Skessuhorn - 15.03.2017, Qupperneq 47
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 47
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Leikið var í Domino‘s deild kvenna
í körfuknattleik síðasta miðvikudag.
Snæfell mætti Haukum á Ásvöllum
í Hafnarfirði og bar öruggan sigur
úr býtum, 60-75 eftir að hafa verið
sterkari allan leikinn. Var þetta tí-
undi sigur Íslandsmeistaranna í röð
í Domino‘s deildinni.
Snæfellskonur höfðu yfirhönd-
ina frá fyrstu mínútu. Þær byrjuðu
af krafti og voru komnar í 2-9 þegar
Haukar tóku aðeins við sér. Snæfell
réði þó áfram gangi mála og leiddi
10-16 eftir upphafsfjórðunginn. Ís-
landsmeistararnir juku forskot sitt
í tíu stig snemma í öðrum leikhluta
en Haukakonur minnkuðu muninn
í fjögur stig skömmu fyrir hléið. En
Snæfell átti lokaorðið í fyrri hálfleik
og góðar lokamínútur skiluðu liðinu
níu stiga forskoti í hléinu, 22-31.
Snæfellskonur komu ákveðnar til
síðari hálfleiks og gerðu í raun út um
leikinn fyrstu mínúturnar eftir hléið.
Með góðum leikkafla komust þær 20
stigum yfir, 29-49 og eftir það sáu
Haukar aldrei til sólar. Heimaliðið
náði rétt aðeins að klóra í bakkann
í lokafjórðungnum og minnka mun-
inn í 15 stig. Snæfell sigraði örugg-
lega, 60-75 og hefur þar með unnið
tíu leiki í röð.
Aaryn Ellenberg skoraði 26 stig
fyrir Snæfell og gaf sex stoðsend-
ingar. Bryndís Guðmundsdóttir var
með 13 stig og Gunnhildur Gunn-
arsdóttir lauk leik með ellefu stig,
átta fráköst og fjóra stolna bolta.
Þegar þrjár umferðir eru eftir situr
Snæfell sem fastast í toppsæti deild-
arinnar með 40 stig og hefur tveggja
stiga forskot á Keflavík í sætinu fyrir
neðan. Næst leikur liðið í dag, mið-
vikudag, þegar Stjarnan kemur í
heimsókn í Hólminn. kgk
Tíu sigrar í röð hjá Snæfelli
Svipmynd úr viðureign liðanna í
Stykkishólmi fyrr í vetur. Ljósm. sá.
Síðasta umferð Domino‘s deild-
ar karla í körfuknattleik var leikin
á fimmtudag. Skallagrímur mætti
Grindavík suður með sjó. Borgnes-
ingar voru fallnir fyrir leikinn og
höfðu því ekki að neinu að keppa.
Þeir virkuðu hálf andlausir á köfl-
um, enda erfitt að gíra sig upp fyr-
ir leik sem engu máli skipti. Fór að
lokum svo að heimamenn höfðu sig-
ur, 101-89.
Grindvíkingar byrjuðu leikinn af
krafti og höfðu níu stiga forystu eftir
fyrsta leikhluta, 29-20. Heimamenn
réðu áfram ferðinni út fyrri hálfleik-
inn. Staðan breyttist lítið í öðrum
leikhluta og Grindvíkingar leiddu
með sjö stigum í hálfleik, 50-43.
Skallagrímsmenn mættu ákveðn-
ari til síðari hálfleiks og jöfnuðu
metin í 50-50 snemma í þriðja leik-
hluta. Grindvíkingar náðu fimm
stiga forystu skömmu síðar en aft-
ur spyrntu Skallagrímsmenn við
fótum og minnkuðu muninn í eitt
stig, 57-56 skömmu áður en leik-
hlutinn var hálfnaður. Eftir það
náðu Grindvíkingar aftur tökum á
leiknum og þægilegu 14 stiga for-
skoti fyrir lokafjórðunginn, 81-67.
Mest náðu heimamenn 20 stiga
forskoti snemma í fjórða leikhluta.
Leikmenn Skallagríms náðu aðeins
að klóra í bakkann það sem eftir
lifði leiks en sigur Grindvíkinga var
aldrei í hættu. Heimamenn sigruðu
með 101 stigi gegn 89.
