Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 20162 sem þemað á að vera jólin. Í öðru lagi býðst krökkum á aldrinum 10-12 ára (5.-7. bekkur) að senda inn myndir og er þemað það sama. Teikninga- keppninni er því tvískipt eftir aldri. Loks býðst elstu grunnskólakrökk- unum, á aldrinum 13-16 ára (8.-10. bekkur) að senda inn ljósmyndir. Er það nýjung frá því sem verið hef- ur en áður hefur þessum aldurshópi staðið til boða að keppa í gerð jóla- sagna. Þemað í ljósmyndakeppninni er „aðventan“ og mega þátttakend- ur hafa alveg frjálsar hendur hvað varðar myndefni, vinnslu myndanna og svo framvegis. Hver þátttakandi má senda inn eins margar mynd- ir og honum sýnist og engu skiptir hvort myndin er tekin á myndavél eða síma. Ljósmyndunum er hægt að skila inn í gegnum Instagram undir myllumerkinu #skessujól fyr- ir 15. desember nk. Einnig er hægt, fyrir þá sem ekki eru á Instagram, að senda þær með tölvupósti á net- fangið: skessuhorn@skessuhorn.is. Með þeim myndum sem sendar eru í tölvupósti þurfa að koma fram upp- lýsingar um nafn ljósmyndara, aldur, símanúmer, heimili og skóla. Vegleg verðlaun í boði Valin verður besta myndin í hvorum flokki teikninga og besta ljósmynd- in að mati dómnefndar. Sigurvegari í Instagram keppninni fær GoPro myndavél að launum en sigurvegar- ar í teiknimyndasamkeppni fá staf- ræna myndavél í verðlaun. Að auki verða bókaverðlaun fyrir 2.-3. sæti í hverjum flokki. Verða úrslit og verð- launamyndir birt í Jólablaði Skessu- horns sem kemur út miðvikudaginn 21. desember nk. Skilafrestur á myndum í sam- keppnina er til og með hádegis fimmtudaginn 15. desember, en at- hugið að póstleggja þarf teikning- ar fyrr. Myndir skulu sendar í pósti á heimilisfangið: Skessuhorn ehf., Kirkjubraut 56, 300 Akranes. At- hugið að myndirnar þurfa að hafa borist á hádegi 15. desember! Mun- ið að merkja vel myndirnar á bak- hlið þeirra (nafn, aldur, símanúmer, heimili og skóli). Skessuhorn hvetur alla krakka á grunnskólaaldri á Vesturlandi til að taka þátt í þessum skemmti- lega leik og senda okkur jóla- og aðventumyndir. Ýmsir fjölbreyttir viðburðir eru framund- an í sveitarfélögum á Vesturlandi um að- ventuna. Má þar nefna tendrun jólaljósa, jólamarkaði, tónleika, helgihald í kirkjum og fleira. Ýtarlega samantekt yfir viðburði í kirkjum og sveitarfélögum landshlutans má finna í Skessuhorni vikunnar. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og hvetj- um við Vestlendinga til að gera sér glaðan dag á aðventunni. Á fimmtudag verður sunnan- og suðvestan- átt 10 - 18 m/s. Talsverð rigning sunnan og vestan til en úrkomulítið norðaustanlands fram á kvöld. Hiti víða 4 til 8 stig. Á föstu- dag spáir vestlægri átt, 8 - 15 m/s og él en léttskýjað verður á Suðaustur- og Austur- landi. Dregur úr vindi og ofankomu síð- degis. Vægt frost en yfirleitt frostlaust við ströndina. Á laugardag er útlit fyrir suðaust- an 8 - 15 m/s með rigningu en hægari og þurrt norðan jökla. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig en vægt frost verður austan til fram á kvöld. Á sunnudag er spáð ákveðinni sunn- anátt og rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands, annars skýjað með köflum en úrkomulítið. Hiti 1 til 5 stig. Kólnar smám saman seinnipartinn með éljum um land- ið vestanvert. Á mánudag er útlit fyrir sunn- anátt og él en bjartviðri norðan- og austan- lands. Vægt frost inn til landsins en annars um frostmark. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvaða atvinnugrein stundar þú?“. Lesend- ur Skessuhornsvefjarins starfa flestir við iðn- að, eða 16%. 14% svarenda eru utan vinnu- markaðar en 12% starfa hjá hinu opinbera. Þá starfa 11% þeirra sem tóku þátt við land- búnað en þeir sem starfa við verslun og ýmsa þjónustu eru einnig 11%. 10% svar- enda sögðust starfa við aðrar atvinnugrein- ar og 6% við sjávarútveg og vinnslu. Alls voru 5% svarenda sem starfa við ferðaþjón- ustu en einnig starfa 5% við heilbrigðismál annars vegar og byggingastarfsemi hins vegar. Einungis 3% svarenda sögðust vera í námi og örlítið færri, eða 3%, starfa við sam- göngur. Í næstu viku er spurt: „Hvenær byrjar þú að undirbúa jólin?