Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 35 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Eins og kemur fram í niðurlagi við- talsins hér til hliðar veiktist Guð- mundur Gunnlaugsson þegar aðeins vika var liðin af síðasta túr þegar ann- að lunga hans féll saman. „Ég veikist aðfararnótt 11. maí og er ekki kom- inn á sjúkrahús fyrr en 15. maí,“ segir Guðmundur. „Haft var samband við lækni og ég lýsi fyrir honum þungum verki fyrir brjósti. Ég var mjög and- stuttur og mæðinn, með þurran hósta og fannst mig vanta loft. Læknirinn telur fyrst að um lungnabólgu sé að ræða og fyrirskipar að mér skulu gef- in sýklalyf og verkjalyf og athugað hvort ekki slái á veikindin á tveimur dögum. Stýrimaðurinn hafði þá gefið mér sprengitöflu af því hann hélt að ég væri að fá hjartaáfall. En verkurinn hvarf ekki, þó mér liði örlítið betur,“ bætir hann við. Síðan er beðið og líðan Guðmundar batnar ekkert. „Ég lá meira og minna bara í koju þessa tvo sólarhringa. Þá er skipstjórinn strax farinn að athuga hvort einhver skip væru á leið í land. Búið var að finna far og ég labba upp í brú, upp tvo stiga. Skipstjórinn segir að hann viti um rússneskt skip á leið til lands í tvo til þrjá daga. Ég var nær uppgefinn af því að labba þessa tvo stiga upp í brú og segi skipstjóranum að ég vilji fá gæslulækninn til að meta málin. Undir eins var haft samband við gæslulækninn og meðan ég er að tala við hann fæ ég hálfgerða andnauð og get ekki talað við hann. Þá vill læknirinn fá samband við skipstjór- ann og ég held hann hafi ákveðið að ég skyldi sóttur. En þá reyndist þyrlan vera biluð og ekki hægt að sækja mig,“ segir Guðmundur. Næst er haft samband við spænska freygátu sem var nálægt Örfirisey, því vitað var að læknir væri um borð. Sá kemur ásamt hjúkrunarkonu um borð í Örfirisey. Hann metur það svo að Guðmundur hafi annað lung- að óstarfhæft, hugsanlega vegna þess að mikill vökvi sé í lunganu. Ástand Guðmundar gæti hugsanlega versn- að, lungað fallið saman og því ráð- leggur hann skipstjóranum að sigla strax í land. „Spænski læknirinn sagði að ég fengi enga meðhöndlun nema á sjúkrahúsi,“ segir Guðmundur. Nær sér að fullu Þá er siglt af stað. Skipið var um 240 sjómílur frá landi og önnur þyrla Landhelgisgæslunnar biluð, þannig að ekki var hægt að fljúga til móts við skipið. Þegar farið er í svo löng flug þurfa alltaf tvær þyrlur að vera sam- ferða, til björgunar ef önnur bilar á leiðinni. „Þegar siglt var af stað var haft samband við björgunarskipið Hannes Hafstein í Sandgerði. Samið var við þá um að koma 70 sjómílur út á móti skipinu, en Landhelgisgæsl- an stoppaði það af. Sagði að björgun- arskipið mætti ekki sigla meira en 30 mílur frá landi. Hvers vegna veit ég ekki,“ segir Guðmundur. „Örfirisey siglir því með mig til móts við Hann- es Hafstein 30 mílur frá landi og það- an fer ég með björgunarskipinu til Sandgerðis. Þegar þangað er komið er ég settur í sjúkrabíl og keyrður á bráðamóttökuna í Keflavík. Þar er ég myndaður og sjúkdómsgreindur þar sem kom í ljós að ég var með sam- fallið lunga. Þaðan er ég keyrður á bráðamóttöku Landspítalans í Foss- voginum, beint í aðgerð. Það er um það bil sólarhring eftir að heimsigl- ingin hófst,“ segir hann. Tveimur dögum síðar fer Guð- mundur í aðra aðgerð á lungnadeild landspítalans. Þar voru fjarlægðir einn þriðji hluti af öðru lunga hans. Læknar hafa tjáð Guðmundi að hann muni