Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Síða 26

Skessuhorn - 15.03.2017, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 201726 Spurningin „Hvers vegna valdir þú að fermast? (Spurt í Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjum.) Alexandra Sif Svavarsdóttir, Reykholti: „Af því að ég trúi á guð.“ Jón Björn Blöndal, Jaðri: „Af því að ég trúi á guð eins og allir í minni fjölskyldu.“ Kristján Sigurbjörn Sveins- son, Víðigerði: „Til að staðfesta trú mína á guði.“ Telma Sól Ísgeirsdóttir, Hvanneyri: „Af því að ég er kristinnar trú- ar og foreldrarnir mínir líka.“ Ólafur Tryggvason er fæddur árið 1965 og fermdist því vorið 1979 í Brimilsvallakirkju á Snæfellsnesi. „Ég átti að fermast 4. júní 1979 með frænku minni, Svandísi Lóu Ágústsdóttur, en þar sem móð- ir hennar var búin að ráða sig í vinnumennsku á sveitabæ var ferm- ingunni okkar flýtt og því fermd- ist ég 20. maí það ár,“ rifjar Ólaf- ur upp í spjalli við fréttaritara. „Já, hún Gunna frænka, móðir Svandís- ar, var búin að ráða sig í sauðburð úti á landi og því var sá hátturinn hafður á,“ bætir Óli við. Athöfnin var í Brimilsvallakirkju og svo var haldin sameiginleg veisla á heimili Ólafs að Brimilsvöllum. „Það var svona alvöru tertuveisla að sveita- sið,“ rifjar Óli upp. „Hnallþórur og þess háttar góðgæti. Ég man ekki eftir að það hafi verið kransakaka á boðstólum, þó að það gæti alveg verið.“ Hann segir veisluna sjálfa hafa verið frekar skrítna fyrir ung- an fermingardreng. „Ég þekkti ekki helminginn af fólkinu en það voru ættingjar Svandísar. Líklega hefur hennar upplifun verið svipuð,“ seg- ir Óli er hann hugsar til baka. Aðspurður um fermingargjaf- irnar segist hann hafa fengið flott armbandsúr frá foreldrum sínum, líkt og allir bræður hans fengu. „Ég man líka að ég fékk svefnpoka frá Gunnu frænku (móður Svandís- ar Lóu) sem ég átti í mörg ár. Ég ætla ekki að gefa upp ástæðu þess að ég þurfti að henda honum,“ bætir hann við hlæjandi. En bætti fermingin fjárhag ungs drengs? „Já, ég man að ég fékk einhvern pening sem var notaður til að fjár- festa í forláta skellinöðru ári síðar. Skellinaðran breytti lífi mínu, enda varð maður miklu sjálfstæðari fyrir vikið. Maður gat komist sjálfur til Ólafsvíkur og til Grundarfjarðar frá Brimilsvöllum,“ segir Óli kíminn á svip. Óli var í fermingarfræðslu í skólanum en hann og Svandís fóru einnig í einn fermingarfræðslutíma hjá séra Árna Berg Sigurbjörns- syni í Brimilsvallakirkju. „Ég man líka að á meðan þessi eini tími í fermingarfræðslu hjá séra Árna átti sér stað, þá gaut læðan á bæn- um nokkrum kettlingum. Það æxl- aðist svo þannig að séra Árni fékk eina læðu úr þessu goti. Svo kom að því að sú læða gaut og séra Árni lenti í vandræðum hvað hann ætti að gera við kettlingana. Hann náði þó að koma einum högna til föður síns, séra Sigurbjörns Einarssonar biskups. Sá köttur kallaðist Bjáni en það þótti mikið andheiti á kisa, því hann þótti gáfaður mjög og hafði biskup mikið dálæti á Bjána.“ Óli segir Bjána hafa fylgt biskupi í margar gönguferðir og hafa öðlast þó nokkra frægð fyrir. „Svo segir sagan að Bjáni hafi meira að segja verið vígsluvottur í brúðkaupi einu og þótti biskupi brúðhjónunum mikill sómi sýndur af því.“Ólafur Tryggvason í dag og á fermingardaginn. Ljósm. tfk. Ólafur Tryggvason fermdist árið 1979 Regína Björk Vignis Sigurðardótt- ir fermdist borgaralega á vegum Siðmenntar í Háskólabíói 13. apríl 2003. „Það hvarflaði eiginlega ekki að mér að fermast kristilega þar sem mér fannst ég hafa lært nóg af krist- infræði í skólanum. Ég vildi líka alls ekki strengja eitthvað trúarheit gegn minni eigin samvisku en langaði samt að halda upp á þetta tímabil í lífi mínu. Mig langaði að læra eitthvað um lífið sjálft og fræðast um full- orðinslífið og ég vissi að ég gæti það hjá Siðmennt,“ segir Regína Björk í samtali við blaðamann. Athöfnin var stór og fermdist Regína ásamt 89 öðrum krökkum, þar á meðal frænda sínum sem hélt veislu í Hafnarfirði á fermingardag þeirra. „Þar sem við buðum mikið til sömu gestunum, þá hélt ég mína veislu á Akranesi stuttu seinna. Það má segja að ég hafi eig- inlega grætt annan fermingardag og fór meira að segja aftur í greiðslu!