“ Líkt og sjá má í blaðinu í dag er mikið af ungu og athafnasömu fólki í landshlutan- um sem eru að gera góða hluti. Þetta unga fólk eru Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Sjö umferðar- óhöpp í vikunni VESTURLAND: Alls urðu sjö umferðaróhöpp í umdæmi Lög- reglunnar á Vesturlandi í vik- unni sem leið, flest minnihátt- ar og má rekja ástæðurnar til vetrarfærðar. Engin stórvægi- leg meiðsl urðu á fólki í þess- um óhöppum að því best er vit- að. Síðastliðinn fimmtudag var fólksbíl ekið inn í skafl sem var á Vesturlandsvegi við Beitistaði og missti ökumaðurinn bílinn út af og hafnaði hann á hvolfi utan vegar. Fimm voru í bílnum og sakaði þá ekki enda allir í bíl- beltunum. Þeim var hins vegar orðið nokkuð kalt og fengu að setjast inn í snjóruðningstæki sem kom á staðinn, á meðan beðið var eftir lögreglunni sem kom þeim síðan til byggða. Þá rann jeppi erlendra ferðamanna út af í hálku og valt á Skógar- strönd sl. mánudag. Klammi var á veginum og bíllinn á ónegld- um snjódekkjum. Fólkið slapp án teljandi meiðsla en það var í öryggisbeltum og líknarbelg- ir bílsins sprungu út þeim til varnar. Einn ökumaður var tek- inn fyrir ölvun við akstur í um- dæminu í sl. viku, að því er fram kemur í dagbók Lögreglunnar á Vesturlandi. -kgk Samið við öll sjómannafélögin LANDIÐ: Síðastliðið þriðju- dagskvöld náðu síðustu félög sjómanna kjarasamningum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Öllum verkföllum var því frest- að meðan kynningar á gerðum kjarasamningum og atkvæða- greiðslur fara fram. Verkfalli þeirra sem síðast sömdu lauk formlega klukkan 14 á mið- vikudaginn. Sjómanna- og vél- stjórafélag Grindavíkur og Sjó- mannafélag Íslands náðu síð- ust að semja og gilda samning- ar þeirra til tveggja ára líkt og samningar SFS við aðildarfélög Sjómannasambands Íslands. -mm STOFNAÐ 1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | Sk ipholt 50a S ími 581 4020 | www.gal ler i l i s t . i s VA XTALAUS M ál ve rk : Æ ja Skessuhorn gengst nú tólfta árið í röð fyrir samkeppni meðal grunn- skólabarna á Vesturlandi í gerð jóla- mynda. Líkt og undanfarin ár verður keppnin í þremur flokkum. Í fyrsta lagi býðst öllum börnum á aldrinum 6-9 ára (1. - 4. bekkur) að senda inn teiknaðar og litaðar myndir (A4) þar Jólasamkeppni Skessuhorns meðal grunnskólanema Ljósmyndasamkeppni á Instagram og teikningakeppni fyrir þá yngri Eins og Skessuhorn greindi frá í lok síðasta mánaðar mun endurgerð Vesturgötu á Akranesi, milli Still- holts og Merkigerðis, hefjast á vor- mánuðum. Er það öllu seinna en upphaflega var áætlað. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdunum ljúki um mitt næsta ár. Gatan var fræst síðasta vor og ástand steypunnar metið. Kom þá í ljós að verkið yrði umfangsmeira en talið var í fyrstu, en óhjákvæmilegt er talið að end- urbyggja götuna að fullu. Jarðvegs- skipt verður í götunni og hún síðan malbikuð. Samhliða því verða lagn- ir í götunni endurnýjaðar eða end- urbættar eftir því sem við á. Þar til framkvæmdir hefjast er Vesturgata lokað um miðja vegu milli Stillholts og Háholts. Ekki er hægt að keyra í gegn heldur verður þessi kafli hennar gerður að tveim- ur botnlöngum. Er það talið nauð- synlegt til að létta á umferð um götuna. Það sama á við um Brekku- braut milli Stillholts og Háholts, einnig til að takmarka umferðar- þunga, að því er fram kemur í til- kynningu frá Akraneskaupstað. Þar segir enn fremur að breyting verði á akstursleið strætisvagnsins á með- an lokun stendur og stoppistöð nr. 22 færist á Heiðarbraut. Breytingar þessar tóku gildi síðastliðinn föstu- dag. kgk Vesturgata og Brekkubraut verða botnlangar Á myndinni má sjá hvar Vesturgötu og Brekkubraut verður lokað, sem og gömlu og nýju leiðir strætisvagnsins á meðan göturnar verða lokaðar. Skýringarmyndin er fengin af vef Akranesbæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.