Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Page 2

Skessuhorn - 23.11.2016, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 20162 sem þemað á að vera jólin. Í öðru lagi býðst krökkum á aldrinum 10-12 ára (5.-7. bekkur) að senda inn myndir og er þemað það sama. Teikninga- keppninni er því tvískipt eftir aldri. Loks býðst elstu grunnskólakrökk- unum, á aldrinum 13-16 ára (8.-10. bekkur) að senda inn ljósmyndir. Er það nýjung frá því sem verið hef- ur en áður hefur þessum aldurshópi staðið til boða að keppa í gerð jóla- sagna. Þemað í ljósmyndakeppninni er „aðventan“ og mega þátttakend- ur hafa alveg frjálsar hendur hvað varðar myndefni, vinnslu myndanna og svo framvegis. Hver þátttakandi má senda inn eins margar mynd- ir og honum sýnist og engu skiptir hvort myndin er tekin á myndavél eða síma. Ljósmyndunum er hægt að skila inn í gegnum Instagram undir myllumerkinu #skessujól fyr- ir 15. desember nk. Einnig er hægt, fyrir þá sem ekki eru á Instagram, að senda þær með tölvupósti á net- fangið: skessuhorn@skessuhorn.is. Með þeim myndum sem sendar eru í tölvupósti þurfa að koma fram upp- lýsingar um nafn ljósmyndara, aldur, símanúmer, heimili og skóla. Vegleg verðlaun í boði Valin verður besta myndin í hvorum flokki teikninga og besta ljósmynd- in að mati dómnefndar. Sigurvegari í Instagram keppninni fær GoPro myndavél að launum en sigurvegar- ar í teiknimyndasamkeppni fá staf- ræna myndavél í verðlaun. Að auki verða bókaverðlaun fyrir 2.-3. sæti í hverjum flokki. Verða úrslit og verð- launamyndir birt í Jólablaði Skessu- horns sem kemur út miðvikudaginn 21. desember nk. Skilafrestur á myndum í sam- keppnina er til og með hádegis fimmtudaginn 15. desember, en at- hugið að póstleggja þarf teikning- ar fyrr. Myndir skulu sendar í pósti á heimilisfangið: Skessuhorn ehf., Kirkjubraut 56, 300 Akranes. At- hugið að myndirnar þurfa að hafa borist á hádegi 15. desember! Mun- ið að merkja vel myndirnar á bak- hlið þeirra (nafn, aldur, símanúmer, heimili og skóli). Skessuhorn hvetur alla krakka á grunnskólaaldri á Vesturlandi til að taka þátt í þessum skemmti- lega leik og senda okkur jóla- og aðventumyndir. Ýmsir fjölbreyttir viðburðir eru framund- an í sveitarfélögum á Vesturlandi um að- ventuna. Má þar nefna tendrun jólaljósa, jólamarkaði, tónleika, helgihald í kirkjum og fleira. Ýtarlega samantekt yfir viðburði í kirkjum og sveitarfélögum landshlutans má finna í Skessuhorni vikunnar. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og hvetj- um við Vestlendinga til að gera sér glaðan dag á aðventunni. Á fimmtudag verður sunnan- og suðvestan- átt 10 - 18 m/s. Talsverð rigning sunnan og vestan til en úrkomulítið norðaustanlands fram á kvöld. Hiti víða 4 til 8 stig. Á föstu- dag spáir vestlægri átt, 8 - 15 m/s og él en léttskýjað verður á Suðaustur- og Austur- landi. Dregur úr vindi og ofankomu síð- degis. Vægt frost en yfirleitt frostlaust við ströndina. Á laugardag er útlit fyrir suðaust- an 8 - 15 m/s með rigningu en hægari og þurrt norðan jökla. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig en vægt frost verður austan til fram á kvöld. Á sunnudag er spáð ákveðinni sunn- anátt og rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands, annars skýjað með köflum en úrkomulítið. Hiti 1 til 5 stig. Kólnar smám saman seinnipartinn með éljum um land- ið vestanvert. Á mánudag er útlit fyrir sunn- anátt og él en bjartviðri norðan- og austan- lands. Vægt frost inn til landsins en annars um frostmark. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvaða atvinnugrein stundar þú?“. Lesend- ur Skessuhornsvefjarins starfa flestir við iðn- að, eða 16%. 14% svarenda eru utan vinnu- markaðar en 12% starfa hjá hinu opinbera. Þá starfa 11% þeirra sem tóku þátt við land- búnað en þeir sem starfa við verslun og ýmsa þjónustu eru einnig 11%. 10% svar- enda sögðust starfa við aðrar atvinnugrein- ar og 6% við sjávarútveg og vinnslu. Alls voru 5% svarenda sem starfa við ferðaþjón- ustu en einnig starfa 5% við heilbrigðismál annars vegar og byggingastarfsemi hins vegar. Einungis 3% svarenda sögðust vera í námi og örlítið færri, eða 3%, starfa við sam- göngur. Í næstu viku er spurt: „Hvenær byrjar þú að undirbúa jólin?