Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 50

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 50
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201850 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Hann kemur út á svalainngang- inn um leið og ég labba inn á þriðju hæðina úr stigaganginum á nýju þriggja hæða fjölbýlishúsi við Asp- arskóga á Akranesi. „Það er eitthvað samband á milli okkar nafni, ég fann á mér að þú værir að koma,“ segir Haraldur Jónsson, sjómaður í rúm- lega hálfa öld. Alltaf kallaður Haddi Jóns, fæddur og uppalinn Akurnes- ingur, sem hefur samt þvælst víða. „Mesti þvælingurinn var þegar rugl- ið var sem mest. Þá var það sjó- mennska í nokkrum verstöðvum og verbúðalíf með öllu því sukki sem því fylgdi, það var rosalegt líf,“ segir hann. Við setjumst niður að spjalla í nýrri og fallegri íbúð Hadda Jóns og Sollu, Sólveigar Jóhannesdóttur eig- inkonu hans. Þau fluttu inn í þessa íbúð í janúar síðastliðnum eftir að hafa selt óðalið sitt Móa undir Akra- fjalli með einu símtali. Hann seg- ist kominn í land eftir að hafa verið síðasta aldarfjórðunginn á frystitog- ara en eitt fyrsta verkið eftir að hann kom í land var þó að kaupa trillubát með Guðmundi bróður sínum og syni hans. Nú er hann á grásleppu og fer svo á strandveiðar. Það er ekki sjómennska í augum þessa sjóhunds, eins og oft var sagt um þá hörðustu í sjómennskunni. Haddi Jóns er bú- inn að reyna margt í lífinu. Áföllin hafa dunið á honum hvert af öðru og hann getur verið stoltur af því að standa uppréttur í dag með allt sitt á hreinu. Sextíu og sjö ára gamall felst hann á að rifja ýmislegt upp, búinn að vera edrú í 36 ár. Æskuvinirnir með grásleppuútgerð Sem barn og unglingur bjó Haddi með foreldrum og systkinum á Vesturgötu 26 beint á móti Bíó- höllinni. „Já, þar er ég fæddur og uppalinn. Foreldrar mínir voru þau Jón Guðmundsson sjómaður og Ásta Haraldsdóttir verkakona. Pabbi var alltaf á Fiskiversbátun- um þegar ég var að alast upp og mamma vann hjá HB&Co. Ég er fjórði í röðinni af fimm systkinum. Elst var Helga, sem nú er látin, svo Elsa, síðan Guðrún, þá ég og yngst- ur er svo Guðmundur Páll. Við ól- umst upp við leiki og störf eins og gekk og gerðist á Skaganum þá. Fjaran og bryggjurnar voru leik- völlurinn minn og fyrstu kynnin af sjómennskunni hjá mér voru þegar ég og nágranni minn og besti vin- ur, Sveinn Sturlaugsson, fórum að gera út á grásleppu tólf ára gaml- ir. Svenni hafði yfir að ráða göml- um björgunarbáti af Sveini Guð- mundssyni AK með utanborðsmót- or og á honum vorum við á grá- sleppunetum í tvö vor og lögðum upp hrognin hjá Ásgeiri gamla, sem hafði hrognamóttökuna og söltun þeirra í einu af Fiskivershúsunum neðst á Vesturgötunni.“ Fjórtán ára sjóveikur á humarveiðum Þarna var grunnurinn lagður. Haddi ætlaði sér alltaf að verða sjómaður og fermingarárið þegar hann varð fjórtán ára, 1964, var hann fyrst munstraður á bát upp á hálfan hlut. „Ég fór á Sæfaxa með Dóra á Sig- urðsstöðum en Fiskiver gerði þenn- an bát út. Við vorum á humri fyrir Suðurlandinu og þetta var í fyrsta sinn sem humarinn var slitinn um borð. Við sem ráðnir vorum upp á hálfan hlut vorum í því og mér leiddist þetta rosalega. Við vorum mest að veiðum út af Vík í Mýrdal og ég var alveg rosalega sjóveikur, ældi oft á dag og varð því hálf þrek- laus. Sjóveikin varð til þess að ég entist ekki þarna um borð nema í um tvo mánuði. Þá fór ég í niður- suðuna hjá Ingimundi því ég hafði flosnað upp úr skóla á þessum tíma. Næst fór ég svo á Akraborgina elstu, mig minnir að það hafi ver- ið haustið 1965. Guðjón Vigfússon var skipstjóri en Þórður, sem verið hafði áður, leysti hann af og Krist- inn á Krókatúninu var stýrimað- ur. Á þessum árum var Akraborg- in geymd í Reykjavík á næturnar og maður stóð næturvakt fjórðu hverju nótt. Þarna um borð í Akraborginni náði ég að sjóast og sjóveikin hefur ekki plagað mig síðan.