Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201834 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Dagbjört Bæringsdóttir í Stykkis- hólmi hefur undanfarin tvö ár sótt sjóinn sem messi á Örfyrisey RE, einum af frystitogurum HB Granda. Hún rær ásamt manni sínum Guð- mundi Gunnlaugssyni. Skessuhorn hitti Dagbjörtu að máli á heimili hennar í Stykkishólmi í byrjun maí- mánaðar. Búið var að pakka ofan í töskur þegar blaðamann bar að garði, enda hjónin á leið út daginn eftir. Dagbjört býður sæti við borð- stofuborðið, sem er í opnu rými með eldhúsi og stofu. Guðmundur vakt- ar kaffivélina og hallar sér að plöt- unni í eldhúsinnréttingunni. „Ég er búin að vera tvö ár á Örfiriseynni, en Gummi er búinn að vera síð- an 2005,“ segir Dagbjört. „Þar áður var ég á Arnari og Örvari, sem gerð- ir voru út frá Skagaströnd. Örvar var einn af fyrstu íslensku frystitogurun- um á sínum tíma,“ segir hann. „Hvað ertu búinn að vera lengi á frystitog- ara? 30 ár?“ spyr Dagbjört. „Já, síð- an ´88,“ svarar hann. „Við fluttum frá Stykkishólmi norður á Skaga- strönd þetta ár. Það var hálfgerð bú- setuskylda á sjómönnunum, það er að segja ef Gummi ætlaði að fá pláss- ið á togaranum þá urðum við að búa á Skagaströnd. Við vorum nýbúin að byggja okkur nýtt hús hérna í Hólm- inum en rifum okkur upp, ætluð- um að vera fyrir norðan í eitt ár og mala gull. En þau urðu nítján,“ segir Dagbjört og brosir. „En það var gott að vera á Skagaströnd og fínt að ala upp börnin þar. Ég var svo heppin að geta verið heima með börnin á með- an þau voru að vaxa úr grasi,“ bæt- ir hún við. Draumurinn rætist Í gegnum tíðina hefur Dagbjört feng- ist við ýmislegt. „Þegar ég var 16 ára fór ég á skelina hérna í Hólminum, var bæði á sjónum og í vinnslunni. Síðan var ég í saltfiskverkun og svo heima að ala upp börnin mín fjögur í nokkur ár. Eftir að ég fór aftur út á vinnumarkaðinn að barnauppeldi loknu byrjaði ég í skóverksmiðju sem þá var starfrækt á Skagaströnd. Henni var lokað og þá fór ég í rækjuna í eitt eða tvö ár. Þá lá leiðin í Höfðaskóla þar sem ég vann þangað til við flutt- um heim í Hólminn aftur,“ segir hún. Næst tók við vinna á snyrtistofu í Stykkishólmi. Henni var síðan lokað og þá færði Dagbjört sig yfir á sjúkra- húsið. Fyrir tveimur árum síðan fékk hún loks plássið á Örfiriseynni. Hún segir að þar með hafi draumur ræst. „Mig var búið að dreyma um þetta nánast alla tíð. Sjórinn hefur alltaf heillað mig. Ég hafði tekið nokkrar grásleppuvertíðir með bæði Gumma og tengdaföður mínum en langaði alltaf að komast á togara. Ég var búin að sækja um á Arnari, sem gerður er út frá Skagaströnd, þegar ég var fyrir norðan. Það var síðan ekki fyrr en við fluttum vestur að mér bauðst plássið. Þá var ég búin að ráða mig í vinnu hér í Hólminum og kunni ekki við að hætta við. En ég hef alltaf gengið með þetta í maganum. Þegar vantaði messa á Örfirisey þá sló ég til og er þar enn í dag,“ segir Dagbjört. Langir dagar og lélegt kaup Venjulegur dagur hjá messanum á Örfirisey hefst um klukkan átta á morgnana. „Ég er ekki á vöktum heldur byrja dagarnir hjá mér vana- lega um áttaleytið á morgnana. Þá vakna ég, fer á fætur og mæti í vinn- una korter fyrir níu. Ég fæ mér morg- unmat og síðan hefst vinnudagurinn. Hann byrjar á frágangi eftir morgun- matinn og síðan er borðstofan þrifin, skúrað og byrjað að undirbúa hádeg- ismatinn. Fyrsta holl borðar 11:30 og næst holl á vaktaskiptunum á hádegi. Næst er frágangur eftir