Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201824 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn „Mér líður alltaf eins og ég sé að fara í frí þegar ég fer út á sjó,“ seg- ir Jóhann Ómar Þorsteinsson þeg- ar blaðamaður sest á móti honum á heimili hans á Akranesi með rjúk- andi kaffibolla. „Ég þarf ekkert að gera nema vakna og vinna. Annars er eldað fyrir mig og ég er meira að segja vakinn.“ Hann segir húsverk- in, búðarferðirnar og störf heimilis- ins í landi vera kröfumeiri vinna en sjómennskan. Jóhann, eða Jói eins og hann er kallaður, fer á sjó á skip- inu Kleifabergi RE 70. Kleifaberg hefur í mörg ár verið eitt aflahæsta skip landsins og slegið fjöldamörg met. Skipið er smíðað árið 1974 í Póllandi og er því fjörutíu og fjög- urra ára gamalt á þessu ári. Jói byrj- aði að fara á sjó rétt upp úr tvítugu. Hann er alinn upp á Akureyri þaðan sem hann fór í sveit til ömmu sinn- ar og afa til að aðstoða við sauðburð á vorin, var í sveit á sumrin og fór á snjóbretti á veturna. Hann kláraði nám í Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri, bæði stúdentspróf af nátt- úrufræðibraut og málarann. Í dag starfar hann sem málari þegar hann er í landi. „Ég er á Selfossi núna, að sparsla og svona,“ segir hann. „Ég myndi ekki vilja gera það að fullri vinnu. Það hentar mér vel að vera á sjó.“ Hann er í óvenju löngu fríi þetta vorið, þar sem Kleifabergi þurfti að fara í slipp. Frægt skip Á Kleifaberginu starfar að stórum hluta sama áhöfn og hefur verið á skipinu í mörg ár. „Þetta er að upp- laginu til Ólafsfirðingar.“ Jói fór sinn fyrsta túr með skipinu fljótlega upp úr tvítugu, þegar skipið gerði út frá Ólafsfirði. Síðan hafa orðið eigenda- skipti þegar Brim hf. keypti Kleifa- berg árið 2013 og það er nú gert út frá Reykjavík. Mannskapurinn á skipinu hefur samt litlum breyting- um tekið og hópurinn er þéttur og samheldinn. „Þetta er ótrúlega góð áhöfn, góður mórall og góður skip- stjóri,“ segir Jói. Hann hefur aldrei langað að kanna skipsfjalir annarra skipa og hefur haldið sig við Kleifa- bergið í fimmtán ár. „Menn halda oft að grasið sé grænna hinum meg- in.“ Skipsandinn er í raun svo góð- ur að í fjöldamörg ár var Kleifaberg- ið með húsbandið Roðlaust og bein- laus. Tilvera hljómsveitarinnar gerði frístundirnar léttari og áhöfnin var á tímabili mjög söngelsk. Gerð var heimildarmynd um áhöfnina sem var frumsýnd árið 2011. Hljóm- sveitin Roðlaust og beinlaust hefur gefið út fjölda geisladiska og jólalag- ið þeirra Út á sjó, út á sjó, út á sjó varð ansi vinsælt á sínum tíma. Jói sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir félögum sínum á skipinu. „Við pössum vel saman og það vita allir hvað þeir eiga að gera,“ segir hann og brosir létt. Fjölskyldulífið og sjómennskan Kleifaberg RE 70 er frystitogari og eins og áður segir er skipið rúmlega fjörutíu ára gamalt. „Skipið er samt í toppstandi og er vel við haldið,“ segir Jói. Algengast er að skipið fiski á Halamiðum eða við Barentshaf. Algengasti tími á hverjum túr er um tuttugu og sex dagar en getur farið upp í fjörutíu daga. „Ég væri alveg til í að vera svona tíu daga í burtu,“ segir Jói en viðurkennir þó að ef hann ætti ekki fjölskyldu þá væri hann sennilega alltaf úti á sjó. Jói og konan hans, Hrafnhildur Harð- ardóttir, kynntust á Akrueyri þegar þau bjuggu bæði þar. Í dag búa þau á Akranesi ásamt tveimur sonum en fyrir á Jói líka eina dóttur á þrett- ánda ári sem býr í Reykjavík. „Við bjuggum í Reykjavík á tímabili, til að fylgja eftir barnsmóður minni,“ segir hann en bætir við að hon- um þyki mun betra að búa á Akra- nesi þar sem konan hans hefur alla sína fjölskyldu, þar sem hún er ætt- uð þaðan. Synir þeirra eru tveggja og fjögurra ára gamlir og þekkja lít- ið annað en að pabbi fari reglulega á sjó og sé í nokkurn tíma í burtu. „Ég er stundum í burtu í þrjátíu daga og það má ekkert vera lengur en það. Grænlendingar og Færeyingar geta verið mikið lengur, með millilend- ingu. En ég myndi ekki vilja vera lengur.“ Strembið vaktaplan Á Kleifaberginu eru sex tíma vakt- ir enn við lýði. Sjómennirnir hafa frí í sex tíma og vinna í sex tíma. Al- gengara er að áhafnir vinni á átta tíma vöktum á dag og hafa flest skip breytt vaktaskipulagi þannig. Jói segir að hann væri alveg til í að fara yfir á átta tíma vaktir en fær- ir svo líka góð rök fyrir því að það séu enn sex tíma vaktir. „Þegar mað- ur er búinn að vinna í sex tíma þá er maður voðalega feginn að þurfa ekki að bæta þessum tveimur tímum við. Maður er alveg búinn á því eft- ir sex tíma.