“ Fermingarveisla Regínu var hald- in í sal eldri borgara á Akranesi. Þar var boðið upp á heitan mat og kökur og kaffi eftir á. „Í minningunni var mjög milt og gott veður, enda vor í lofti. Ég söng lagið Ýkt eðlilegt eft- ir Ómar Ragnarsson fyrir veislugesti og mamma hélt skemmtilega ræðu og var með smá uppistand í leiðinni. Við spiluðum tónlist og höfðum skreytt salinn rækilega með myndum af mér og mínum á mínu 14 ára ævi- skeiði, þetta var bara mjög skemmti- legt,“ segir hún. Regína fékk margar góðar gjafir, svo sem hálsmen, bókmenntir, sjón- varp, söngtíma og peninga. „En aðal- lega fékk ég að innrétta allt herberg- ið mitt frá A til Ö í boði mömmu og pabba, ásamt því að fá nýtt rúm.“ Hún segir þá gjöf hafa komið af góð- um notum. „Mér fannst það geggj- að en ætli rúmið hafi ekki nýst best, þar sem ég sef ennþá í því, sem er kannski smá klikkað! En fyrir hluta peninganna keypti ég líka gjaldeyri fyrir mæðgnaferð til Spánar sem við mamma fórum í um haustið og nut- um vel.“ Aðspurð um hvað hafi stað- ið upp úr eftir fermingardaginn seg- ir hún skemmtiatriðin sem ferming- arbörnin sáu um í athöfninni standa upp úr. „Ég las ljóðið Tveir fuglar eftir Halldór Kiljan Laxness en hann var uppáhaldið mitt þegar ég var 14 ára. Ég var svolítið með hann á heil- anum, sem er mjög fyndið þegar ég hugsa til baka,“ segir hún. „Einnig að fá skjal í hendurnar um að nú værum við að hætta að vera börn, enda búin að læra helling um sjálfstæði, sjálfs- traust, ábyrgð og ólík lífsviðhorf,“ bætir hún við. Regína segir ferm- ingarfræðsluna hafa verið eins konar heimspekikúrs, þar sem meðal ann- ars var rætt um samskipti, geðheil- brigði, fordóma, mannréttindi og ýmislegt fleira. „Auk þess skiptumst við á skoðunum og reynslu. Eftir- minnilegar eru einnig heimsóknir með hópnum í félagslegar stofnanir. Ég ferðaðist til Reykjavíkur í ferm- ingarfræðslu aðra hverja helgi því aðeins var boðið upp á þennan val- kost í höfuðborginni. Á meðan fóru jafnaldrar mínir á Akranesi oft í viku í fermingarfræðslu og ég man svo vel eftir því að ég hafði oft ekkert að gera eftir fótboltaæfingu, þá var enginn til að hanga með því allir voru í ferm- ingarfræðslu nema ég.“ Regína Björk er ánægð með að hafa tekið ákvörðun um að ferm- ast borgaralega á sínum tíma. „Ég lærði svo mikið á þessu. Það mikil- vægasta sem ég lærði er að hamingj- an er þjálfun og felst í því að sökkva sér svo djúpt í eitthvað viðfangsefni að maður gleymi stað og stund, þó ég þurfi að minna mig á það af og til,“ útskýrir hún. „Svo finnst mér töff að vera aðeins öðruvísi en allir hinir, sem borgaraleg ferming var á þessum tíma. Ég er svo stolt af sjálfri mér að hafa tekið þessa ákvörðun og þakklát mömmu fyrir að hafa kynnt þennan möguleika fyrir mér þrátt fyrir að það hafi verið svolítið erf- itt til að byrja með að vera öðruvísi á þessum aldri, enda var aðeins einn úr mínum árgangi á Akranesi sem fermdist líka borgaralega. ég veit að það hefur aukist rosalega og nú fara borgarlegar fermingar fram víðar en í Reykjavík. Ég mæli eindregið með þessu og fræðslan hefur án efa bara aukist og orðið betri með árunum frá því ég fermdist.“ Vildi fræðast um fullorðinslífið Regína Björk Vignis Sigurðar- dóttir fermdist borgaralega árið 2003. Regína Björk á fermingardaginn. Fermingarbörn liðinna ára í máli og myndum - Framhald

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.