Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Qupperneq 38

Skessuhorn - 15.03.2017, Qupperneq 38
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 201738 Það var gleði og söngur sem ein- kenndi sálmakvöld í Safnaðarheim- ili Ingjaldshólskirkju 1. mars síðast- liðinn. Þar mættu Kirkjukór Ólafs- víkurkirkju og Kór Ingjaldshóls- kirkju ásamt kórstjórum og undir- leikara. Tilgangur kvöldsins var að hittast og syngja en Margrét Bóas- dóttir, verkefnisstjóri kirkjutón- listar, var í heimsókn til að kynna nýja sálmabók sem gefin verður út í haust. Einnig kenndi hún kórun- um. Þá voru sálmar úr nýju sálma- bókinni sungnir ásamt því að Mar- grét sagði frá starfi sínu sem verk- efnisstjóri kirkjutónlistar, en það starf hét áður söngmálastjóri Þjóð- kirkjunnar. Vel var mætt af kór- félögum og nutu þeir kvöldsins og lærðu heilmikið. Var sálmakvöldið upphitun fyrir haustið en þá stend- ur til að halda annað sálmakvöld í tengslum við afmæli Ólafsvíkur- kirkju. þa Sálmakvöld í Snæfellsbæ Loðnuvertíðin á Akranesi hófst formlega þegar Venus NS, upp- sjávarveiðiskip HB Granda, kom með nánast fullfermi til hafnar á Akranesi að kvöldi sunnudagsins 26. febrúar. Vinnsla hófst strax eft- ir að búið var að landa úr skipinu. Hrognafrysting hófst síðan rúm- um sólarhring síðar, eftir að búið var að skera og hreinsa og loks drena hrognin. Að sögn Gunn- ars Hermannssonar, verkstjóra í hrognavinnslu HB Granda, hef- ur loðnuvinnslan gengið afar vel fyrir sig það sem af er yfirstand- andi vertíð. „Þetta hefur gengið mjög vel og vinnslan hefur ekkert stoppað. Við erum búin að frysta samfleytt í 13 sólarhringa, án þess að hafa þurft að gera hlé á vinnsl- unni,“ segir Gunnar í samtali við Skessuhorn á mánudag. Prýðilega gekk að fá fólk til starfa í vinnsl- unni. Það kemur að hluta til úr annarri landvinnslu fyrirtækisins og að hluta kemur verkafólk og verktakar af Akranesi og úr sveit- unum af Vesturlandi öllu, allt vest- ur á Snæfellsnesi og í Dali. Þegar Skessuhorn leit við í Heimaskagahúsinu á mánudag- inn voru loðnuskip HB Granda við veiðar norður af Skjálfanda. Gunnar taldi að vertíðin væri farin að styttast verulega í annan end- ann, en loðnan hrygnir alla jafnan um miðjan marsmánuð og drepst eftir það. „Við verðum að frysta í alla nótt og alveg þangað til ein- hvern tímann í fyrramálið [þriðju- dag] en eftir það vonum við bara að við fáum meira af loðnu í vinnsl- una. En það verður bara að koma í ljós,“ segir Gunnar Hermannsson. kgk Konur í Kvenfélagi Hvítársíðu fóru nýverið í heimsókn til félaga í Björgunarsveitinni Heiðari sem hefur aðsetur á Varmalandi. Kven- félagskonur færðu björgunarsveit- inni 150 þúsund króna gjafabréf en auk þess heitt súkkulaði, pönnu- kökur og kleinur til að lífga upp á stjórnarfund sem þá stóð yfir. Að vonum var vel tekið á móti gest- unum. „Við fengum að heyra hvað þeir í Heiðari væru að gera og fengum að skoða tæki, tól og að- stöðu. Þetta eru hetjurnar sem fara út í vondu veðrin og bjarga okkur hinum,“ segir Þuríður Guðmunds- dóttir á Sámsstöðum en hún er formaður kvenfélagsins. Æfa farsa í Þinghamri Kvenfélagskonur komu einnig við þar sem leikdeild Umf. Stafholts- tungna æfir nú farsa í félagsheim- ilinu. „Þar hittum við leikara og leikstjóra sem voru að ljúka æf- ingu. Við gáfum þeim líka veiting- ar til að hressa sig með. Þetta eru sjálfboðaliðarnir sem skemmta okkur,“ segir Þuríður. Leikritið sem leikdeild Umf. Stafholtstungna færir nú á fjal- irnar er þýddur farsi sem nefn- ist: „Einn koss enn, og ég segi ekki orð við Jónatan.“ Leikstjóri er Hörður Sigurðarson. Að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar, sem tekur þátt í uppfærslunni, er stefnt að frumsýningu 25. mars. „Hér er á ferðinni þýddur farsi sem efnis- lega fjallar um mann sem heldur við þrjár konur sem allar eru flug- freyjur hjá sitthvoru flugfélaginu. Eins og títt er með farsa þá út- heimtir það mikla útsjónarsemi að láta leiðir þeirra ekki liggja sam- an og illa fer þegar eitt flugfélagið eignast hraðskreiðari þotur,“ segir Ásgeir. mm Færðu Heiðarsmönnum og leikdeildarfólki glaðning Grétar Þór Reynisson á Höll er formaður Heiðars. Hér er hann með gjafabréfið í hönd ásamt fulltrúum kvenfélagsins við snjóbíl sveitarinnar. Hillir undir lok loðnuvertíðar Hrognin pokuð í Heimaskagahúsinu eftir öllum kúnstarinnar reglum. Þrír pokar fara saman á eina pönnu og pönnurnar fara síðan með færibandi inn í frysti. Uppsjávarveiðiskip HB Granda, Víkingur AK og Venus NS, skiptust á að landa loðnu á Akranesi snemma í mars þegar loðnu- vertíðin stóð sem hæst og stutt var á miðin. Ljósm. mm. Pönnurnar komnar úr frystingu. Þar eru pokarnir þrír fjarlægðir úr pönnunum og pakkað í kassa sem síðan er raðað á bretti. Pönnurnar fara aftur á móti í gegnum þvottavél og inn í pökkunarsalinn að nýju. Glaðbeittir piltar í frystingunni að útbúa umbúðirnar utan um hrognin. Þegar kassarnir koma úr pökkuninni við enda færibandsins er þeim raðað á bretti. Þær voru heldur betur samtaka við færibandið þegar Skessuhorn bar að garði.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.