hádegismat- inn og farið að undirbúa kaffið. Um kl. 14:00 er ég búin og fer þá stund- um að þrífa klósettin, ræktina, skúra gangana og annað sem til fellur. Einu sinni í viku er stakkageymslan þrifin. Um miðjan daginn á ég smá frí þang- að til ég mæti aftur kl. 17:00 hjá kokk- inum. Þá er gengið frá eftir kaffið og farið að undirbúa kvöldmatinn. Hann er kl. 19:30 og á vaktaskiptunum kl. 20:00. Þegar allir eru búnir að borða er gengið frá og skúrað. Ég er venju- lega búin að öllu mínu um tíuleytið á kvöldið og er þá í fríi til morguns. Þetta eru nokkuð langir dagar, en maður fær smá hvíld um miðjan dag- inn sem er bara gott,“ segir Dagbjört. Aðspurð segir hún að sér líki vinnan ágætlega, en kaupið mætti vera betra. „Ég myndi vilja hafa hærri laun, þetta eru algjör skítalaun sem messinn hef- ur. Hann hefur greinilega setið eftir í öllum kjaraviðræðum. Messinn er ekki upp á hlut eins og aðrir á skipinu heldur með föst laun sem eru mjög lág. Hvers vegna veit ég ekki, kannski hefur ekki verið jafn mikil vinna hjá messanum áður fyrr. En maður þarf alltaf að skila sínu ef hlutirnir eiga að vera í lagi. Örfirisey er einn af stærri frystitogurum landsins enn sem kom- ið er, með 27 manns í áhöfn og það er alltaf meira en nóg að gera í eld- húsinu og við þrifin,“ segir hún. „Við þurfum að koma því til næstu samn- inganefndar að hækka launin hjá messanum,“ bætir hún við. „Á sjó í allt sumar“ Dagbjört og Guðmundur verða á sjó þar til föstudaginn fyrir sjómanna- dag. Þá tekur við frítúr og síðan ætla þau að taka sér sumarfrí. En hafið er aldrei langt undan því þau ætla á veiðar í fríinu. „Við ætlum að vera á sjó í allt sumar,“ segir Dagbjört og brosir til eiginmannsins. „Ég á bát með tengdasyninum. Hann fór út á grásleppu 20. maí og við tökum við eftir að við komum í land. Við klárum grásleppuvertíðina og verð- um í júlí og jafnvel eitthvað í ágúst á strandveiðunum,“ segir hann. Verð- ur það langt því frá fyrsta sumarið þeirra á trillunni. „Ég fór fyrst á grá- sleppu 1987 með tengdapabba, tvær eða þrjár vertíðir. Svo höfum við róið fyrir aðra og þangað til Krist- björg var keypt 2011,“ segir Dag- björt. „Í fyrra tók Dagbjört sér aukafrí og tók við mér á grásleppunni með tengdasyninum þegar ég fór aft- ur út á sjó. Það kom best út fyrir okkur tekjulega séð,“ segir Guð- mundur. „Árið þar á undan fór ég með Gumma og tengdasyninum til skiptist eftir því hvor er í fríi,“ bæt- ir hún við. „Þetta hefur komið mjög vel út. Vertíðin í fyrra var mjög góð. Dagbjört fiskaði miklu meira en ég á seinni tímabilinu og skilaði því að við vorum í fjórða sæti yfir landið að mig minnir,“ segir Guðmundur. „Á litla bátnum okkar,“ bætir Dagbjört við, en trillan Kristbjörg er rétt innan við átta metra löng. En það er ekki það sem skiptir þau hjónin mestu máli. „Þetta er algjör draum- ur. Ég elska að vera á sjónum, þess vegna er ég að þessu,“ segir Dag- björt og brosir. Gott að vera saman á sjó Konur eru ekki margar á frysti- togurunum í íslenska flotanum og ekki ýkja margar á sjó yfirleitt. Enn sjaldgæfara verður að teljast að hjón séu saman á sjó. Raunar er ekki svo algengt að hjón vinni saman. Dag- björtu og Guðmundi líkar það aft- ur á móti afar vel. „Mér finnst það mjög gaman,“ segir Dagbjört. „En margir skilja ekki hvernig við get- um verið saman allt árið, í vinnunni og í fríunum,“ segir Guðmundur. „Mér fannst þetta stundum erfitt hér á árum áður, þegar Guðmundur var alltaf í burtu. Sérstaklega