“ Líkt og sjá má í blaðinu í dag er mikið af ungu og athafnasömu fólki í landshlutan- um sem eru að gera góða hluti. Þetta unga fólk eru Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Sjö umferðar- óhöpp í vikunni VESTURLAND: Alls urðu sjö umferðaróhöpp í umdæmi Lög- reglunnar á Vesturlandi í vik- unni sem leið, flest minnihátt- ar og má rekja ástæðurnar til vetrarfærðar. Engin stórvægi- leg meiðsl urðu á fólki í þess- um óhöppum að því best er vit- að. Síðastliðinn fimmtudag var fólksbíl ekið inn í skafl sem var á Vesturlandsvegi við Beitistaði og missti ökumaðurinn bílinn út af og hafnaði hann á hvolfi utan vegar. Fimm voru í bílnum og sakaði þá ekki enda allir í bíl- beltunum. Þeim var hins vegar orðið nokkuð kalt og fengu að setjast inn í snjóruðningstæki sem kom á staðinn, á meðan beðið var eftir lögreglunni sem kom þeim síðan til byggða. Þá rann jeppi erlendra ferðamanna út af í hálku og valt á Skógar- strönd sl. mánudag. Klammi var á veginum og bíllinn á ónegld- um snjódekkjum. Fólkið slapp án teljandi meiðsla en það var í öryggisbeltum og líknarbelg- ir bílsins sprungu út þeim til varnar. Einn ökumaður var tek- inn fyrir ölvun við akstur í um- dæminu í sl. viku, að því er fram kemur í dagbók Lögreglunnar á Vesturlandi. -kgk Samið við öll sjómannafélögin LANDIÐ: Síðastliðið þriðju- dagskvöld náðu síðustu félög sjómanna kjarasamningum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Öllum verkföllum var því frest- að meðan kynningar á gerðum kjarasamningum og atkvæða- greiðslur fara fram. Verkfalli þeirra sem síðast sömdu lauk formlega klukkan 14 á mið- vikudaginn. Sjómanna- og vél- stjórafélag Grindavíkur og Sjó- mannafélag Íslands náðu síð- ust að semja og gilda samning- ar þeirra til tveggja ára líkt og samningar SFS við aðildarfélög Sjómannasambands Íslands. -mm STOFNAÐ 1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | Sk ipholt 50a S ími 581 4020 | www.gal ler i l i s t . i s VA XTALAUS M ál ve rk : Æ ja Skessuhorn gengst nú tólfta árið í röð fyrir samkeppni meðal grunn- skólabarna á Vesturlandi í gerð jóla- mynda. Líkt og undanfarin ár verður keppnin í þremur flokkum. Í fyrsta lagi býðst öllum börnum á aldrinum 6-9 ára (1. - 4. bekkur) að senda inn teiknaðar og litaðar myndir (A4) þar Jólasamkeppni Skessuhorns meðal grunnskólanema Ljósmyndasamkeppni á Instagram og teikningakeppni fyrir þá yngri Eins og Skessuhorn greindi frá í lok síðasta mánaðar mun endurgerð Vesturgötu á Akranesi, milli Still- holts og Merkigerðis, hefjast á vor- mánuðum. Er það öllu seinna en upphaflega var áætlað. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdunum ljúki um mitt næsta ár. Gatan var fræst síðasta vor og ástand steypunnar metið. Kom þá í ljós að verkið yrði umfangsmeira en talið var í fyrstu, en óhjákvæmilegt er talið að end- urbyggja götuna að fullu. Jarðvegs- skipt verður í götunni og hún síðan malbikuð. Samhliða því verða lagn- ir í götunni endurnýjaðar eða end- urbættar eftir því sem við á. Þar til framkvæmdir hefjast er Vesturgata lokað um miðja vegu milli Stillholts og Háholts. Ekki er hægt að keyra í gegn heldur verður þessi kafli hennar gerður að tveim- ur botnlöngum. Er það talið nauð- synlegt til að létta á umferð um götuna. Það sama á við um Brekku- braut milli Stillholts og Háholts, einnig til að takmarka umferðar- þunga, að því er fram kemur í til- kynningu frá Akraneskaupstað. Þar segir enn fremur að breyting verði á akstursleið strætisvagnsins á með- an lokun stendur og stoppistöð nr. 22 færist á Heiðarbraut. Breytingar þessar tóku gildi síðastliðinn föstu- dag. kgk Vesturgata og Brekkubraut verða botnlangar Á myndinni má sjá hvar Vesturgötu og Brekkubraut verður lokað, sem og gömlu og nýju leiðir strætisvagnsins á meðan göturnar verða lokaðar. Skýringarmyndin er fengin af vef Akranesbæjar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.