Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 31 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn en fékk nafnið Láki hjá okkur. Við gerðum hann upp.“ Báturinn var upphaflega hugsaður til þess að fara með ferðamenn á sjóstöng. „En svo fylltist allt af hvölum hérna í firð- inum árið eftir að við kaupum bát- inn.“ Þannig varð hvalaskoðunarfyrir- tækið Láki Tours til og það hefur þanist út síðan. Nú er Láki Tours komið með útibú á Hólmavík og í Ólafsvík. „Ólafsvík er samt eiginlega orðin aðalstöðin okkar núna, við tökum flesta í gegn þar,“ segir Gísli og bætir við að það þurfi að bæta að- stöðuna þar líkt og hann hefur gert á Grundafirði. Gísli og blaðamaður ræða einmitt saman inni á Láki Café sem Gísli setti upp, af því hann sá að þörf var fyrir kaffihús fyrir við- skiptavini hans. „Ég er ekki vanur að bíða eftir því að hlutirnir gerist, ég bara geri þá sjálfur,“ segir Gísli og brosir. Sjómennskan nýtist vel Gísli segir að reynslan frá fisk- veiðunum nýtist vel í hvalaskoð- uninni. „Fiskurinn safnast sam- an þar sem ætið er og þeir éta það sama og hvalurinn.“ Það komi sér vel að hafa reynsluna af sjó- mennskunni og að kunna að lesa í náttúruna. „Stundum er maður heppinn og finnur hvalina strax. Það er auðveldara að finna hval- ina frá Hólmavík. Breiðafjörður- inn er stærri og það sést oft illa og svo er oft verra veður hér en á Hólmavík.“ Honum finnst vinn- an við ferðamennsku ekki minni vertíð en sjómennskan. „Þetta er svakalega gaman. Það er alveg ein- staklega gaman að vera úti á sjó í hvalaskoðun. Þetta er öðruvísi en að fiska. Maður er laus við slorið og líkamlegt álag, en ábyrgðin og andlega álagið er mikið. Maður ber ábyrgð á öllum farþegum sínum.“ Ferðamönnum finnst hvalaskoð- unin og sjóstöngin vera skemmti- leg afþreying, en Gísli segir að Ís- lendingar sæki minna í þessa af- þreyingu. „Íslendingar vilja bara kaupa afþreyingu í útlöndum.“ Ferðamannastraumur- inn nái jafnvægi Síðan berst talið að ferðamanna- straumnum. Gísli telur litla ástæðu til að ætla að ferðamenn hætti að sækja Ísland heim. „Ferðamanna- straumurinn má samt standa í stað í nokkur ár.“ Hann sjálfur hef- ur ekki fundið fyrir minni aðsókn. Áhyggjuefni sé þó að ferðamenn sem hingað sæki séu ekki leng- ur náttúruunnendur heldur hefur borgarferðamennska tekið yfir. „Ís- land er orðið svo dýrt, út af þess- um vexti. Þessi vöxtur er allt of hraður og hefur verið of mikill. En þetta á eftir að ná jafnvægi. Stærsta áhyggjuefnið er að við erum að missa kúnnana sem voru verðmæt- ir. Við erum að missa þessa náttúru- unnendur sem komu áður, af því að Ísland er of dýrt.“ klj V M - F é l a g v é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a - S t ó r h ö f ð a 2 5 - 1 1 0 R e y k j a v í k - 5 7 5 9 8 0 0 Sjómenn, til hamingju! Sjómannadagurinn V M - F É L A G V É L S TJ Ó R A O G M Á L M TÆ K N I M A N N A Ó S K A R S J Ó M Ö N N U M O G FJ Ö L S K Y L D U M Þ E I R R A T I L H A M I N G J U M E Ð D A G I N N Landsfélag í vél- og málmtækni „Báturinn var upphaflega hugsaður til þess að fara með ferða- menn á sjóstöng. En svo fylltist allt af hvölum hérna í firðinum árið eftir að við keyptum hann.“ Ljósm. úr safni/tfk. Komið að landi á Láka II. Ljósm. úr safni/tfk. Láki Tours gerir út frá Snæfellsbæ, Grundarfirði og nú einnig Hólmavík. Gísli gerir út nokkra báta til hvalaskoðunar. Skarphéðinn bróðir hans (t.v.) er með honum á myndinni ásamt tveimur starfsmönnum Láki Tours. Áður fyrr stundaði Gísli sjóinn ásamt bræðrum sínum og föður. Saman komu þeir á fót fiskverkun í Grundarfirði. Á myndinni eru Gísli Ólafsson og bróðir hans Kristinn Ólafsson með væna lúðu. Ljósm. úr einkasafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.