Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 20186 Mæla atvinnuleysi 4,5% LANDIÐ: Samkvæmt vinnumark- aðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að 205.200 manns á aldrin- um 16–74 ára hafi að jafnaði ver- ið á vinnumarkaði í apríl 2018, sem jafngildir 81,9% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 196.000 starfandi og 9.200 án vinnu og í atvinnu- leit. Hlutfall starfandi af mann- fjölda var 78,3% en hlutfall at- vinnulausra af vinnuafli var 4,5%. Samanburður mælinga fyrir apríl 2017 og 2018 sýnir að vinnuaflið jókst um 6.700 manns en hlutfall þess af mannfjölda lækkaði um 1,1 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 3.400 manns en hlutfall þeirra af mannfjölda lækkaði um 2,3 pró- sentustig. Atvinnulausir voru um 3.300 fleiri en á sama tíma árið 2017 og hlutfall þeirra hækkaði um 1,5 prósentustig. Alls voru 45.300 utan vinnumarkaðar í apríl 2018 og hafði þeim fjölgað um 4.800 manns frá því í apríl 2017 þegar þeir voru 40.500. -mm Forystu-Flekkur og fleiri sögur LANDIÐ: Út er komin hjá bókaforlag- inu Sæmundi endur- útgefin bók; Forystu- Flekkur og fleiri sög- ur. Bókin kom fyrst út árið 1950 og er fallegt safn sagna af samskiptum manna og dýra. „Hér er á ferðinni einstæður gluggi inn í gamla bændasamfélagið og hina rómantísku náttúrusýn þar sem saman fóru nytjar af búpen- ingi og virðing fyrir hverju dýri sem fullveðja einstaklingi. Slík sýn er lærdómsrík og mikilvægt innlegg í dýraverndarumræðu samtímans,“ segir í kynningu útgefanda. Bók þessi hentar öllum aldurshópum, er harðspjaldabók í litlu broti. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 19. - 25. maí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 16 bátar. Heildarlöndun: 11.860 kg. Mestur afli: Skarphéðinn SU: 2.174 kg í tveimur róðrum. Arnarstapi: 10 bátar. Heildarlöndun: 7.654 kg. Mestur afli: Gugga ÍS: 1.318 kg í einum róðri. Grundarfjörður: 22 bátar. Heildarlöndun: 306.633 kg. Mestur afli: Bylgja VE: 64.167 kg í einni löndun. Ólafsvík: 36 bátar. Heildarlöndun: 212.500 kg. Mestur afli: Bárður SH: 45.550 kg í fjórum löndunum. Rif: 29 bátar. Heildarlöndun: 322.178 kg. Mestur afli: Magnús SH: 48.533 kg í þremur róðrum. Stykkishólmur: 19 bátar. Heildarlöndun: 38.178 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 3.968 kg í tveimur róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Bylgja VE - GRU: 64.167 kg. 24. maí. 2. Hringur SH - GRU: 58.985 kg. 24. maí. 3. Helgi SH - GRU: 44.966 kg. 22. maí. 4. Steinunn SF - GRU: 42.986 kg. 24. maí. 5. Tjaldur SH - RIF: 41.190 kg. 22. maí. Gleðilegan sjómannadag! -kgk Hoggið nærri úrkomumeti RVK: Veðrið í maí hefur ekki leik- ið við landsmenn. Á meðan hita- bylgjur hafa gengið yfir víða á meg- inlandi Evrópu hefur hiti ekki oft far- ið í tveggja stafa tölu hér á landi og úrkoma verið töluverð. Einar Svein- björnsson veðurfræðingur skrifar á Facebook síðu sinni um helgina að ekki sé þó öruggt að úrkomumet maímánaðar verði slegið í Reykjavík eins og stefndi mögulega í fyrir helgi. Metið sem er 126,0 mm var sett árið 1989 og eftir síðustu nótt mælist úr- koma það af er maímánaði þetta árið 125,3 mm. Vantar því ekki mikið upp á að jafna fyrra met. Frekari rigningu er ekki spáð í Reykjavík fram að mán- aðamótum svo það er tvísýnt hvort úrkomumetið verði slegið. -arg Í samstarf við HÍ um Ugluna BIFRÖST: Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hafa undirritað viljayfirlýs- ingu um að tölvukerfið Ugla, sem er í eigu Háskóla Íslands, verði innleitt hjá Háskólanum á Bifröst á árinu 2019. Uglan hefur hingað til ein- göngu verið notuð sem megintölvu- kerfi opinberu háskólanna þannig að hér er um nokkur tímamót að ræða hvað notkun hennar varðar. Ugla er upplýsingakerfi sem nýtist háskól- um í að halda utan um nemenda- skráningu, námsumsjón og ýmislegt annað er varðar sjálft háskólastarfið. Uglan er því hjartað í starfi háskól- anna og er notuð í öllum opinberu háskólunum og verður það nú einn- ig á Bifröst. Uglan er alfarið innlend framleiðsla og er þróuð og hýst hjá Upplýsingatæknisviði HÍ. „Um er að ræða heildstæða lausn sem miðast við íslenskar aðstæður og er þróun Uglunnar stýrt sameiginlega af öll- um háskólunum. Ugla hefur leitt af sér mikla hagræðingu fyrir íslenska háskóla, m.a. með sameiginlegum rekstri kerfisins hjá Háskóla Íslands. Fjöldi skráðra notenda er á fjórða tug þúsunda og er dagleg notkun kerfisins