Flenard Whitfield var eini leik-
maður Skallagríms sem náði sér á
strik í leiknum. Hann gerði raun-
ar gott betur en það. Flenard átti
magnaðan leik, skoraði hvorki fleiri
né færri en 50 stig og tók tólf frá-
köst. Sigtryggur Arnar Björnsson
var með 14 stig og tíu fráköst en
aðrir höfðu minna.
Eins og ljóst var fyrir leikinn í
á fimmtudag lýkur Skallagrímur
keppni í Domino‘s deild karla í 11.
sæti. Munu Borgnesingar því leika í
1. deild næsta vetur.
kgk/ Ljósm. úr safni.
Skallagrímsmenn
kvöddu hljóðlega
ÍA mætti Fjölni í lokaleik 1. deildar
karla í körfuknattleik að kvöldi síð-
asta föstudags. Leikið var á Akranesi.
Með sigri gat Fjölnir tryggt sér 2.
sæti deildarinnar og þar með heima-
vallarrétt í úrslitakeppninni, sama
hversu langt þeir ná í þeirri keppni.
Skagamenn höfðu hins vegar að
litlu að keppa, myndu enda í 8. sæti
deildarinnar óháð úrslitum leiksins.
Fjölnir hafði yfirhöndina allan leik-
inn en Skagamenn gerðu stöku at-
lögu að forystu þeirra en höfðu ekki
erindi sem erfiði. Fjölnir hafði að
lokum öruggan sigur, 81-100.
Nokkuð jafnræði var með liðun-
um í upphafi og staðan jöfn, 12-12,
þegar upphafsfjórðungurinn var
hálfnaður. Eftir það náði Fjölnir
góðum kafla og þægilegu 14 stiga
forskoti fyrir annan leikhluta, 15-29.
Gestirnir bættu nokkrum stigum við
forskotið áður en Skagamenn tóku
við sér og minnkuðu muninn í tíu
stig. Sú staða hélst meira og minna
óbreytt til hálfleiks. Fjölnir leiddi í
hléinu, 40-52.
Í þriðja leikhluta komust gest-
irnir síðan á góða siglingu. Þeir
voru komnir með 20 stiga forskot
um miðjan leikhlutann og leiddu
með 23 stigum að honum loknum,
55-78. Skagamenn klóruðu í bakk-
ann í lokafjórðungnum en kom-
ust aldrei nær en sem nam 14 stig-
um seint í leiknum. Gestirnir bættu
nokkrum stigum á töfluna á loka-
mínútunum og sigruðu að lokum
örugglega, 81-101.
Derek Shouse var atkvæðamestur
í liði Skagamanna með 23 stig, 14
fráköst, sex stoðsendingar og fjóra
stolna bolta. Áskell Jónsson var með
19 stig, Jón Orri Kristjánsson með
níu stig og níu fráköst og Ármann
Örn Vilbergsson skoraði sömuleiðis
níu stig en aðrir höfðu minna.
Þegar keppni í 1. deild karla er
lokið sitja Skagamenn í 8. og næst-
neðsta sæti deildarinnar með tólf
stig, fjórum stigum frá Fsu og Vestra
í sætunum fyrir ofan en langt fyrir
ofan botninn. Þar sitja Ármenning-
ar með aðeins tvö stig. Deildin er
alla jafnan tíu liða, en einungis níu
lið kepptu í vetur. Því mun eitt lið
falla og Skagamenn halda sæti sínu í
deildinni. kgk
Tap í lokaleiknum hjá ÍA
Derek Shouse í baráttunni við leik-
menn Fjölnis í lokaleik 1. deildar karla
á föstudag. Ljósm. jho.
Skallagrímur mætti Keflavík í stór-
leik Domino‘s deildar kvenna í
körfuknattleik. Leikið var í Keflavík á
miðvikudagskvöld. Skallagrímur var
sterkari framan af leik en um miðj-
an þriðja leikhluta skellti heimaliðið í
lás í vörninni, komst yfir og stakk svo
af á lokamínútunum. Lokatölurnar
gefa því ekki alveg rétta mynd af þró-
un leiksins. Keflavík vann 72-51.
Jafnræði var með liðunum framan
af upphafsfjórðungnum. Með góð-
um kafla undir lok hans náði Skalla-
grímur g og tíu stiga forystu, 23-13.
