Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 56

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 56
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201856 Síðastliðinn laugardag var út- skrift í Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi þegar 65 nem- endur luku námi. Fyrir athöfn- ina lék hljómsveit skipuð nem- endum úr FVA og Tónlistarskóla Akraness ásamt Eiríki Guðmunds- syni kennara nokkur vel valin lög. Hljómsveitina skipuðu auk Eiríks: Björgvin Þór Þórarinsson, Edg- ar Gylfi Skaale Hjaltason, Eiður Andri Guðlaugsson, Halla Mar- grét Jónsdóttir, Logi Breiðfjörð Franklínsson og Sigurður Jónatan Jóhannsson. Við athöfnina voru auk þess flutt nokkur tónlistarat- riði: Eiður Andri Guðlaugsson og Halla Margrét Jónsdóttir fluttu Arioso eftir J.S. Bach; Sigurður Jónatan Jóhannsson ásamt hljóm- sveit flutti Summertime eftir Ge- orge Gershwin og Sigurður Jón- atan Jóhannsson flutti lagið Of- boðslega frægur eftir Egil Ólafs- son, Jakob Frímann Magnússon og Þórð Árnason. Karólína Andrea dúx skólans Sævar Freyr Þráinsson bæjar- stjóri afhenti námsstyrk Akranes- kaupstaðar en hann hlaut Karól- ína Andrea Gísladóttir sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræða- braut og er jafnframt dúx skólans að þessu sinni. Við athöfnina fékk Hilmar Örn Jónsson verðlaun fyrir framúrskarandi námsárang- ur í raungreinum úr sjóði Guð- mundar P. Bjarnasonar en Hilm- ar útskrifaðist sem stúdent af nátt- úrufræðabraut í desember 2017. Katarína Stefánsdóttir fékk verð- laun fyrir ágætan árangur í verk- legum greinum sem Katla Halls- dóttir og Ína Dóra Ástríðardótt- ir gáfu. Menntaverðlaun Háskóla Íslands voru veitt í fyrsta sinn og þau hlaut Sandra Ósk Alfreðsdótt- ir sem útskrifaðist sem stúdent af náttúrufræðabraut. Verðlaun fyr- ir framúrskarandi árangur í raun- greinum, sem Háskólinn í Reykja- vík gefur, hlaut dúxinn Karólína Andrea Gísladóttir. Önnur verðlaun og viðurkenningar Eftirtaldir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyr- ir ágætan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga: Aldís Eir Valgeirsdóttir fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson). Atli Vikar Ingimundarson fyr- ir störf að félags- og menningar- málum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson). Auðun Ingi Hrólfsson fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson). Birta Ketilsdóttir fyrir ágætan ár- angur í þýsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands). Dagmar Sara Bjarnadóttir fyr- ir ágætan árangur í þýsku (Fjöl- brautaskóli Vesturlands). Edgar Gylfi Skaale Hjaltason fyrir ágætan árangur í íþróttum (Fjöl- brautaskóli Vesturlands) og fyr- ir störf að félags- og menningar- málum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson). Eggert Halldórsson fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson). Erna Elvarsdóttir fyrir ágætan ár- angur í efnafræði og líffræði (So- roptimistasystur á Akranesi). Eva María Jónsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku (Fjöl- brautaskóli Vesturlands); fyrir ágætan árangur í íslensku (Rótarý- klúbbur Akraness); fyrir ágætan árangur í raungreinum (Norðurál) og fyrir störf að félags- og menn- ingarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson). Guðbrandur Tumi Gíslason fyr- ir ágætan árangur í sérgreinum húsasmíði (Trésmiðjan Akur). Hjördís Brynjarsdóttir störf að fé- lags- og menningarmálum (Minn- ingarsjóður um Karl Kristin Krist- jánsson). Karítas Líf Elfarsdóttir fyrir ágæt- an árangur í spænsku (Fjölbrauta- skóli Vesturlands). Karólína Andrea Gísladóttir fyr- ir framúrskarandi árangur í stærð- fræði (Íslenska stærðfræðifélag- ið); fyrir ágætan árangur í íslensku (Landsbankinn á Akranesi); fyrir ágætan árangur í erlendum tungu- málum (Mála- og menningardeild Háskóla Íslands) og fyrir ágætan árangur í íþróttum (Fjölbrauta- skóli Vesturlands). Katarína Stefánsdóttir fyrir ágæt- an árangur í íslensku (Íslands- bankinn á Akranesi); fyrir ágæt- an árangur í ensku (Pennin Ey- mundsson á Akranesi); fyrir ágæt- an árangur í sérgreinum hús- gagnasmíði (Trésmiðjan Akur) og hvatningarverðlaun til áframhald- andi náms (Zontaklúbbur Borgar- fjarðar). Linda Ósk Alfreðsdóttir fyr- ir ágætan árangur í spænsku og dönsku (Fjölbrautaskóli Vestur- lands). Margrét Ingólfsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku(Fjöl- brautaskóli Vesturlands) og fyr- ir ágætan árangur í tölvu- og við- skiptagreinum (VS-Tölvuþjón- usta). Rúnar Hermannsson fyrir ágætan árangur í sérgreinum húsasmíði (BM Vallá). Sandra Ósk Alfreðsdóttir fyr- ir ágætan árangur í raungrein- um (Gámaþjónusta Vesturlands); fyrir ágætan árangur í stærðfræði (Elkem Ísland); fyrir ágætan ár- angur í íslensku (Verkalýðsfélag Akraness); fyrir ágætan árangur í erlendum tungumálum(Omn- is Verslun) og fyrir störf af félags- og menningarmálum (Minningar- sjóður um Karl Kristin Kristjáns- son). Sesselja Dögg Sesseljudóttir fyr- ir ágætan árangur í þýsku (Fjöl- brautaskóli Vesturlands) og fyrir ágætan árangur í efnafræði (Skag- inn 3X). Svavar Örn Sigurðsson fyrir ágæt- an árangur í sérgreinum húsasmíði (BM Vallá). Thelma Ólafsdóttir fyrir ágæt- an árangur í spænsku (Fjölbrauta- skóli Vesturlands). Una Lára Lárusdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands). Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir fyrir ágætan árangur í sérgrein- um húsasmíði (Meitill og GT Tækni). Við lok athafnar ávarpaði Ágústa Elín Ingþórsdóttir skóla- meistari útskriftarnemendur og óskaði þeim gæfu og velfarnað- ar. Síðan risu gestir úr sætum og sungu saman lagið Nú er sumar eftir Steingrím Thorsteinsson. mm/fva Ljósm. Myndsmiðjan. Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi Katarína Stefánsdóttir fékk verðlaun fyrir ágætan árangur í verklegum greinum. Hér er hún ásamt Ágústu Elínu Ingþórsdóttur skólameistara. Hilmar Örn Jónsson fékk verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í raun- greinum úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar en Hilmar útskrifaðist sem stúdent af náttúrufræðabraut í desember 2017. Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.