Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 70

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 70
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201870 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvernig fiskur finnst þér bestur? Spurni g vikunnar Bjarni Guðmundsson Gamla góða ýsan Ólöf Ólafsdóttir Þorskur Hörður Árnason Þorskur Bjarni Maron Sigurðsson Ýsa Sigurður B. Sólbergsson Rauðspretta (Spurt á Akranesi) Davíð Ásgeirsson, Atli Aðalsteins- son, Kristján Örn Ómarsson og Arnar Smári Bjarnason hafa samið við Skallagrím um að leika með lið- inu í Domino‘s deild karla í körfu- knattleik næsta vetur. Davíð tekur skóna af hillunni eftir stutt hlé frá körfuknattleiks- iðkun. Hann lék síðast með Skalla- grími veturinn 2016 til 2017, þar sem hann skoraði 3,5 stig og tók 2,1 frákast að meðaltali í leik. Davíð er fæddur árið 1993 og leikur stöðu bakvarðar. Atli er 24 ára gamall og leikur einnig stöðu bakvarðar. Hann skor- aði 2,5 stig að meðaltali í leik og gaf 2,1 stoðsendingu á liðnum vetri í liði Skallagríms sem hampaði deild- armeistaratitlinum í 1. deild karla. Kristján Örn er 21 árs gamall framherji sem skoraði 5,7 stig og tók þrjú fráköst með meistaraflokki síðasta vetur. Hann lék lykilhlut- verk í liðin unglingaflokks karla sem komst í átta liða úrslit Íslandsmóts- ins og var valinn mikilvægasti leik- maður unglingaflokks. Arnar Smári er fæddur árið 2000 leikur stöðu bakvarðar. Hann lék stórt hlutverk í bæði drengja- og unglingaflokksliðum Skallagríms síðasta vetur, auk þess að hafa kom- ið við sögu í nokkrum leikjum með meistaraflokki. kgk/ Ljósm. skallar.is. Skallagrímur semur við fjóra leikmenn Davíð Ásgeirsson og Atli Aðalsteinsson. Kristján Örn Ómarsson og Arnar Smári Bjarnason. Leikið verður í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í dag og á morgun. Þar munu þrjú Vesturlandslið etja kappi; ÍA, Vík- ingur Ó. og Kári. ÍA og Víkingur Ó. leika bæði í kvöld, miðvikudaginn 30. maí. ÍA mætir úrvalsdeildarliði Grindavík- ur á útivelli og Víkingur Ó. heim- sækir Fram. Báðir þessara leikja hefjast kl. 19:15. Á morgun, fimmtudaginn 31. maí, mætir 2. deildar lið Kára úrvals- deildarliði Víkings R. Sá leikur fer fram í Akraneshöllinni kl. 19:15. Á föstudag og laugardag verður leikið í 16 liða úrslitum Mjólkur- bikars kvenna, en Vestlendingar eiga enga fulltrúa þar eftir að ÍA féll úr leik fyrr í mánuðinum. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Keppt í Mjólkurbikarnum Borgnesingurinn Bjarki Pétursson og félagi hans Gísli Sveinbergsson luku á mánudag keppni á NCAA úrslitamótinu í bandaríska háskóla- golfinu. Báðir leika þeir fyrir Kent State háskólann. Þeir félagar voru aðeins hársbreidd frá því að kom- ast áfram í holukeppnina, en aðeins munað tveimur höggum á þeim og næsta liði sem fór áfram. Leiknir voru fjórir höggleiks- hringir og skorið niður eftir þrjá hringi. Þá voru piltarnir frá Kent State háskólanum í áttunda sæti og ljóst að mikil barátta yrði um að komast áfram í holukeppnina. Fór svo að lokum að liðið lauk leik á 19 höggum yfir pari, tveimur höggum á eftir Texas A&M sem þar með hreppti áttunda sætið og komst áfram í mótinu. kgk Bjarki og félagar komust ekki áfram Bjarki Pétursson kylfingur. Ljósm. úr safni. Þriðjudaginn 22. maí var skrifað undir framkvæmdasamning milli Akraneskaupstaðar og Skotfélags Akraness. Um er að ræða fjárhags- stuðning vegna framkvæmda á at- hafnasvæði félagsins. Snúa þær að því að koma upp vatni og hreinlæt- isaðstöðu, leggja rafmagn á svæðið í stað þess að nota ljósavél og girða hluta svæðisins betur af. Bæjarráð samþykkti fjárveitinguna í lok mars en áætlað er að framkvæmdirnar kosti um fimm milljónir króna. Skotfélag Akraness er ört stækk- andi íþróttafélag innan vébanda Íþróttabandalags Akraness. Virk- ir félagsmenn eru í dag um eitt hundrað talsins, bæði konur og karlar. Félagið státar í dag af bikar- meistara og landsliðsmanni í hagla- byssuskotfimi. Haldin hafa verið landsmót og Íslandsmeistaramót í haglabyssuskotfimi á félagssvæði Skotfélags Akraness, sem og skot- vopnanámskeið ásamt hæfnisprófi fyrir hreindýraveiðimenn. Lands- liðsæfingar bæði karla og kvenna hafa verið haldnar á svæðinu, þar sem bestu skotmenn landsins koma saman. kgk Bærinn styður við fram- kvæmdir Skotfélags Akraness Guðrún Hjaltalín, formaður Skotfélags Akraness og Sævar Freyr Þráinsson bæjar- stjóri handsala samninginn. Ljósm. akranes.is. Hinir árlegu Akranesleikar í sundi fara fram dagana 1. - 3. júní næst- komandi Synt verður í Jaðarsbakk- laug á Akranesi. Mótið er stiga- keppni milli félaga þar sem fyrstu fimm keppendur í hverri grein fá stig. Í boðsundum er stigagjöfin tvöföld. Stigahæsta liðið stendur síðan uppi sem sigurvegari móts- ins. Alls hafa 302 keppendur frá 13 félögum boðað komu sína á mót- ið, þar af eitt sundfélag frá Kanada. Akranesleikarnir hefjast kl. 15:00 á föstudaginn og áætlað er að keppni ljúki kl. 16:00 á sunnudag. kgk Akranesleikarnir um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.