ná sér að fullu en verði frá vinnu fram á haustið. „Algerlega ólíðandi“ Guðmundur vill koma á framfæri þakklæti til lækna og hjúkrunarfólks fyrir góða umönnun og framúrskar- andi þjónustu. Hann er hins veg- ar ósáttur við að ekki hafi verið send þyrla eftir honum um leið og hann veiktist. „Ég lýsi veikindunum sem þungum verki fyrir brjóstinu en samt er ekki send þyrla eftir mér. Ég hefði allt eins getað hafa fengið hjartaáfall og þá verið í bráðri lífshættu. Það er í rauninni verið að taka séns með líf mitt,“ segir hann. „Meginreglan er sú að ekki er náð í sjómenn á þyrl- unni nema þeir séu í bráðri lífshættu. Ég veit ekki hvers vegna en það hef- ur tíðkast í fjölda ára. Það er alltaf verið að taka sénsa á sjómönnum, ég þekki mörg dæmi þess. Stýrimaður- inn okkar fékk til dæmis hjartaáfall fyrir nokkrum árum síðan. Hann dó en við náðum að hnoða lífi í hann og stuða hann. Þá vorum við stadd- ir á Vestfjarðamiðum og biðum í þrjá klukkutíma eftir þyrlunni. Keyrðum á fullri ferð og vorum komnir inn á Dýrafjörð þegar þyrlan kom loksins til móts við okkur. Þyrla var til taks í Reykjavík þegar neyðarkallið barst en vantaði áhöfn. Önnur var með vísindamenn uppi við Holuhraun á sama tíma. Sú þyrla þurfti að fara til Akureyrar og fylla á eldsneytis- birgðirnar áður en hún gat flogið til móts við okkur. Það voru langir þrír tímar sem við biðum eftir þyrlunni með stýrimanninn meðvitundar- lausan,“ segir Guðmundur. Mikil mildi var að stýrimaðurinn lifði af og náði sér að fullu. Má þakka það hárréttum viðbrögðum félaga hans um borð. Guðmundur segir ótækt að ekki sé alltaf hægt að bregðast tafarlaust við þegar menn veikjast alvarlega á sjó. „Í mínum huga, og að ég held landsmanna allra, er al- gerlega ólíðandi að ekki sé hægt að bregðast við neyðartilfellum vegna þess að Gæslan fær ekki peninga til að manna þyrlurnar,“ segir hann. „Okkur sjómönnum sárnar það sérstaklega vegna þess að við tók- um þátt í söfnunum fyrir björgun- arþyrlu á sínum tíma. Við stóðum í þeirri trú að við værum að safna þessum peningum til að auka okkar öryggi. En síðan er ekki til mann- skapur til að nýta þau tæki sem þó eru til og sjómenn ekki sóttir nema þeir séu taldir í bráðri lífshættu. Við værum betur settir að snúa okkur á ökkla í Esjunni en að veikjast úti á sjó,“ segir Guðmundur ómyrkur í máli. kgk Um leið og gengið er um borð þá fer maður inn í rútínuna. Eft- ir mánuðinn stígur maður frá borði og inn í fríið. Ef það er nóg af fiski þá gengur rútínan sinn vanagang allan tímann og þá er túrinn ótrúlega fljótur að líða,“ segir hún. „Ef það er eng- inn fiskur eru strákarnir á bekkj- unum. Messanum finnst það ekki gaman því þá eru þeir fyr- ir,“ segir hún og brosir. „Þetta er bara þannig að allir um borð vilja vinna á meðan skipið er úti og fara síðan heim í frí. Það hef- ur enginn gaman af því að hanga yfir engu ef ekkert veiðist,“ segir Dagbjört að endingu. Daginn eftir að blaðamaður hitti Dagbjörtu og Guðmund héldu þau suður til Reykjavíkur um borð í Örfiriseynna. Þau eru væntanleg til hafnar að nýju á föstudaginn og ætla að fagna sjó- mannadeginum heima í Stykkis- hólmi. Þar liggur Kristbjörg við bryggju og henni verður róið til fiskjar í sumar, bæði á grásleppu og strandveiðum. Sjómennsk- an er ekki aðeins lifibrauð Dag- bjartar og Guðmunds, heldur einnig yndi og áhugamál þeirra hjóna. Veiktist á sjó Viku eftir að Dagbjört og Guð- mundur