Skessuhorn - 23.11.2016, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201624
t
ht.is
7 VERSLANIR UM LAND ALLT
OFURTILBOÐ
Ultra HD 4K 3840 x 2160 upplausn. Pixel Precise Ultra
HD myndvinnsla. Micro Dimming Pro baklýsing. 1800
Hz PPI. HDR Plus. Ambilight 3 – Þriggja hliða baklýsing.
20W RMS DTS Premium Sound hljóðkerfi. Android 5.1.
(Lollipop). Innbyggður gervihnattamóttakari.
ULTRA HD SNJALLSJÓNVÖRP
Á ÓTRÚLEGU VERÐI49” 55”
með Android
Philips 55PUS6561
TILBOÐ
VERÐ ÁÐUR 239.995
169.995
55”
Philips 49PUS6561
TILBOÐ
VERÐ ÁÐUR 199.995
134.995
49”ÞRIGGJA
HLIÐA BAKLÝSING
2 GamePad stýripinnar að
verðmæti 9.990 fylgja með.
12 MÁNAÐA VAXTALAUSAR GREIÐSLUR
Snjó kyngdi niður í Borgarfirði undir
lok síðustu viku líkt og víðar um land-
ið. Þrátt fyrir það héldu verktakar
áfram með framkvæmdir við stækk-
un Fosshótels Reykholti. Eins og
fram hefur komið í fréttum Skessu-
horns er búið að jarðvegsskipta fyrir
stækkun hótelsins og þá verður einn-
ig eldra hótelrými endurnýjað mik-
ið. Hótelið er lokað af þessum sök-
um fram á næsta ár. Á meðfylgjandi
myndum er verið að dæla steypu frá
Loftorku í grunn viðbyggingar við
anddyri hótelsins. Frostið var lítið en
engu að síður voru gerðar viðeigandi
ráðstafanir, m.a. með heitu vatni til
að verja steypuna.
mm/ Ljósm. Guðlaugur Óskarsson.
Steypt þrátt fyrir
fyrsta snjóinn
Neytendasamtökin hafa á síðustu
dögum átt í viðræðum við banka-
stofnanir, fjarskiptafyrirtæki og fyr-
irtækið Auðkenni vegna gjaldtöku
á rafrænum skilríkjum. „Að mati
Neytendasamtakanna fellur óveru-
legur kostnaður til hjá fjarskipta-
fyrirtækjum vegna notkunar neyt-
enda á rafrænum skilríkjum og eng-
ar efnislegar forsendur standa til
þess að láta neytendur greiða fyrir
þá notkun. Notkun rafrænna skil-
ríkja leiðir til verulegs hagræðis hjá
fjármálastofnunum, opinberum að-
ilum og fleiri fyrirtækjum, svo nem-
ur gríðarlegum fjárhæðum og ekki
kemur til greina að rukka neytendur
fyrir notkun þeirra,“ segir í tilkynn-
ingu frá Neytendasamtökunum.
Þá segir að Síminn hafi tilkynnt
að ekki standi til að hefja gjaldtöku
vegna notkunar neytenda á rafræn-
um skilríkjum og Vodafone hefur
frestað gjaldtöku, sem fyrirhugað
var að hefja um næstu mánaðamót.
„Neytendasamtökin fagna þeirri
ákvörðun og telja eðlilegt að fyrir-
tækið falli með öllu frá fyrirhugaðri
gjaldtöku. Eftir stendur að Nova
hefur um skeið innheimt gjald af
viðskiptavinum sínum vegna notk-
unar rafrænna skilríkja og hyggst
gera það áfram. Neytendasam-
tökin telja, sem áður segir, eng-
ar efnislegar forsendur vera fyr-
ir þeirri gjaldtöku. Neytendasam-
tökin leggja áherslu á að það hag-
ræði og sparnaður sem verður til
hjá fjármálafyrirtækjum og öðrum
þeim fyrirtækjum og stofnunum
vegna notkunar rafrænna skilríkja
sé er margfaldur á við þann kostn-
að sem til fellur og því er fráleitt að
neytendur séu sérstaklega rukkaðir
fyrir notkun þeirra.
Neytendasamtökin fagna því að
almennt virðist ríkja skilningur hjá
hagsmunaaðilum að mikilvægt sé
að tryggja gjaldfrelsi neytenda við
notkun rafrænna skilríkja. Mikil-
vægt er að nota tímann nú vel og
finna lausn, sem tryggir til fram-
búðar að rafræn skilríki verði neyt-
endum að kostnaðarlausu. Neyt-
endasamtökin munu beita sér í
þeim efnum. Mikilvægt er að öll
gjaldtaka af neytendum vegna notk-
unar rafrænna skilríkja hætti,“ segir
að endingu í tilkynningu.
mm
Vilja að hætt verði við gjaldtöku
á rafrænum skilríkjum
Ár hvert halda Lionsklúbbar kvenna
á Snæfellsnesi samfund. Þetta eru
Lkl. Harpa í Stykkishólmi, Lkl. Rán í
Ólafsvík og Lkl. Þernan á Hellissandi.
Í ár var fundurinn haldinn hjá Lions-
klúbbnum Þernunni á Hellissandi
14. október síðastliðinn. Að sjálf-
sögðu var bleikt þema og í tengslum
við fundinn ákváðu Þernukonur að
styrkja Bleiku slaufuna. Alltaf er kátt
á hjalla á þessum fundum, og var vel
við hæfi að tengja þessa gleði við
Bleiku slaufuna.
Með kveðju,
Steinunn Júlíusdóttir, blaðafulltrúi
Þernunnar.
Þernan styrkti bleiku slaufuna
Þjóðbraut 1 - Akranesi
S: 431 3333