Keflvíkingar hjóu í forskotið í öðrum
fjórðungi, minnkuðu muninn tvíveg-
is í tvö stig en Skallagrímsliðið var
áfram sterkara og leiddi með fimm
stigum í hálfleik, 27-32.
Algjör viðsnúningur varð á leikn-
um eftir hléið. Keflavík skellti heldur
betur í lás í vörninni og hélt Skalla-
grímskonum stigalausum fyrstu sjö
mínútur síðari hálfleiks. Skoruðu
Borgnesingar aðeins þrjú stig allan
fjórðunginn. Þessi ótrúlegi leikhluti
skilaði Keflvíkingum átta stiga for-
skoti fyrir lokafjórðunginn, 43-35.
Þar hafði Keflavík áfram yfirhönd-
ina og hélt Skallagrími í skefjum,
leiddu með átta til níu stigum fram-
an af. Um miðjan fjórðunginn misstu
Skallagrímskonur heimaliðið síðan
endanlega frá sér og endaði leikurinn
með nokkuð stórum sigri Keflavíkur,
72-51.
Tavelyn Tillman skoraði 22 stig
fyrir Skallagrím og var eini leikmað-
ur liðsins sem náði tveggja stafa tölu á
stigatöflunni. Jóhanna Björk Sveins-
dóttir var með níu stig og átta fráköst
og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var
með tólf fráköst en aðeins fimm stig.
Úrslit leiksins gera það að verk-
um að Skallagrímur hefur 36 stig í 3.
sæti deildarinnar, tveimur stigum á
eftir Keflavík og fjórum sigum á eft-
ir toppliði Snæfells þegar þrjár um-
ferðir eru eftir.
Næst leikur Skallagrímur í dag,
miðvikudaginn 15. mars, þegar liðið
mætir Haukum í Borgarnesi.
kgk
Komu að læstum dyrum eftir hléið
Tavelyn Tillman var eini leikmaður
Skallagríms sem náði tveggja stafa
stigatölu gegn Keflavík. Ljósm. úr safni.
Snæfell og Þór Ak. mættust í síð-
ustu umferð Domino‘s deildar karla
í körfuknattleik á fimmtudag. Leikið
var á Akrueyri. Sem kunnugt er varð
fall Snæfells óumflýjanlegt í febrúar
en Þór háði harða baráttu um sæti í
úrslitakeppninni. Eftir dapran fyrri
hálfleik beggja liða gerðu heima-
menn út um leikinn með góðum
kafla í þriðja leikhluta. Þeir unnu að
lokum öruggan sigur, 89-62.
Leikurinn fór hægt af stað og
hvorugt lið virtist ætla að eiga góð-
an dag í upphafi leiks. Að loknum
fyrsta leikhluta leiddu heimamenn
með 20 stigum gegn 14 stigum Snæ-
fells. Annar fjórðungur var fremur
bragðdaufur sömuleiðis og fátt um
fína drætti. Munurinn hélst nokkuð
svipaður allt til hálfleiks þar sem Þór
leiddi með fimm stigum, 40-35.
Snæfellingar mættu ákveðnir til
síðari hálfleiks og minnkuðu mun-
inn snarlega í eitt stig, 40-39. Virt-
ist þessi sprettur Snæfells vekja Þór
af værum blundi. Heimamenn tóku
öll völd á vellinum eftir það og náðu
fljótt þægilegu forskoti. Að loknum
þriðja leikhluta leiddu þeir með 18
stigum, 68-50 og stóðu með pálm-
ann í höndunum fyrir lokafjórð-
unginn. Þar bættu þeir enn við for-
skot sitt, jafnt og þétt til leiksloka og
unnu að lokum öruggan 27 stiga sig-
ur, 89-62.
Árni Elmar Hrafnsson skoraði 15
stig fyrir Snæfell, Christian Covile
var með 14 stig og sex fráköst og
Sveinn Arnar Davíðsson tíu stig og
átta fráköst.
Snæfell lýkur keppni í Domino‘s
deild karla á botninum þetta árið, án
stiga og mun því leika í 1. deild að
ári.
kgk
Misstu leikinn frá sér eftir hléið
Árni Elmar Hrafnsson var atkvæðamestur leikmanna Snæfells í lokaleik vetrarins.
Ljósm. úr safni/ karfan.is.