Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 53

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 53
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 53 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Alexander Rodriguez er 22 ára pilt- ur í Ólafsvík. Hann er á sinni fyrstu vertíð á sjó og réði sig á línubátinn Tryggva Eðvarðs SH. Aðspurður um hvers vegna ungur piltur hafi ráðið sig á sjó, svarar Alexander að hann tengist sjómennsku og flest- ir karlmenn i hans fjölskyldu séu sjómenn. „Ég hafði því sterka og mikla tengingu við sjóinn og var áður að vinna á fiskmörkuðum og þekki alla þessa karla á bátunum. Þetta eru hressir og flottir menn allt saman og gaman að heyra sög- ur frá þeim. Ég fékk svo símtal frá Gylfa Scheving Ásbjörnssyni skip- stjóra á Tryggva um hvort ég vildi koma á sjóinn og ég játti því. Mér þótti það spennandi og sló til og sé alls ekki eftir því,“ segir Alexander kátur og hress í bragði. „Þann fyrsta september fórum við á sjóinn með fjóra bala til þess að prófa græjurnar um borð. Feng- um við mikið af steinbít á þessa bala og sagði þá Gylfi að þetta yrði mikil steinbítsvertíð sem síð- ar varð raunin,“ segir Alexander og vill taka það fram að hann hafi ekki fundið fyrir sjóveiki á þessari fyrstu vertíð sinni. „Þetta var erfitt í fyrstu á sjónum. Við rérum mjög stíft í alls konar veðrum, en erum komnir með 1200 tonn á þessari vertíð. Þetta er búin að vera góð lífsreynsla, mikil vinna - og góð laun,“ segir Alexander sem kveðst ekki hafa getað byrjað með betri mönnum á sjó. „Þeir Gylfi skip- stjóri og Kjartan vélstjóri kenndu mér handtökin og voru fljótir til að kenna mér á þetta allt. Í byrjun hafði ég engan veginn undan að blóðga fiskinn, en núna er þetta allt að koma. Ég átti líka í vand- ræðum með að henda út færunum, vegna þess að þau fóru öll í flækju, en Gylfi kenndi mér það svo þetta er bara flott í dag.“ Lét gabbast af lúsinni „Jú blessaður vertu,“ segir Alex- ander aðspurður hvort skipsfélag- ar hans hafi ekki platað hann í vetur eins og þekkt er að gert er við nýliða á bátum. „Ég hafði svo sem undirbúið mig vel undir það, heyrt um flækjubókina frægu og kjölsvínið og fleiri sögur, en ég lét þessa gripi heldur betur plata mig og var alls ekki undirbúinn þegar skipsfélagarnir ásamt Emil skipstjóra á Guðbjarti SH í farar- broddi létu mig vita af lúsinni sem væri komin í bátana. Sagði Emil mér að einn skipsverji hans hafi lent á spítala út af kláða og væri lúsin komin í kojurnar og bókstaf- lega út um allt. Ég nátturlega trúði þessum öllu og fór með 20 lítra af klór af hverjum degi i heilan mán- uð í þrif á öllu bátnum og ótal lítra af sótthreinsandi efnum í lúkarinn því ekki vildi ég að þessi bölvaða lús kæmist í bátinn. Svo suðuþvoði ég fötin mín öll kvöld heima, vildi ekki fá óværuna heim! Ég var bara skíthræddur, svo ég dauðhreinsaði allt og jafnvel í brælum þegar við vorum ekki á sjó til þess að helvít- is lúsin kæmi ekki til okkar. Ég var bara í andlegu áfalli,“ sagði Alex- ander og hlær að öllu saman í dag. Allt tal um lúsina var náttúrlega hrekkur af dýrari gerðinni. „Nei, nei, þeir voru ekkert að leiðrétta mig fyrr en mánuði seinna,“ sagði Alexander, „En ég skal sko hefna mig á þeim einn daginn,“ bætir hann við og hlær. Í lokin var hinn hressi Alex- ander spurður hvort hann ætlaði að leggja sjómennsku fyrir sig: „Allavega eina vertíð í viðbót og svo sjáum svo til hvert lífið leiðir mann.“ En Alexander er nýorðinn faðir og vill reyna að sinna stúlku- barni sínu vel, en sú litla fæddist þann 1. maí síðastliðinn. af Var gabbaður eins og venjan er á fyrstu vertíð Alexander Rodriguez. Alexander ásamt skipsfélögum sínum þeim Gylfa Scheving og Kjartani Hallgríms- syni vélstjóra. Tryggvi Eðvarðs að koma í land í brælu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.