Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 69

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 69
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 69 Nýfæddir Vestlendingar Borgarbyggð - miðvikudagur 30. maí Aðalsafnaðarfundur Borgarnessóknar verður haldinn í safnaðarheimilinu kl. 20:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Grundarfjörður - miðvikudagur 30. maí Gítarleikarinn Reynir Hauksson heldur tónleika í Grundarfjarðarkirkju kl. 20:30. Reynir býr í Granada á Spáni og starfar þar sem Flamencogítarleikari. Það heyrir til tíðinda að flamencotónlist sé flutt á Íslandi og ætlar Reynir að bæta úr því með tónleikaröð sinni. Mun hann flytja þekkt flamencoverk frá Andalúsíuhéraði í bland við eigin tónsmíðar. Miðasala á miði.is og við hurð. Miðaverð er kr. 2.000 og húsið opnar hálftíma fyrir tónleika. Reykhólahreppur - miðvikudagur 30. maí Náttúruganga í Hreyfiviku UMFÍ. Gengið um Einireyki-Langavatn. Þetta er um 2 km löng ganga og geta allir tekið þátt. Dalli sér um leiðsögn í göngunni. Lagt af stað frá Grettislaug kl. 17:30. Fleiri viðburðir í Hreyfiviku. Nánar á www.reykholar.is. Akranes - fimmtudagur 31. maí Eldsmíðahátíð verður haldin á svæði Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi 31. maí til 3. júní næstkomandi. Dagskráin er með hefðbundnu sniði: námskeið fyrir byrjendur sem lengra komna og sýnikennsla. Íslandsmeistaramótið í eldsmíði verður haldið á hátíðinni á sunnudaginn. Allir velkomnir að koma og fylgjast með. Akranes - fimmtudagur 31. maí Kári tekur á móti úrvalsdeildarliði Víkings R. í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Leikið verður í Akraneshöllinni frá kl. 19:15. Akranes - fimmtudagur 31. maí Gítarleikarinn Reynir Hauksson heldur tónleika á Dularfullu búðinni kl. 21:00. Reynir býr í Granada á Spáni og starfar þar sem Flamencogítarleikari. Það heyrir til tíðinda að flamencotónlist sé flutt á Íslandi og ætlar Reynir að bæta úr því með tónleikaröð sinni. Mun hann flytja þekkt flamencoverk frá Andalúsíuhéraði í bland við eigin tónsmíðar. Miðasala á miði.is og við hurð. Miðaverð er kr. 2.000 og húsið opnar hálftíma fyrir tónleika. Akranes - föstudagur 1. júní Lífið Zoe, málverkasýning Péturs Bergmann Bertol, verður opnuð í Akranesvita á föstudag. Sýningin verður opin út júnímánuð á opnunartíma vitans alla daga frá kl. 10:00 til 18:00. Akranes - föstudagur 1. júní Akranesleikarnir í sundi standa yfir dagana 1. - 3. júní næstkomandi. Synt verður í Jaðarsbakkalaug. Mótið hefst kl. 15:00 og áætlað er að keppni ljúki kl. 16:00 á sunnudag. Akranes - föstudagur 1. júní ÍA tekur á móti Þrótti R. í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Akranesvelli. Borgarbyggð - föstudagur 1. júní Gítarleikarinn Reynir Hauksson heldur tónleika á Hvanneyri Pub kl. 21:00. Reynir býr í Granada á Spáni og starfar þar sem Flamencogítarleikari. Það heyrir til tíðinda að flamencotónlist sé flutt á Íslandi og ætlar Reynir að bæta úr því með tónleikaröð sinni. Mun hann flytja þekkt flamencoverk frá Andalúsíuhéraði í bland við eigin tónsmíðar. Miðasala á miði.is og við hurð. Miðaverð er kr. 2.000 og húsið opnar hálftíma fyrir tónleika. Akranes - laugardagur 2. júní Kvennahlaup ÍSÍ. Hlaupið af stað frá Akrantorgi kl. 11:00. Upphitun hefst korteri fyrr. Að hlaupi loknu fá allir þátttakendur kvennahlaupsbol og verðlaunapening. Sjá nánar auglýsingu í Skessuhorni vikunnar. Borgarbyggð - laugardagur 2. júní Minningarhátíð á 250 ára ártíð Eggerts Ólafssonar, skálds og náttúrufræðings. Kl. 13:15 verður afhjúpað verður skilti á Eggertsflöt til minningar um Eggert og hátíðin sett. Kl. 14:00 hefst dagskrá í tali og tónum. KK syngur og Óskar Guðmundsson rithöfundur. Nánar á www.snorrastofa.is. Akranes - laugardagur 2. júní Rokktónleikar á Dularfullu búðinni. Fram koma Great Grief, xGADDAVÍRx og Pungsig. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Aðgangur er ókeypis. Vesturland - sunnudagur 3. júní Fjölbreytt dagskrá víðs vegar um Vesturlands í tilefni af sjómannadeginum. Sjá nánar umfjöllun í Skessuhorni vikunnar. Stykkishólmur - þriðjudagur 5. júní Snæfell/UDN mætir KB í 4. deild karla í knattspyrnu. Leikið verður á Stykkishólmsvelli frá kl. 20:00. Borgarbyggð - þriðjudagur 5. júní Skallagrímur tekur á móti SR í 4. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 20:00 á Skallagrímsvelli. Borgarbyggð - miðvikudagur 6. júní Tíu ára afmæli sýningarinnar Börn í 100 ár kl. 13:00 til 17:00. Nánar á www.safnahus.is. Á döfinni Húsnæði í Borgarnesi Óskum eftir 3-4 herbergja húsnæði til leigu í Borgarnesi, í síðasta lagi frá 1. september nk. Langtímaleiga væri kostur. Erum skilvís og reglusöm. Upplýsingar á majahrund@simnet.is eða í síma 848-2318, Þórir. Íbúð í Borgarnesi 37 ára karlmaður óskar eftir húsnæði í Borgarnesi eða sveitinni í kring. Er reglusamur og reyklaus með fastar tekjur. Hef meðmæli. Upplýsingar í síma 659-0879 eða á jobbi80@gmail.com. Íbúð á Akranesi Reglusöm fjölskylda óskar eftir fjögurra til fimm herbergja íbúð til leigu á Akranesi sem fyrst. Meðmæli ef óskað er. Vinsamlegast hafið samband við Albert, frkvstj. Ísfisks hf., á albert@ isfiskur.is. Welger rúlluvél Welger RP 220 rúlluvél árg.’04 til sölu. Breið sópvinda, söxunar- og stíflulosunarbúnaður, netbinding. Notkun 16.028 rúllur. Upplýsingar í síma 861-3878. Markaðstorg Vesturlands LEIGUMARKAÐUR 19. maí. Stúlka. Þyngd: 2.910 gr. Lengd: 47 cm. Foreldrar: Sólveig Ásta Bergvinsdóttir og Almar Þorleifsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 19. maí. Drengur. Þyngd: 3.628 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Erla Sigurbergsdóttir og Jón Unnar Guðmundsson, Akranesi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 23. maí. Stúlka. Þyngd: 3.682 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Lóa Guðrún Gísladóttir og Baldur Ragnars Guðjónsson, Akranesi. Ljósmóðir: Elísabet Harles. 24. maí. Stúlka. Þyngd: 3.662 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Helga Margrét Kristinsdóttir og Sveinn Karlsson, Akranesi. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. 24. maí. Drengur. Þyngd: 3.696 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Birna Björk Sigurgeirsdóttir og Birgir Þórisson, Akranesi. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. 24. maí. Drengur. Þyngd: 2.996 gr. Lengd: 48 cm. Foreldrar: Salóme María Ólafsdóttir og Reynir Þór Sigmundsson, Akranesi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 25. maí. Stúlka. Þyngd: 4.142 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Inga Rut Ólafsdóttir og Baldur Orri Rafnsson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir. 28. maí. Drengur. Þyngd: 2.592 gr. Lengd: 48,5 cm. Foreldrar: Kristjana H. Þorvarðardóttir og Eiríkur Jóhannsson, Hafnarfirði. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. TIL SÖLU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.