Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201628
Jólaskemmtun
á Akratorgi
Ljósin á jólatrénu á Akratorgi verða tendruð
laugardaginn 26. nóvember kl. 16:30.
Við hvetjum fólk til að láta sjá sig á spennandi viðburðum á
Akranesi á aðventunni.
Nánari upplýsingar um viðburði má sjá á www.akranes.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Leikdeild Umf. Skallagríms kynnir hátíðarsýningu í tilefni aldarafmælis:
Leikið í 100 ár
Upprifjun leikdeildar í leikstjórn Jónasar Þorkelssonar
Frumsýnt í Lyngbrekku mmtudaginn 10. nóvember
6. sýning mmtudaginn 24. nóvember kl. 20:30
7. sýning sunnudaginn 27. nóvember kl. 20:30
8. sýning mmtudaginn 1. desember kl. 20:30
Lokasýning laugardaginn 3. desember kl. 20:30
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR!
Miðapantanir í síma 846 2293 og leikdeildskalla@gmail.com
Miðaverð kr. 3.000 - Veitingasala á sýningum - Posi á staðnum
Umsagnir gesta:
-Almáttugur, lætur hann sjá sig í þessu?!?
-Uppsetningin er stórskemmtileg, sprenghlægileg og með sanni sagt kvöldstund
sem enginn má láta fram hjá sér fara. Leikhópurinn er ölbreyttur, einstakur og
geislar af smitandi leikgleði sem nær vel til áhorfenda.
-Skemmtileg sýning, ég mæli með henni. Við skemmtum okkur konunglega.
-Alveg frábær afmælissýning, kunnuglegir karakterar og ottir söngvar.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
Kynning á breytingu aðal- og deiliskipulagi
vegna lóðarinnar við Vallholt 5
Opið hús verður að Stillholti 16-18 í fundarsal á 1. hæð að
Stillholti 16-18 þann 29. nóvember n.k. frá kl. 15:00 til 17:00.
Skipulagshönnuður og skiplagsfulltrúi
(sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs) gefa
upplýsingar um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar.
Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Skagamaðurinn Teitur Arason
sigraði þrefalt á Bikarmótinu í fit-
ness 2016 sem fram fór í Háskóla-
bíói um helgina. Teitur keppti bæði
í unglingaflokki og opnum flokki í
fitness karla á mótinu. Hann gerði
sér lítið fyrir og sigraði báða flokk-
ana og varð þar með einnig heild-
arsigurvegari bikarmótsins í fit-
ness karla. Að því er Skessuhorn
best veit er Teitur sá fyrsti til að
landa þreföldum sigri í fitnessmóti
hérlendis.
Þá keppti Borgnesingurinn Þor-
valdur Ægir Þorvaldsson í vaxtar-
rækt karla á mótinu. Hann hafnaði
í öðru sæti og sneri því heim með
silfurverðlaunin.
kgk
Teitur Arason er þrefaldur
bikarmeistari í fitness
Skagamaðurinn Teitur
Arason sigraði í unglinga-
flokki, opnum flokki og varð
heildarsigurvegari mótsins.
Ljósm. fitness.is.
Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna 2016-2017 hef-
ur verið gerð aðgengileg á vef Rannsóknarmiðstöðvar
landbúnaðarins, www.rml.is. Hrútaskráin er 52 síður,
litprentuð í A4-broti og þar er að finna upplýsing-
ar um 48 hrúta sem notaðir verða til sæðinga í vet-
ur, auk ljósmynda af hrútunum. „Hrútakosturinn er
að venju gríðarlega öflugur, blanda af reynsluboltum
sæðingastöðvanna og yngri kappa sem hafa nú hafið
sinn fyrsta vetur á sæðingastöðvunum,“ segir í frétt á
vef RML.
Ritstjóri hrútaskrárinnar er Guðmundur Brynjólfs-
son en efnið er að stórum hluta tekið saman og ritað
af Eyjólfi Ingva Bjarnasyni, Eyþóri Einarssyni og Lár-
usi G. Birgissyni. „Við vonum að sauðfjárræktendur
og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningar-
innar þar til prentaða útgáfan kemur út í byrjun næstu
viku,“ segir á vef RML.
kgk
Hrútaskráin er
komin á vefinn
Skipulagsauglýsingar
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt
að auglýsa eftirfarandi skipulag:
Svæði fyrir frístundabúskap á Hvanneyri
– nýtt deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir
frístundabúskap á Hvanneyri til auglýsingar. Tillagan er
sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 10. ágúst
2016 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á lóðum og
byggingareitum fyrir húsdýrabyggingar til frístundanota,
beitarsvæði og svæði fyrir reiðvöll. Tillagan verði auglýst í
samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillaga að nýju deiliskipulagi liggur frammi
í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í
Borgarnesi frá 24. nóvember 2016 til 05. janúar
2017 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu
Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.
Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar
og berast í síðasta lagi 05. janúar 2017 í Ráðhús
Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á
netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6