Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 71

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 71
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 71 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skagakonur unnu góðan útisigur á Fjölni, 2-3, þegar liðin mættust í þriðju umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu á sunnudag. Unnur Ýr Haraldsdóttir, fyrirliði ÍA, gerði sér lítið fyrir og skoraði öll þrjú mörk liðsins í leiknum. Fyrri hálfleikur einkenndist af baráttu en ÍA liðið var heilt yfir sterkara. Skagakonur sköpuðu sér nokkur ágætis marktækifæri en tókst ekki að nýta þau. Færi heima- liðsins voru fá og engin teljandi ógn af sóknartilburðum þeirra. Staðan í hálfleik var því markalaus. Skagakonur juku kraftinn í sókn- inni í síðari hálfleik og komust yfir á 58. mínútu þegar Unnur skor- aði sitt fyrsta mark í leiknum. Að- eins tveimur mínútum síðar skor- aði hún aftur og ÍA liðið komið í ákjósanlega stöðu. En Fjölnisliðið sneri vörn í sókn og náði að minnka muninn á 73. mínútu með marki frá Söru Montoro. Vonir Fjölnis um að fá eitthvað út úr leiknum urðu hins vegar að engu þegar ÍA var dæmd vítaspyrna á 78. mínútu. Unn- ur steig á punktinn og fullkomn- aði þrennuna af miklu öryggi. ÍA leiddi með þremur mörkum gegn einu allt þar til á lokaandartökum leiksins að Stella Þóra Jóhannes- dóttir minnkaði muninn í 2-3. Þar við sat og ÍA komið í annað sæti deildarinnar með níu stig eftir sig- ur í fyrstu þremur leikjunum, jafn mörg og topplið Fylkis og tveimur stigum meira en Keflavík í sætinu fyrir neðan. Næsti leikur ÍA er heimaleikur gegn Þrótti R. Sá leikur fer fram fimmtudaginn 14. júní á Akranes- velli. kgk Unnur Ýr með þrennu í sigri ÍA Fyrirliðinn Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði öll þrjú mörk ÍA. Ljósm. úr safni/ gbh. ÍA og Njarðvík skildu jöfn, 2-2, í fjórðu umferð 1. deildar karla í knatt- spyrnu. Leikið var á Akranesi á föstu- dag. Gestirnir fengu óskabyrjun og komust yfir strax á 4. mínútu leiks- ins. Njarðvíkingar komust inn í slaka sendingu Skagamanna á miðsvæð- inu. Þeir léku sín á milli þar til Stef- án Birgir Jóhannesson fékk boltann á vinstri kanti. Hann sótti inn á miðj- una og lét skot ríða af fyrir utan teig. Skotið fór beint á Árna Snæ Ólafs- son í markinu en hann missti bolt- ann undir sig og í markið. Slæm mis- tök hjá Árna og gestirnir komnir yfir. Njarðvíkingar fengu tvö góð tækifæri til að bæta við í fyrri hálfleik en nýttu færin ekki. Skagamenn þreifuðu fyrir sér en tókst ekki að skapa sér ákjós- anleg færi fyrr en á 38. mínútu. Og það færi nýttu þeir líka. Andri Adolp- hsson sýndi þá góða taka á vinstri kantinum, sendi boltann fyrir mark- ið á Stefán Teit Þórðarson sem klár- aði færið vel. Eitt mark hafði hvort lið skorað þegar flautað var til hálf- leiks. Skagamenn voru sterkari framan af síðari hálfleik og komust yfir á 66. mínútu. Eftir aukaspyrnu barst bolt- inn út að vítateigslínunni þar sem Andri sendi hann viðstöðulaust með vinstri í bláhornið niðri og Skaga- menn komnir í 2-1. Stuttu síðar dró til tíðinda þegar Njarðvíkingar fengu vítaspyrnu. Andri Fannar Freysson steig á punktinn en þrumaði víta- spyrnunni í þverslánna. Gestirnir sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og freistuðu þess að jafna metin. Á 86. mínútu uppskáru þeir árangur erfiðis síns þegar Magnús Þór Magnússon skallaði boltann laglega í netið eftir hornspyrnu og staðan orðin 2-2. Skagamenn fengu nokkur tæki- færi á síðustu mínútunum til að stela sigrinum en náðu ekki að nýta þau. Leiknum lauk því með jafntefli og liðin fengu eitt stig hvort fyrir vikið. ÍA hefur því tíu stig eftir fyrstu fjóra leikina og situr í öðru sæti deildarinn- ar, með jafn mörg stig og HK á toppi deildarinnar. Næst leika Skagamenn í deildinni á sunndaginn, 3. júní, þeg- ar þeir mæta Fram á útivelli. Í milli- tíðinni mæta þeir hins vegar úrvals- deildarliði Grindavíkur í Mjólkur- bikarnum. Sá leikur