Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 11 Skólastjórar Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar Við leitum að framfarasinnuðum, skapandi og farsælum leiðtogum til að stýra öflugum skóla. Til umsóknar eru eftirfarandi stjórnunarstöður í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar: Staða skólastjóra grunnskólasviðs – Heiðarskóli Staða skólastjóra leikskólasviðs – Skýjaborg Skólastjórar grunnskóla- og leikskólasviðs, ásamt aðstoðarskólastjórum á hvoru sviði, mynda skóla- stjórn í sameinuðum leik- og grunnskóla. Skólastjórar bera ábyrgð hvor á sínu sviði ásamt því að viðhalda og þróa áfram öflugt samstarf á milli skólasviða í sameiginlegri skólastjórn. Stöðurnar eru lausar frá og með 1. ágúst 2017. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri Fagleg forysta í skólastarfi. Virk þátttaka í þróun, eflingu og skipulagi skólastarfs. Samstarf við sveitarstjórn og aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfnikröfur: Leyfisbréf leikskólakennara/grunnskólakennara og starfsreynsla er skilyrði umsóknar á því skólastigi sem sótt er um. Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á skólaþróun og nýjungum í skólastarfi er skilyrði. Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun er æskileg. Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- og kennslufræða er æskileg. Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti. Sérstök áhersla er lögð á að viðkomandi búi yfir lipurð í samstarfi, sveiganleika og hæfni í mannlegum samskiptum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi SNS og KÍ. Umsóknarfrestur er til 27. mars 2017. Umsóknir skal senda til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranes, eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is Nánari upplýsingar um starfið veita Skúli Þórðarson sveitarstjóri skuli@hvalfjardarsveit.is, Daníel Ottesen formaður fræðslu- og skólanefndar daniel.ottesen@hvalfjardarsveit.is og Gunnar Gíslason ráðgjafi gg@akmennt.is. Umsóknum fylgi ítarleg starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem m.a. komi fram ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins. Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar er 130 barna skóli sem starfræktur er á tveimur stöðum í sveitarfélaginu. Leik- skólinn Skýjaborg er í Melahverfi með 40 börn og grunnskólinn Heiðarskóli er við Leirá með um 90 nemendur. Við skólann starfa um 40 starfsmenn. Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreytta starfshætti og teymisvinnu. Í leikskólastarfi er byggt á hugmyndum um nám í gegnum leik og kenningum Deweys um reynslunám. Unnið er eftir uppbyggingarstefnu í grunnskóla, áhersla er á byrjendalæsi og bæði skólasvið taka þátt í grænfánaverkefni. Sérstakt verkefni hefur verið í gangi með notkun spjaldtölva í skólastarfi í leik- og grunnskóla. Með því vill skólinn vera leiðandi í að nýta nýjustu upplýsingatækni í námi og kennslu. Skólinn vel búinn tækjum og aðstaða hin besta. SK ES SU H O R N 2 01 7 „Við erum búin að fá 22 gild- ar umsóknir, en yfir 50 hafa bor- ist í heildina,“ segir Karl Eiríks- son alþjóðafulltrúi Háskólans á Bifröst um aðsókn að sumarskóla háskólans. Sumarskólinn felst í námskeiðinu „Sustainable Future: Creative Leadership in the 21st Century,“ sem útleggst á íslensku sem Sjálfbær framtíð: Skapandi forysta á 21. öldinni. Skólinn fer fram 8. – 29. júlí í sumar en þetta er í annað skipti sem Háskólinn á Bifröst stendur fyrir honum. Að sögn Karls stefnir í að nem- endum fjölgi í ár. „Við vorum með 20 nemendur í fyrra og því er allt útlit fyrir fjölgun. Þeir sem hafa sótt um koma frá öllum heimsálf- um en við tökum á móti allt að 36 nemendum. Við reiknum með að fá fleiri umsóknir því umsóknar- frestur er til 1. maí “ segir Karl sem bætir því við að Háskólinn hafi ný- verið auglýst eftir nemendum líka hér á Íslandi. „Hingað til höfum við verið að kynna skólann fyrir erlendum nemendum en kennsl- an fer fram á ensku. Við vildum þó líka að prófa að kynna hann fyrir Íslendingum og verður fróðlegt að sjá hvernig viðbrögðin verða.“ Námið samanstendur af tveim- ur hlutum. „Þetta eru sjálfbærni og forysta. Okkar kennarar bera ábyrgð á kennslu í hvorum hluta fyrir sig og að auki fáum við sex erlenda gestakennara til liðs við okkur á meðan skólanum stend- ur,“ segir Karl. Nemendur munu dvelja á Bifröst meðan á skóla- hald er í gangi. „Á hverjum mið- vikudegi fer hópurinn síðan í námstengdar ferðir og fyrirtækja- heimsóknir. Stefnan er að sækja heim fyrirtæki þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi í rekstri. Í fyrra var Rjómabúið á Erpsstöðum heimsótt svo dæmi sé tekið og í ár erum við að vinna með að heim- sækja Hellisheiðavirkjun og Sjáv- arklasann. Á laugardögum er boð- ið upp á skoðunarferðir um Borg- arfjörðinn og Snæfellsnes þar sem þáttakendur fá að fara á hestbak, í skemmtisiglingu og margt fleira.“ Karl segir sumarskólinn mik- ilvægan þátt í starfi Háskólans. „Skólinn hefur heilmikla þýðingu fyrir okkur. Hann setur Bifröst á kortið og stuðlar að enn frekari al- þjóðavæðingu skólans.“ hlh Sumarskóli Háskólans á Bifröst eftirsóttur Karl Eiríksson alþjóðafulltrúi Háskólans á Bifröst. Hress hópur sumarskólanemenda á Bifröst í fyrra við fossinn Glanna í Norðurá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.