“ Hákarlar klipptu lúðuna af línunni við Grænland Næst lá leiðin á einn af þekktustu fiskibátum Akurnesinga á árum áður, Rán AK. „Þar byrjaði ég hjá flottum skipstjóra, Helga Ibsen og ég átti eftir að koma oftar við sögu á Ráninni, bæði hjá Inga heitnum á Rein og Ármanni Stefánssyni. Ár- mann var matsveinn þegar ég kom fyrst á Ránina en var svo orðinn út- gerðarmaður hennar og skipstjóri þegar ég var síðast þar. Í upphafi var ég eina vertíð á Ráninni og svo lá leiðin yfir á Sigurborgu SI-275, með Þórði Guðjónssyni skipstjóra en Þórður og Þráinn Sigurðsson áttu hana og gerðu út frá Akranesi. Við fórum á lúðu við Austur-Grænland og fórum með 48 bala af línu með okkur en komum með fimm bala til baka, hitt fór undir hafís. Aflinn var ekki beisinn, sex tonn eftir þrjá vik- ur. Við vorum með stóra króka en mig minnir að það hafi verið tveir og hálfur faðmur milli króka. Svo beittum við keilu og öðru sem kom upp með lúðunni á þessum veiðum. Við fórum tvo svona þriggja vikna túra og þá var sjálfhætt, þetta var enginn afli en feiknarvænar lúður. Það var hins vegar mikið um að við fengjum bara hausana upp, hákarl- inn var búinn að klippa hana í sund- ur. Línan lá yfirleitt í svona sjö tíma. Við vorum þarna alveg við ísröndina og oftast í svarta þoku. Svo þegar ís- inn fór af stað var ekkert annað að gera en forða sér svo menn festust ekki í ísnum og þess vegna töpuðum við svona mikilli línu.“ Í vikutúrum á 38 tonna báti Þetta var ekki í eina skiptið sem Haddi fór á lúðuveiðar. „Seinna fór ég svo með Gísla á Jóni Finnssyni á lúðuveiðar og þá vorum við bara við Eyjar og á Kötlugrunninu og það var mokfiskirí. Þá drógum við allan sólarhringinnn. Þar var þetta bara eins og á togurunum, sex tíma vakt- ir. Svo réði ég mig á 38 tonna pung í Vestmannaeyjum, fyrst á humar- veiðar um sumarið í Hávadýpinu og svo fórum við á þessum pung á lúðuveiðar um haustið. Það var ekki beisinn aðbúnaður þarna um borð, ekki einu sinni klósett og við vorum í vikutúrum, vorum mest út af Vík í Mýrdal og á þeim slóðum í mok- fiskiríi. Það voru lagðar um tutt- ugu lóðir undir kvöld, svo var lagst við ankeri og við byrjuðum að draga klukkan sjö á morgnanna. Það voru bræður Matthíassynir sem áttu þennan bát. Skipstjóri var Ingólfur Matthíasson og Sveinn bróðir hans var háseti, síðan var vélstjóri og við tveir hásetarnir; ég og Guðlaugur Friðþórsson sem frægur varð seinna fyrir að synda til lands í Eyjum eftir að Hellisey fórst. Á heima á Vesturgötu þrjú strik upp á vegg „Á þessum árum var ég líka á bát- um frá Akranesi og ég man eftir einu spaugilegu atviki en þá voru við á einhverjum Skagabátnum í landlegu í Vestmannaeyjum. Þetta var fyrir gos og þá var veitingastaður í Vest- mannaeyjum sem var kallaður Litli Hressó og var svona í svipuðum stíl og Hressingarskálinn í Reykjavík. Þarna mátti ekki vera með áfengi frekar en þar en stelpurnar sáu þeg- ar við vorum að blanda út í kaffið og í stað þess að reka okkur út þá köll- uðu þær á lögguna. Við vorum þarna þrír; ég, Guðjón Pétur í Laufási og Ingi Gunnars eða Ingi spoji eins og við kölluðum hann alltaf. Nema, það komu tvær löggur og fóru með okkur niður á stöð. Þar sat lögreglu- varðstjórinn og sagði okkur skírt að þeir vildu ekki að ungir menn væru að brjóta lög og blanda sér í glas inn á sjoppum bæjarins. Hann segist svo þurfa að skrifa okkur niður og spyr Inga að nafni sem hann segir hon- um og svo spyr hann hvar hann eigi heima og þá kom svarið „Vest- urgötu þrjú strik upp á vegg Akra- nesi,“ svaraði Ingi og varðstjórinn hreinlega trylltist við þetta svar og sagði lögregluþjónunum að setja okkur inn í klefa en Ingi reyndi að róa hann með því að segja honum að þetta væri satt því hann ætti heima á Vesturgötu 111. Þá trylltust hin- ar löggurnar úr hlátri en varðstjór- inn hætti við að setja okkur inn og sagði þeim að keyra okkur um borð í bátinn og segja skipstjóranum að hleypa okkur ekki í land aftur. Þegar við komum svo niður á bryggju var Ninni vélstjóri í brúarglugganum og Ingi kallar strax á hann: „Ninni skip- stjóri, komdu aðeins hérna niður,“ en þá kom Gaui Pétur út úr löggu- bílnum og þegar hann sér Ninna segir hann „Nei hvað segir vélstjór- inn?“ Þetta var nóg til þess að aftur sprungu lögregluþjónarnir úr hlátri og þeir hleyptu okkur bara um borð Hætti á frystitogara eftir aldarfjórðung þar og keypti sér smábát Haraldur Jónsson sjómaður á Akranesi hefur reynt ýmislegt á lífsleiðinni Haraldur Jónsson á svölunum heima hjá sér í nýju íbúðinni við Asparskóga. Haddi og Solla á mannamóti fyrr í vor. Ljósm. mm. Um borð í Ráninni. F.v. Haraldur Jónsson, Pétur Óðinsson og Arinbjörn Pétursson. Áhöfnin á Ráninni á lokadag eftir að Ármann útgerðarmaður hafði komið með veisluföng um borð. F.v.: Fjölnir Þorsteinsson, Eyvindur Eiðsson, Garðar Ellertsson, Haddi, Ingi Rúnar Ellertsson skipstjóri, Jakob Sigurðsson og Kristján Eðvarðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.