lögðu af stað með Ör- firisey veiktist Guðmundur þeg- ar annað lunga hans féll saman. Hann komst ekki undir lækn- ishendur fyrr en fjórum sólar- hringum síðar og verður frá störfum að minnsta kosti fram á haust. Hann fer því ekki á grá- sleppu með eiginkonunni í sum- ar eins og fyrirhugað var. Þess í stað ætlar Dagbjört að róa með tengdasyninum á seinna tíma- bilinu í sumar. Guðmundur er ósáttur við að hafa ekki verið sóttur um leið og hann veiktist og segir frá því hér til hliðar. kgk www.hafkaup.is Við flytjum fiskinn til þín Þorskbitar, ferskir og frosnir Ýsa, roð- og beinlaus Pantanir í síma 895 5525 eða á facebooksíðu Hafkaups Erum með fleiri tegundir af fiski, endilega hafið samband Þorsteinn Bergþór Sveins- son er snaggaralegur rafeinda- virki úr Grundarfirði sem fréttarit- ari Skessuhorns hitti í liðinni viku á bryggjunni í Ólafsvík klyfjaðan tækjum og tólum. Mikil vinna hef- ur verið í þeim geira við að þjónusta strandveiðisjómenn og aðra útgerð- armenn. „Hvaða asi er á þér vin- ur,“ var Þorsteinn spurður; „hvað er svona mikið að gera að þú hef- ur ekki tíma í spjall?“ „Ég hef ein- faldlega ekki tíma núna, en ef þú vilt spjalla við mig þá skaltu bara hringja í mig seinna í dag þegar ég er kom- inn heim.“ Þar með var hann rokinn um borð í einn af hinum fallegu eik- arbátum sem lágu við bryggju. Er- indið var að setja upp sjálfstýringar- kompás. Svo var hringt. Aðspurður um vinnuna segir Þorsteinn að hann hafi lært rafeindavirkjun hjá Pósti og Síma árið 1984 og að námi loknu vann hann þar áfram til 1986 að hann byrjaði hjá R.Sigmundssyni hf í Reykjavík. Árið 1999 flutti hann svo í Grundarfjörð ásamt fjölskyldu sinni og vinnur þar við fag sitt. Þor- steinn segir að hann hafi stofnað fyr- irtækið sitt Vestan ehf árið 2012 og hefur verið nóg að gera síðan. „Ég er aðallega í siglingar- og fiskileitar- tækjum og sé þar um uppsetningu og þjónustu við þessi tæki, en einnig viðhald og skoðanir á brunavarnar- kerfum og slökkvikerfum í bátum, skipum og stofnunum í landi. Ég þarf mikið að vera á ferðinni í mínu starfi, en vinnan hefur mikið ver- ið á Siglufirði, Sauðárkróki, Skaga- strönd og vestur um frá Bíldudal og allt til Þorlákshafnar. Ég er að setja upp tæki í báta en auk þess hef ég séð um uppsetningu á tækjapökkum í nýsmíðarverkefni.“ Þorsteinn segir að í þessu starfi þurfi oft að vera duglegur við að sækja námskeið því tækin og tækn- in í þeim er alltaf að verða betri og fullkomnari. „Einnig þarf að læra vel á tækin til þess að geta leiðbeint mönnum og kennt þeim á þau. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf og Rafeindavirkjar þurfa að vera duglegir að sækja námskeið Þorsteinn Bergþór Sveinsson hjá Vestan ehf. Þorsteinn að setja upp GPS sjálf- stýringarloftnet. maður kynnist mörgum skemmti- legum mönnun en það skemmtileg- asta sem mér finnst er að fara með loðnubátum til þess að prófa sónar- tækin sem ég var að setja upp í skip- unum. Þá var oft farið á skemmti- legar siglingaleiðir eins og til dæmis við Vestmannaeyja og þá voru Þrí- drangar notaðir til þess að mæla endurkastið á sónartækjunum,“ seg- ir hinn eldhressi Þorsteinn að lok- um. Hann vildi nota tækifærið og óska sjómönnum til hamingju með daginn. af „Verið að taka séns með líf mitt“ Guðmundur Gunnlaugsson trillukarl og togarasjómaður er hér að ísa grásleppu í Stykkishólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.