Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 66

Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 66
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201666 Leiðbeinanda á leikskóla Dag ur í lífi... Nafn: Kristín Releena Jónas- dóttir. Fjölskylduhagir/búseta: Í sambúð með Halldóri Arnar- syni. Starfsheiti/fyrirtæki: Leið- beinandi í leikskólanum Garða- seli á Akranesi. Áhugamál: Bækur, innanhúss- hönnun og jólin. Vinnudagurinn: 21. nóvember 2016 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði klukkan korter í sjö og snúsaði í níu mín- útur. Fór svo á fætur og klæddi mig í sloppinn. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Ég borðaði kornfleks í morgunmat. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég labbaði í vinnuna í Garðaseli klukkan hálf átta. Fyrstu verk í vinnunni: Ég opnaði deildina og gerði tilbúið val fyrir börnin. Hvað varstu að gera klukk- an 10? Ég var í hópastarfi með börnunum og við vorum að rýma leikskólann. Það var rým- ingaræfing. Hvað gerðirðu í hádeginu? Ég borðaði fiskibollur með börnunum. Hvað varstu að gera klukkan 14: Þá var ég að keppa við 5 ára stráka í fótbolta og tapaði fyr- ir þeim 9-3. Þetta eru atvinnu- menn framtíðarinnar. Keppnin var stelpur á móti strákum. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég var búin í vinnunni klukkan korter í fjögur. Það síðasta sem ég gerði var að vera í drekku- tíma með börnunum. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég byrjaði að undirbúa jólin. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Það var pastaréttur og Halldór eldaði. Hvernig var kvöldið? Þetta var mjög gott kósíkvöld yfir sjón- varpinu. Hvenær fórstu að sofa? Ég fór að sofa í kringum ellefu. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Ég kláraði að horfa á sjónvarpsþáttinn Hawaii 5-0. Hvað stendur uppúr eftir daginn? Klárlega fótboltaleik- urinn við strákana. Stelpurnar vinna næst. Eitthvað að lokum? Gleðileg jól! Ljóðaskáldið Aðalsteinn Ásberg og söngvaskáldið Svavar Knútur heimsóttu allar þrjár starfsstöðv- ar Grunnskóla Snæfellsbæjar í lið- inni viku. Hitti vel á að heimsókn- in kæmi að þessu sinni á Degi ís- lenskrar tungu. Tilefnið var bók- menntaverkefnið Skáld í skólum sem starfrækt hefur verið undan- farin tíu ár á vegum Höfundamið- stöðvar og Skáld í skólum. Á þeim tíma hafa ýmsir listamenn komið og heimsótt skólann undir merkj- um þessa verkefnis og frætt og skemmt nemendum með umfjöll- un um ýmsa höfunda með fjöl- breyttri dagskrá. „Skrópað í skóla lífsins“ var yfirskrift dagskrárinnar að þessu sinni og fjölluðu þeir fé- lagar um Líf Tómasar Guðmunds- sonar í tali og tónum. Fluttu þeir ljóð hans og sungu sönglög sem samin hafa verið við texta hans við góðar undirtektir nemenda á öllum starfsstöðvum. þa Yfirskrift dagskrárinnar var Skrópað í skóla lífsins Á Laugaveginum í Reykjavík má finna nokkrar rótgrónar herrafata- verslanir. Ein af þeim er verslunin Karlmenn, sem er í eigu Grundfirð- ingsins Sigurþórs Þórólfssonar. Sig- urþór, eða Bóbó eins og hann er jafn- an kallaður, er borinn og barnfæddur í Grundarfirði. Á unglingsárum hélt hann mikið til í Ólafsvík, þar sem hann spilaði knattspyrnu með Vík- ingi í nokkur ár. Bóbó segist ungur hafa fengið áhuga á fatnaði. „Það var bara þegar ég var ungur pjakkur. Það er til ein skemmtileg saga af því. Við erum fimm systkinin og þrír bræður elstir fæddir með árs millibili. Þeg- ar við vorum heima í Grundarfirði vorum við alltaf klæddir í spariföt- in á sunnudögum, í sunnudagafötin eins og sagt var. Svo þegar ég kom til Reykjavíkur á virkum degi, þá um sjö ára gamall, fer ég að spá í fatn- aði karlmannanna og spurði mömmu hvort það væri sunnudagur í Reykja- vík. Það voru allir svo fínir,“ segir Bóbó og hlær. Byrjaði ungur í bransanum Bóbó var rúmlega tvítugur þeg- ar hann hóf störf í bransanum, þá í Herragarðinum. Hann segist upp- haflega hafa flækst inn í þetta þeg- ar hann fluttist til Reykjavíkur og fór að spila fótbolta með FH fyr- ir tilstilli Inga Björns Albertssonar. Hann starfaði í Herragarðinum í nokkuð mörg ár en opnaði svo sína eigin verslun við Laugaveg 74, fyrir um tveimur áratugum. „Hún hét þá Íslenskir karlmenn en við breyttum því í Karlmenn, því útlendingarnir vildu versla hjá okkur líka.