“ Það hefur því sína kosti og galla að vinna á sex tíma vöktum. „Ég væri alveg til í átta tíma vakt- ir,“ segir hann og brosir. Svefnvenj- ur verða því töluvert frábrugðn- ar því sem maður á að venjast uppi á landi, þar sem sofið er einu sinni á sólarhring. „Ég sef aldrei nema í fjóra til fjóra og hálfan tíma í einu en ég sef heldur aldrei betur en úti á sjó. Ég næ alveg níu tíma svefni á sólarhring, þótt ég taki það í tveim- ur hollum. Ég er orðinn svo vanur þessu að ég held ég detti strax í djúp- svefn,“ segir hann hugsandi og bætir við að hann dreymi aldrei meira en úti á sjó. Vandræðin hefjist svo þegar hann kemur aftur í land. „Þá fer ég kannski að sofa á miðnætti en vakna klukkan fjögur eða fimm.“ Slæmt veður á miðunum Kleifabergið fer um þrjá túra í Bar- entshafið á ári. Ferðin út á miðin við Rússland tekur um fjóra til fimm daga og einu sinni tók það þá viku að komast út, en þá var farið lengra en venjulega. „Ég held við förum aldrei þangað aftur,“ segir hann ef- ins. Veður geti verið válynd á þess- um slóðum, sérstaklega á veturna. „Við erum stundum sendir út til að berja ís af skipinu á veturna,“ segir Jói. Það sé gert sem varúðarráðstöf- un til að koma í veg fyrir að skip- ið velti. „Annars fer maður lítið út þegar maður er úti á sjó, nema þegar maður fer út að hífa.“ Hann segir að suma túra sé mikið vagg og áhöfn- in sé á stöðugri hreyfingu. „Stund- um vaknar maður á gólfinu,“ seg- ir hann og hlær. Hann man eftir því að einu sinni fékk Kleifabergið á sig það mikinn brotsjó að listar á göngum skipsins losnuðu. „Þá hef- ur skipið eitthvað beyglast í hama- ganginum.“ Fuglalíf um borð Þrátt fyrir að áhöfnin fari lítið út undir bert loft á meðan á túrnum stendur hefur það oft komið fyrir að náttúran finnur sér leið inn í skipið. Til dæmis hafa smáfuglar sem villt- ust af leið fengið lífsbjörg í höndum skipverjanna. „Þeir eru svo gæfir að maður getur klappað þeim.“ Jóa er minnisstætt þegar fálki fékk húsa- skjól hjá skipverjum stóran hluta úr túrnum. „Hann var hjá okkur í al- veg tuttugu daga og við gáfum hon- um lambakjöt allan tíman. Hrátt lambakjöt,“ segir Jói. „Hann hefur örugglega borðað hátt í tíu lamba- læri á þessum tíma.“ Hann viður- kennir þó að magn lambalæranna sé nokkuð ónákvæmlega reikn- að hjá sér og ekkert víst að fálkinn hafi étið svo mikið. „Hann bragg- aðist samt fljótt. Fálkagreyið hef- ur eflaust ruglast eitthvað í hausn- um fyrst hann flaug svona langt út á haf,“ segir Jói og bendir á að þeir hafi fundið hann mjög langt frá landi. Fálkinn fékk griðarstað í Húsdýragarðinum þegar Kleifa- bergið kom í höfn á Íslandi aftur. Fuglinn var mjög illa farinn eftir volkið úti á hafi, en var þó í þokka- legu ástandi eftir gott atlæti skip- verjanna. Hann náði fullum bata. Stöðugar endurbætur Jóa líður vel úti á sjó. Þar finn- ur hann sinn frið, þótt vinnan sé mikil og erfið oft á tíðum. Á síð- ust árum hefur þó margt verið gert til að auðvelda vinnu sjómanna og gera hana auðveldari. Það sem af er ári hafa engin dauðsföll orð- ið vegna sjóslysa og vonandi að svo verði áfram. „Það er ekkert langt síðan talstöðvarnar komu,“ segir Jói og á við talstöðvarnar sem eru í hjálmum sjómanna í dag. „Þegar ég byrjaði á Kleifaberginu vorum við ekki í björgunarvestum og ekki í samskiptum við brú. Skipstjórinn kom stundum út í hurð og öskraði eitthvað og maður heyrði ekkert.“ Samskipti á dekkinu hafi líka verið erfið, sérstaklega ef veður var vont. Með nýju hjálmunum eru samskipti gerð mikið auðveldari. Þá séu allir sjómenn núna í líflínu, með björg- unarvesti og talstöð í hjálminum. Jói hefur sjálfur aldrei orðið vitni að alvarlegu vinnuslysi um borð í Kleifabergi. „Það er fátítt að það séu slys um borð.“ Eflaust má þar þakka að alltaf er unnið að betrum- bótum um borð í þessu rúmlega fjörutíu ára gamla skipi. „Ef eitt- hvað er að þá skrifum við það niður og það er lagað undir eins.“ klj/ Ljósm. Bjarni Hjaltason. „Það hentar mér vel að vera á sjó“ Hefur verið fjórtán ár á Kleifaberginu Jói hefur verið á sjó í fjórtán ár og kann mjög vel við sig um borð í Kleifabergi RE 70, sem Brim hf. gerir út frá Reykjavík. Kleifaberg RE 70 hefur í nokkur ár verið á meðal aflahæstu skipa á Íslandi. Hér eru skipverjar að störfum. Jói segir að öryggismál á sjó hafi batnað mikið á síðustu árum. Talstöðvar í hjálmunum séu t.d. mikil bót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.