ræddi við hann var hann nýkominn úr skurðar- ferð. „Þangskurðartímabilið hefur var lengra í ár vegna góðrar tíðar í haust þannig að við höfum verið að fram í nóvember. Meðan ég hef verið í þangskurð- inum fór ég alltaf að hugsa meira og meira um gamla hugmynd sem ég fékk fyrir nokkru síðan, þ.e. að bjóða upp á ferðir um Snæfells- nes og jafnvel Vestfirði fyrir ferða- menn á jeppum. Það er svo margt hægt að skoða hérna og held ég að ferðamaðurinn fái meira út úr heimsókn sinni til landsins með því að fara um svæðið í fylgd heima- manna. Markmiðið er síðan að hafa reksturinn staðsettan á svæð- inu og er Stykkishólmur hentug- ur staður til slíks landfræðilega. Á þessu ári ákvað ég að hrinda hug- myndinni í framkvæmd og nú er undirbúningur kominn það langt að hægt verður að hefja rekstur eftir áramót.” Way Out West Nafn fyrirtækisins er Way Out West og er það í eigu Kára og Agnesar. „Við ætlum að byrja ró- lega í fyrstu og bjóða annars veg- ar upp á skipulagða ferð þar sem helstu náttúruperlur Snæfellsness verða heimsóttar. Við munum líka bjóða upp á sérsniðna ferð ef það er eitthvað sérstakt sem ferðamað- urinn vill sjá á svæðinu umfram annað. Við höfum til umráða þrjá Ford Econline bíla, en tveir þeirra taka 15 manns í sæti og einn 12 manns,” segir Kári sem þó hyggst þó byrja rólega. „Umfangið verð- ur eðlilega að ráðast af bókunum sem fara fram í gegnum heimasíðu sem er í vinnslu en verður vonandi kynnt sem fyrst.” Kári hefur fulla trú á svæðinu og segir Snæfellsnes hafa allt til alls. „Hér eru fjölmargar náttúruperlur sem draga ferðamenn að. Marg- ir ferðamenn vilja komast í kynni við þær með leiðsögn og því er mikilvægt að geta boðið upp á þá þjónustu. Það er líka útlit fyrir að gistinóttum muni fjölga á svæð- inu á næstu misserum enda er ver- ið að bæta við fleiri gistirýmum. Þá verða fleiri ferðamenn sem dvelja hérna. Þeir munu vilja skoða svæð- ið og þá geta þeir bókað sig í ferð- ir hjá okkur í Way Out West,” seg- ir Kári. Opinn fyrir frekari þróun Það hefur reynst Kára vel að hafa kynnst stofnun fyrirtækis áður. „Ég hef líka haft aðgang að mjög góðum endurskoðanda sem hefur reynst mér vel í allri pappírsvinn- unni sem fylgir því að koma nýju fyrirtæki á koppinn.” Hann seg- ir að mörg viðskiptatækifæri bjóð- ist á Vesturlandi og sé nauðsynlegt að fólk í framkvæmdahug spyrji sig hvað það geti sjálft gert til að efla svæðið. „Það að reyna er skárra en að gera ekki neitt.” Draumur Kára er sá að geta einnig boðið upp á ferðir um Vest- firði en það mun velta á viðtökun- um á næsta ári í Snæfellsnesferðun- um. „Svo er ég opinn fyrir allskyns þróun. Ef heimasíðan virkar vel þá kemur til greina að tengja fleiri af- þreyingarmöguleika á svæðinu við hana. Til dæmis ef einhver fer út í að bjóða upp á hestaferðir þá væri hægt að samnýta bókunarkerfið á heimasíðu Way Out West,” seg- ir hann. „Svo væri líka gaman ef umsvifin verða slík að það væri hægt að ráða fólk í vinnu og skapa þannig fleiri störf,” bætir hann við, en nokkr- ir hafa nú þegar haft samband við hann um mögulegt starf. Vel tekið í Hólminum Þó Kári búi í þéttbýli þá fær sveita- maðurinn í honum góða útrás í Hólminum. „Ég var mjög ánægð- ur með að fá að komast í hóp eyja- bænda hér í Hólminum. Fyr- ir skemmstu fór ég með nokkrar kindur út í Elliðaey þar sem þær munu dvelja í vetur. Einn hrút- ur mun síðan heimsækja þær þeg- ar kemur fram í desember. Þá get- um við bændurnir vitjað lambanna okkar í vor,” segir Kári brosandi. Hann segir fjölskyldu sinni líða vel í Stykkishólmi og sjái þau ekki eftir því að hafa flutt úr Reykja- vík. „Hér er gott umhverfi að búa í, ekki síst fyrir börnin okkar tvö,” segir hann en börn hans og Agnes- ar eru Þórir Már 5 ára og Diljá Líf 2 ára. „Þar að auki er gott félagslíf hérna og er ég sem dæmi kominn í Gin og tonic klúbb með nokkr- um góðum félögum. Hér er búið að taka á móti okkur með opnum örmum og það hefur skipt máli,” segir þessi ungi frumkvöðull að lokum. hlh Það að reyna er skárra en að gera ekki neitt -rætt við Kára Geir Jensson bílamálara sem undirbýr stofnun ferðaþjónustufyrirtækis í Stykkishólmi Kári Geir Jensson bílamálari og verðandi ferðaskipuleggjandi hjá Way Out West.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.