“ Versl- unin hefur undanfarin ár verið við Laugaveg 7, en þar hefur undan- farna daga verið rýmingarsala. Um næstu helgi verður verslunin opn- uð á nýjum stað við Laugaveg 77. „Rýmingarsalan verður áfram til jóla en í nýju versluninni verða ein- ungis nýjar vörur og ný merki bæt- ast við, “segir Bóbó. Hann er ekki eini Vestlendingurinn í versluninni en hjá honum starfar Logi Úlf- ljótsson frá Ólafsvík. Þá er eigin- kona Bóbós, Rut Aðalsteinsdóttir, frá Hellissandi. „Við kynntumst nú samt í Reykjavík þrátt fyrir að vera bæði af Snæfellsnesinu. Við rekum þetta saman, hún sér um bókhald- ið og er með í versluninni. Einn- ig hafa synir okkar þrír allir mik- ið tekið þátt í rekstrinum í gegnum árin og má segja að þetta sé sann- kallað fjölskyldufyrirtæki.“ Má ekki gleyma Íslendingnum Margir af viðskiptavinum verslunar- innar eru fastakúnnar en hann seg- ir Íslendinga vera aðalmarkhópinn. Um 30% veltunnar komi þó frá er- lendum ferðamönnum. „Það mun- ar alveg um það og gott að hafa það líka en það þarf að hugsa um Íslend- inginn. Hann á það til að gleym- ast í þessu túristaæði,“ segir Bóbó. Hann segir aukningu ferðamanna hafa bitnað örlítið á þeim verslun- um við Laugaveginn sem ekki eru í þeim geira. „Að því leytinu til að leiguverð hefur rokið upp og lokan- ir fyrir bílaumferð hafa verið meiri en við myndum vilja sjá.“ Hann seg- ir fatnaðinn í Karlmönnum henta fyrir breiðan aldurshóp. „Við förum kannski ekki alveg niður í ferming- araldurinn en erum mikið í kring- um útskriftir og svo bara upp úr. Við erum aðallega með svona fínni fatn- að, bæði til hversdagsnota og spari. Við seljum gallabuxur og allt svoleið- is en erum með mikið af fínni föt- um líka, svo sem jakkafötum og jökk- um. Einnig seljum við hágæða kjól- föt og fylgihluti og erum atkvæða- miklir á þeim markaði.“ Bóbó segir verslunina vera klassíska en fatnað- urinn kemur allur frá Evrópu, mest frá Þýskalandi, Ítalíu, Danmörku og Svíþjóð. „Við leggjum mikið upp úr vönduðum fatnaði og vörum á hag- stæðu verði. Ég veit fyrir víst að vör- urnar sem við seljum eru á betra eða sambærilegu verði og erlendis.“ Karlmenn mismeðvitaðir Bóbó segir sérstöðu verslunarinnar einna helst vera þá persónulegu þjón- ustu sem boðið er upp á. „Við keyr- um á persónulegri þjónustu. Hér er ekki sjálfsafgreiðslufyrirkomulag að ræða, heldur veitum við þjónustu og hjálpum fólki að taka ákvarðanir. Við viljum helst veita þannig þjónustu að fólk komi aftur. Það er svo mikil- vægt að leiðbeina rétt þannig að fólk sé ánægt,“ segir hann. Þá komi sér vel að vera reynslumikill í geiranum. „Ég held að í dag sé ég einn reynslu- mesti Íslendingurinn í herrafatnaði. Ég er jafnvel að hugsa um að setja upp blogg þar sem ég get miðlað því sem ég veit og kann og langar að koma á framfæri, að leiðbeina með fatnað.“ Hann bætir því við að hann leggi einnig upp úr því að vera fersk- ur í fataúrvali þó að minni sveiflur séu í karlatískunni en í kvenmanns- fatnaði. „Það eru helst breytingar á sniði á buxum og þess háttar, mun minni öfgar eins og maður segir. Svo eru karlmenn mjög mismeðvitaðir og sumir vilja í raun bara láta mata sig. Konur eru líklega aðeins öðruvísi og hafa margar sterkari skoðanir á fatn- aði. Við tökum nýjungum opnum höndum og þar hjálpa synir okkar til. Þeir fylgjast vel með, eru meðvitað- ir og pressa á okkur. Þeir eru alveg með lúkkið á hreinu,“ segir Grund- firðingurinn Sigurþór Þórólfsson að endingu. grþ Hefur rekið herrafata- verslun í tuttugu ár Spurðu móður sína hvort það væri sunnudagur í Reykjavík Nú er unnið hörðum höndum að því að gera nýju verslunina klára en hún verður opnuð um næstu helgi. Sigurþór Þórólfsson frá Grundarfirði er einn reynslumesti Íslendingurinn í herrafatnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.