Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Side 24

Skessuhorn - 15.03.2017, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 201724 Fermingarbörn liðinna ára í máli og myndum Jafnan hefur Fermingarblað Skessuhorns seilst í hina ýmsu minningasjóði á Vesturlandi og fengið fólk til að rifja upp fermingardaginn, gjafirnar og það sem stendur uppúr frá stóra deginum. Að þessu sinni var barið að dyrum hjá nokkrum valinkunnum Vestlendingum á ólíkum aldri sem fermdust á mismunandi stöðum og á mismunandi tímum. Flottir kjólar Kjóll á 7.900 kr. - mörg mynstur og litir - stærð: 38 - 44 Kjóll á 13.900 kr. - einn litur - stærð: 36 - 50 Laugavegi 178, Reykjavík - Sími 555-1516 Opið virka daga kl. 11-18 og laugardaga kl. 11-15 Erum á Facebook SK ES SU H O R N 2 01 7 Vorið var í algleymingi þegar Berg- ur Eiríksson í Borgarnesi fermdist í fyrra. Bergur fór nefnilega aðra leið en jafnaldrar sínir því hann fermdist á mæðradaginn sunnu- daginn 8. maí í Ölveri í Melasveit. „Við ætluðum fyrst að halda ferm- inguna daginn fyrir afmælisdag mömmu en síðan varð þessi dag- ur fyrir valinu. Mamma var mik- ið í Ölveri þegar hún var lítil og svo leigðum við Ölver í nokk- ur ár í röð á vorin áður en sum- arbúðirnar byrjuðu með vinum pabba og þeirra fjölskyldum. Ég vildi því að fermingarveislan færi fram þar. Þetta er þægilegur stað- ur með góðum anda,” segir Bergur sem kveðst vilja fara öðruvísi leið- ir þegar kemur að veislum eins og fermingarveislu. Fermingardagurinn hófst á at- höfn með fjölskyldu og nokkrum vinum. „Séra Þorbjörn Hlynur kom úr Borgarnesi og sá um at- höfnina. Þegar hún var búinn byrj- uðu gestirnir að koma í veisluna. Þetta var stór veisla en ég held að gestirnir hafi verið um hundrað. Á hverju borði var Skittles sem var nokkurs konar forréttur. Síðan var boðið upp á ljúffenga íslenska kjötsúpu og rúgbrauð sem Guð- ríður Guðjónsdóttir í Lindarholti sá um að útbúa. Á eftir voru síðan kökur og kaffi,” segir Bergur sem þótti sérstaklega vænt um kransa- köku sem Jón Arnar Sigurþórsson nágranni hans og vinur í Þórðar- götunni sá um að baka. „Kakan var skreytt með myndum af mér. Það var gaman að fá svona köku frá ná- grannanum.” Gjafirnar voru ekki af verri end- anum. „Ég fékk margar góðar gjaf- ir sem mér þótti vænt um að fá. Til dæmis fékk ég kíki, sæng og kodda og úr. Ég fékk líka vettlinga og húfu og þá fékk ég góðar peninga- gjafir,” segir Bergur. „Síðan fékk ég gítar frá mömmu og pabba og kross frá systkinum mínum.“ En hvað stóð upp úr eftir daginn. „Ég var ánægður hvað margir komu og hvað stemningin var góð. Síðan var maturinn alveg frábær. Sumir gestir komu mjög langt að eins og frænka mín sem kom alla leið frá Sviss. Þá gátu margir vinir mínir komið sem mér þótti nú ekki leið- inlegt.” hlh / Ljósm. Ómar B. Hauksson. Hélt fermingarveisluna á mæðradaginn í Ölveri Bergur Eiríksson með gítarinn góða frá foreldrum sínum á fermingardaginn. Fjölskylda Bergs bregður á leik. Frá vinstri: Kristín Amelía, Arnar, Eiríkur, Hanna og Bergur. Spurningin „Hvers vegna valdir þú að fermast?“ (Spurt í Stykkishólmi) Salvör Mist Sigurðardóttir: „Eiginlega af því að allir í fjöl- skyldunni fermdust, mér finnst ég ekki hafa ástæðu til að ferm- ast ekki.“ Valdimar Hannes Lárusson: „Því að ég trúi á guð og ég vil ekki fermast borgaralega.“ Alexander Myrkvi Arnarsson: „Því að ég trúi á guð.“ Halldóra Margrét Pálsdóttir: „Ég trúi alveg á guð og mér hefur alltaf verið kennt um guð, svo er líka bara gaman að fermast.“ Skessuhorn óskar fermingarbörnum til hamingju með áfangann sem framundan er Ljósm. Þórunn Reykdal

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.