meðan börnin voru að alast upp,“ segir hún og hann bætir því við að hann hafi séð börnin stækka á tíu sentímetra fresti. Þá hafi verið róið mikið stíf- ar, stundum þrír túrar í röð áður en áhöfnin fékk frí í landi. Túrarnir hafi reyndar verið aðeins styttri en engu að síður hafi verið mun lengra á milli fríanna. „Síðan erum við auð- vitað ekki að vinna í því sama þó við séum saman um borð. Gummi er á vöktum en ég vinn á daginn. Við fáum alltaf okkar prívat tíma. Við erum ekkert límd við hvort annað á sjónum þannig að við fáum aldrei leið á hvort öðru,“ segir Dagbjört og brosir. Hún kveðst ekki hafa yfir neinu að kvarta verandi eina konan um borð á Örfiriseynni. Vinnufélag- arnir séu upp til hópa góðir menn og henni líði vel um borð. Það sé heldur að börnunum hennar finnist þetta ekki passa. „Þeim finnst eitt- hvað skrítið við að mamma þeirra sé á frystitogara,“ segir Dagbjört. „Ég held nú að þar spili mikið inn í að geta ekki fengið barnapössun hve- nær sem er,“ skýtur Guðmundur inn í og þau skella upp úr. „En við erum þá bara meira með barnabörnin þegar við erum í landi,“ segir hún. „Mér finnst við bæði mun frjálsari með frítímann eftir að ég byrjaði líka á sjónum. Þegar ég var til dæm- is að vinna á sjúkrahúsinu þá var ég á vöktum, vann aðra hverja helgi og oft á nóttunni. Þá gátum við ekki gert mikið í hans fríi. Núna getum við gert hvað sem er og ferðast eins og okkur sýnist í fríunum, því við eigum alltaf mánuð í einu fyrir okk- ur,“ segir Dagbjört. Aldrei sjóhrædd Þegar hún lítur til baka segir hún árin tvö á Örfirisey hafa verið mik- ið ævintýri. „Ekki bara sjómennsk- an heldur margt annað. Það bilaði hjá okkur í síðasta túr og við vor- um dregin til Noregs. Þá fóru all- ir heim nema vélstjórarnir, kokk- urinn, við og einn til. Við nýttum dagana bara til að spóka okkur um í Hammerfest. Fengum smá auka frí til að skoða okkur um, sem var mjög gaman,“ segir hún. „Það bil- aði einu sinni áður þegar við vorum í rússnesku lögsögunni. Þá héngum við í sjö daga aftan í olíuskipi á leið- inni til Noregs. Það var löng sigl- ing,“ bætir hún við. En hefur veðr- ið aldrei sett strik í reikninginn? „Jú, við höfum nú stundum lent í vondum veðrum. En það er svo ótrúlegt með mig að ég verð aldrei sjóhrædd. Sama hvernig veðrið er þá finn ég ekkert fyrir því og finnst ég alltaf örugg á sjónum,“ seg- ir Dagbjört. „Í einni brælunni þá man ég eftir því að hafa verið næst- um upprétt í kojunni,“ segir hún og hlær við. „Þá er maður með svona langan svamp sem maður notar til að skorða sig af í kojunni, hjásvæfa kallast hann. Síðan heldur maður bara áfram að reyna að sofa,“ bætir hún við létt í bragði. Upplifun fyrir alla En er sjómennskan eitthvað sem hún myndi mæla með fyrir aðra að prófa? „Já, ég held það sé upp- lifun fyrir alla að prófa að vera á sjó. Mér líður að minnsta kosti alltaf rosalega vel á sjónum. Mað- ur getur kúplað sig frá öllu. Allir dagarnir eru eins, til þess að gera. Lét drauminn rætast og réði sig á frystitogara: „Sjórinn hefur alltaf heillað mig“ Dagbjört Bæringsdóttir, messi á Örfirisey. Dagbjört ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Gunnlaugssyni, á heimili þeirra í Stykkishólmi. Hjónin eru saman í áhöfn frystitogarans og hafa um margra ára skeið róið saman á grásleppu. Örfirisey RE er einn af frystitogurum HB Granda og með þeim stærri í íslenska flotanum, með 27 manns í áhöfn. Ljósm. úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.