Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201828 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Vormánuðina mars og apríl gerðu línubátar af Snæfellsnesi góða steinbítstúra við Látrabjarg, syðsta odda Vestfjarðakjálkans. Sum- ir komu með fulla báta að landi úr þessum ferðum. Einn eftirmið- daginn í apríl hringdi síminn hjá fréttaritara Skessuhorns í Snæ- fellsbæ. „Viltu gera mér greiða; já eða nei?“ Í símanum var útgerð- armaður Guðbjarts SH frá Rifi, Þorvarður Jóhann Guðbjartsson, sem jafnframt er uppáhalds frændi fréttaritara. Ekki var hægt að neita hans bón hver svo sem hún var og var svarið því að sjálfsögðu já. „En frændi, hver er svo greiðinn?“ „Þú átt að róa fyrir mig á steinbít, ég get lofað þér að það verður mjög góð ebita fyrir þessa túra,“ sagði frændi og bætti við: „Það er mokfiskerí svo þú átt von á góðu elsku frændi minn! Emil skipstjóri hringir svo í þig seinna í dag og lætur vita brott- farartíma.“ Jæja, Emil hringdi svo síðar um daginn og ákveðið var að halda út klukkan níu um kvöldið. Haldið út með 80 bala Mætt var í beitningarskúrinn rétt fyrir klukkan 21. Félagarnir Emil Freyr Emilsson og Andrzej Ko- walczyk voru í góðum gír og ákveðið var að fara með 80 bala á sjó. „Þetta þarf langa legu og því er best að taka svona marga bala með og langt er að fara, eða um fjögurra tíma sigling aðra leiðina,“ sagði Emil. Ekki var til seturnar boðið og balarnir teknir úr frystinum og auka belgir. Annað tilheyrandi tek- ið um borð í Guðbjart SH. Með mikilli útsjónarsemi Emils skip- stjóra tókst að koma öllum þessum balafjölda fyrir um borð. Steinbítsveiðar í hrygningarstoppi Á leiðinni á miðin í góðu veðri sagði Emil að nú færi í hönd þorsk- veiðibann og því væri ekki um ann- að að ræða en að fara á steinbíts- veiðar og skapa beitningarfólki og sjómönnum vinnu. „En það hefur verið mjög lágt verð á steinbítnum og varla borgað sig að róa á þetta, en við vonumst til að taka þetta á magninu. Förum sennilega of seint af stað á þessar veiðar,“ sagði Emil og bætti við að í mars hefði verið algjört mok en á þeim tíma voru þeir á þorsk- og ýsuveiðum þar sem útgerðin er vel sett í kvóta af þeim tegundum. Náttúrlega var hærra verð fyrir ýsu og þorsk á þessum tíma, en fékkst fyrir steinbítinn. „Við eigum því enga aðra kosti en fara á steinbít þótt það sé lítil ebita af þessum veiðum,“ sagði Emil og þar með lá fyrir að orð uppáhalds- frændans höfðu við takmörkuð rök að styðjast. Best að línan liggi yfir tvö fallaskipti Á útleið skelltu menn sér í koju nema skipstjórinn sem var vel vak- andi og heyrðist í honum spjalla í símann í eina fjóra tíma til þess að fá upplýsingar frá öðrum skipstjór- um um aflabrögð og hvernig þeir hefðu lagt línuna, svo ekki kæmi til að við legðum ofan í hvern ann- an. Betra er að gæta vel að þessu enda er línan sem var farið með um 24 sjómílur að lengd. Loks eft- ir fjögurra tíma stím á miðin var komið að því að leggja línuna. Tók það um tvo tíma og 40 mínútur að leggja alla þessa 80 bala. Emil segir að best sé að láta línuna liggja yfir tvö fallaskipti því svo virtist sem steinbíturinn taki beituna helst í birtingu. Rétt hjá var línubáturinn Tryggvi Eðvarðs SH að draga lín- una og að sögn skipstjórans þar um borð var aflinn hjá þeim um 200 kíló á balann, eftir langa legu. Að lögn lokinni fengu áhafnar- meðlimir að borða og svo var farið í koju því ákveðið var að láta hluta línunnar liggja í sex tíma. Að lok- um fóru uppáhaldsfrændinn og Andrzej að draga línuna og var afl- inn um 100 kíló á hvern bala sem telst ekki mjög gott, en að venju þarf línan að liggja lengur en sex tíma í sjó til þess að góður árangur náist. „Þetta er að vissu lagi ágæt- is veiðiskapur. Það þarf ekkert að blóðga steinbítinn og rennur hann beint í lestina,“ sagði Andrzej. Haldið á steinbítsveiðar á Guðbjarti SH Ekki vildi steinbíturinn alltaf hanga á línunni og því varð að nota hakann til þess að ná honum upp úr sjónum. Gert klár fyrir steinbítsróðurinn; Emil skipstóri og Andrzej matsveinn. Guðbjartur SH að veiðum. Emil á fullu að gogga. Af og til talað í símann, nóg að gera hjá honum að gefa útgerðarmanninum skýrslu um gang veiðanna. Línubáturinn Tryggvi Eðvarðs SH gerði það gott á steinbítsveiðum og aflaði vel. Andrzej að blóðga þá fáu þorska sem komu á línuna. Emil hakar inn steinbít sem hafði fallið af línunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.