fer fram í kvöld, miðvikudaginn 30. maí, einnig á úti- velli. kgk Jafnt á Akranesvelli Skagamenn fagna jöfnunarmarki Andra Adolphssonar. Ljósm. gbh. Víkingur Ó. vann góðan útisigur á Haukum þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu síðastlið- inn föstudag. Leiknum lyktaði með einu marki gegn engu. Leikmenn Víkings voru mun ákveðnari í fyrri hálfleik en náðu ekki að skapa sér nein afgerandi marktækifæri. Mikil harka var í leiknum á köflum og menn hikuðu ekki við að fleygja sér í tækling- ar. Besta færi fyrri hálfleiks fengu Ólafsvíkingar rétt fyrir hléið. Gon- zalo Zamorano átti þá skot sem smaug framhjá stöng heimamanna. Staðan í hálfleik var markalaus fyrir vikið. Gestirnir frá Ólafsvík voru áfram heldur sterkari í síðari hálfleik án þess þó að skapa sér nein alvöru færi fyrst um sinn. En það átti eft- ir að breytast. Á 62. mínútu fengu þeir dauðafæri þegar Kwame Quee vann boltann og Víkingar komust þrír á móti tveimur. Boltinn var sendur á Gonzalo sem skaut hátt yfir markið. Loksins tókst Ólafs- víkingum síðan að brjóta ísinn á 76. mínútu. Boltinn féll fyrir Ingiberg Kort Sigurðsson í teignum sem gat ekki annað en skorað. Haukar reyndu að snúa vörn í sókn það sem eftir lifði leiks en Víkingar voru þéttir fyrir og leyfðu þeim ekki að komast inn í leikinn aftur. Lokatölur urðu 0-1, Víkingi í vil. Víkingur krækti með sigrinum í sitt sjöunda stig í deildinni og sit- ur liðið í fjórða sæti, með jafn mörg stig og liðin í sætunum fyrir ofan og neðan. Næsti leikur liðsins í deild- inni er gegn Selfossi sunnudag- inn 3. júní næstkomandi. En fyrst mætir Víkingur liði Fram á útivelli í Mjólkurbikar karla. Sá leikur fer fram í kvöld, miðvikudaginn 30. maí. kgk/ Ljósm. úr safni/ þa. Víkingur Ó. sótti sigur til Hafnarfjarðar Káramenn gerðu góða ferð suður á Vatnsleysuströnd á fimmtudags- kvöldið og sigruðu topplið Þrótt- ar í Vogum með tveimur mörk- um gegn engu. Með sigrinum lyftu Káramenn sér upp að hlið Þrótt- ar á toppi 2. deildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki. Athygli vekur að bæði eru liðin nýliðar í 2. deild, komu saman upp eftir síðasta leik- tímabil. Reynsluboltinn Jón Vilhelm Ákason kom Kára yfir á 16. mín- útu leiksins og staðan var jöfn nær til leiksloka. Káramenn hugsuðu sér gott til glóðarinnar á 65. mín- útu þegar þeir fengu vítaspyrnu. Guðlaugur Þór Brandsson steig á punktinn en Tom Lohmann í marki Þróttar varði frá honum. Heimamenn fengu líka sín tæki- færi í leiknum og verða að telj- ast óheppnir að hafa ekki skorað í leiknum, því þrisvar sinnum björg- uðu Káramenn á línu. En inn vildi boltinn ekki og það var Kári sem átti lokaorðið þegar Ragnar Már Lárusson innsiglaði sigurinn í upp- bótartíma. Næsti deildarleikur Kára er sunnudaginn 3. júní, þegar lið- ið mætir Tindastóli. Í millitíðinni leikur Kári hins vegar gegn Pepsi deildar liði Víkings R. í 16 liða úr- slitum Mjólkurbikarsins. Báðir leik- irnir fara fram á Akranesi. kgk/ Ljósm. Knattspyrnufélagið Kári. Káramenn við topp annarrar deildar Nýverið skrifuðu fulltrúar Knatt- spyrnufélags ÍA og Íslandsbanka undir endurnýjun á samstarfs- samningi. Íslandsbanki hefur ver- ið dyggur stuðningsaðili KFÍA um margra ára skeið og með þessum samstarfssamningi mun bankinn halda áfram að styðja vel við bak- ið á knattspyrnufólki á Akranesi. Samningurinn er til tveggja ára. „Íslandsbanki hefur verið mikil- vægur stuðningsaðili við fótbolt- ann á Akranesi í mörg ár og þessi samningur festir það samstarf enn frekar í sessi. Ég vil þakka bankan- um fyrir þeirra framlag til okkar í KFÍA en án svona styrks væri ekki hægt að halda uppi eins góðu starfi í félaginu og nú er,“ sagði Magn- ús Guðmundsson formaður aðal- stjórnar KFÍA. mm Íslandsbanki styður áfram við KFÍA Valdís Eyjólfsdóttir viðskiptastjóri í Íslandsbanka, Magnús Daníel Brandsson útibússtjóri, Magnús Guðmundsson formaður KFÍA og Sævar Frey Þráinsson varaformaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.