með því mesta sem gerist hér á landi,“ segir í tilkynningu frá Háskólanum á Bifröst. -mm Félags- og skólaþjónustu Snæfell- inga (FSS) tók síðastliðinn fimmtu- dag formlega í notkun nýtt húsnæði fyrir Smiðjuna við Ólafsbraut 19 í Ólafsvík. Þar var síðast rekin blóma- búð. Þar verður rekin dagþjónustu- og hæfingarstöð FSS fyrir fatlaða og aðra með skerta starfsgetu. Byggða- samlagið sér um rekstur FSS og festi það kaup á þessu húsnæði undir starf- semina. Unnið hefur verið að breyt- ingum og umbótum síðustu mánuði. Áður hafði Smiðjan verið í leiguhús- næði og þar af leiðandi á hrakhólum með starfsemina. Sveinn Þór Elinbergsson for- stöðumaður FSS sagðist í samtali við Skessuhorn vera afar ánægður að vera kominn í þetta gagnmerka hús á einstaklega heppilegum stað. „Þessi staðsetning styrkir og bætir starfshætti okkar. Með greiðri að- komu að þjónustu og atvinnutæki- færum, en umfram allt erum við nú í alfararleið, erum glöð með þetta og verðum nú sýnileg. Hingað eru allir velkomnir, til að heilsa upp á okkur, leggja okkur lið, koma með endur- nýtanlegt hráefni af heimilum og frá fyrirtækjum eða til að kaupa af okkur ýmsa nytja- og eða skrautmuni á afar hófstilltu verði. Andvirðið rennur til námskeiðahalds og menningarauka fyrir þjónustuþega,“ sagði Sveinn. Fleiri áfangar í bættri þjónustu Aðrir áfangar í frekari uppbyggingar þjónustu við fatlaða íbúa á Snæfells- nesi eru þegar komnir á dagskrá. „Á næstu vikum hefst bygging nýs hús- næðis undir dagþjónustu- og hæf- ingarstöðina Ásbyrgi í Stykkishólmi en FSS hefur samið við Skipavík í Stykkishólmi um byggingu nýs hús- næðis fyrir Ásbyrgi á grundvelli lang- tímaleigu til 12-15 ára. Sú bygging líkt og Smiðjan í Snæfellsbæ verð- ur reist á afar góðum stað í miðbæ Stykkishólms. Gert er ráð fyrir að það hús rúmi einnig nýja, sértæka dagþjónustu einstaklings í Stykkis- hólmi sem sett var á laggirnar í byrj- un árs. Þriðji áfangi frekari upp- byggingar þessarar mikilvægu þjón- ustu sveitarfélaganna hófst í byrj- un þessa árs en það er rekstur NPA samnings við einstakling í Stykkis- hólmi, þ.e.a.s. þjónusta okkar er á forsendum notendastýrðrar pers- ónulegrar aðstoðar við einstakling til sjálfstæðrar búsetu með stuðn- ingi FSS og grunnþjónustu sveitar- félagsins.“ Þá segir Sveinn Þór að ótalinn sé fjórði áfangi þessarar upp- byggingar sem nú er kominn á und- irbúningsstig. „Það verður bygging þjónustuíbúða, í fyrsta áfanga hér í Ólafsvík, fyrir fatlaða einstaklinga sem kjósa að hefja sjálfstæða búsetu með aðstoð.“ Sveitarfélögin staðið þétt saman Ennfremur segir Sveinn að það séu einungis liðin rúm sex ár frá yfir- töku sveitarfélaga á málaflokki fatl- aðra frá ríkinu. „Það er einstaklega ánægjulegt að snæfellsk sveitarfélög hafa frá upphafi verið einróma um uppbyggingu þessarar mikilvægu þjónustu. Ekki síst í ljósi þess að á svæðinu hafði þjónusta við fatlaða á höndum ríkisins verið afar takmörk- uð um áratuga skeið. Á þeim tíma þurftu því snæfellskir einstaklingar með miklar þjónustuþarfir að flytja á önnur svæði þar sem slíka þjón- ustu var að finna. Fyrir okkur starfs- fólk FSS, stjórn, félagsmálanefnd og sveitarstjórnirnar, hefur þetta ver- ið afar spennandi tími mikillar sam- stöðu og metnaðar, ekki síst vegna mikillar velvildar og stuðnings sem íbúar, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki hér á Snæfellsnesi hafa sýnt þessari uppbyggingu.“ Sveinn Þór vildi nota tækifærið til að færa þeim fjölmörgu aðilum sem hafa lagt FSS lið með ýmsum hætti, með atvinnutækifærum í formi ör- orkusamninga, einstakra verkefna, gjöfum, styrkjum og með ýmiss kon- ar aðstoð sem gert hafa þeim kleift að koma á starfsemi sem Smiðjan og Ásbyrgi standa fyrir í dag. Sérstak- lega vildi hann færa stjórnendum og starfsfólki Grunnskóla Snæfellsbæj- ar, Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars og Hópferðabifreiðum Svans Kristóferssonar bestu þakkir fyrir stuðning við starfsemi Smiðjunnar og skjólstæðinga hennar. Fjölmargir gestir mættu á opnun- arhátíða á fimmtudaginn til þess að samfagna þessum áfanga, skoða hús- næðið og þiggja léttar veitingar. af Nýtt húsnæði FSS tekið í notkun í Ólafsvík Sveinn Þór Elinbergsson forstöðumaður FSS við opnunarhá- tíðina. Kristinn Jónasson bæjarstóri í Snæfellsbæ nýtti tækifærið og færði Smiðjunni veglega gjöf frá Snæfellsbæ og við henni tók Sveinn Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.