Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 60

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 60
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201860 Laugardaginn 26. maí síðastliðinn voru rétt 50 ár liðin frá því hægri umferð var tekin upp hér á landi. Allt frá upphafi bílaaldar á Íslandi var ekið á vinstra helmingi vegar- ins og lengi fram eftir 20. öldinni voru fluttir inn bílar með stýrinu hægra megin, þó að það væri ekki regla. Ísland var hins vegar í mikl- um minnihluta þjóða þar sem ekið var á vinstri vegarhelmingi enda fól það í sér ýmis vandamál. Bara til að nefna dæmi þá var viðkvæð- ið ef þurfti að aka fram úr bíl, þá spurði ökumaðurinn farþegann gjarnan; „er einhver að koma á móti,“ hann sá það betur en öku- maðurinn. Í kringum stríð var farið að ræða um að breyta yfir í hægri umferð, en frá því horfið þar sem Bretar voru fyrirferðarmiklir í um- ferðinni þá og kunnu ekkert ann- að en aka vinstra megin. Á sjötta áratugnum var farið að ræða um þetta af mikilli alvöru að fara yfir á hægri vegarhelming til að verða í takt við flestar aðrar þjóðir. Hér- lend stjórnvöld voru engu að síð- ur frekar tortryggin á að þetta væri hægt þar sem landinn væri orðinn svo vanur vinstri umferðinni að breyting í þá veru yrði bókstaflega stórhættuleg. Þar að auki yrði afar kostnaðarsamt að færa allar merk- ingar og breyta t.d. gatnamótum. Þannig má segja að íhaldssemi og ákveðin hræðsla hafi fælt menn frá breytingum, sem síðar kom í ljós að var ástæðulaus ótti. Byggðu á reynslu Svía Ári áður en Íslendingar létu vaða í breytinguna höfðu Svíar gert hið sama. Þeir höfðu líkt og Íslend- ingar haft vinstri umferð í áratugi og reyndist það þeim sérlega rugl- ingslegt einkum þegar þeir óku yfir landamærin til Noregs eða Finn- lands og urðu þá að snarbeygja yfir á hægri vegarhelming og skipta svo yfir á þann vinstri þegar komið var heim. Einnig hafði þetta áhrif á þá sem hugðu á ferðir til Svíþjóð- ar því akstur á vinstri vegarhelm- ingi fældi þá frá ferðum þangað og hafði því beinlínis áhrif á ferða- þjónustuna. Breytingin í Svíþjóð gekk vel og horfðu hérlend stjórn- völd til þess. Stýrið hvort eða er vinstra megin Alþingi Íslendinga samþykkti að hér á landi yrði tekin upp hægri umferð 26. maí 1968. Áður hafði ríkisstjórnin fengið valinkunna menn til að semja frumvarp að lögum um þessa breytingu. And- stæðingar þessarar breytingar héldu því fram að slysatíðni myndi aukast mjög a.m.k. fyrstu árin en reynsla þeirra sem þegar höfðu breytt frá vinstri til hægri sýndi að svo var ekki, ef farið yrði var- lega og áróður yrði markviss. Fyr- ir lágu skýrslur frá ýmsum lönd- um, sem gert höfðu sambærilega breytingu, sem sýndu að færslan var mun auðveldari en talið var fyrirfram. Allstaðar hafði þó ver- ið rekinn mikill áróður fyrir breyt- ingunni og sífellt hamrað á hægri umferð, löngu áður en hún var innleidd. Þá auðveldaði það breyt- inguna hér á landi að langflestar bifreiðar á Íslandi voru með stýrið vinstra megin, þ.e.a.s. eins og ætl- ast er til í hægri umferð. Með undanþágu frá sýslumanni í glugganum Mikill undirbúningur var hjá lög- reglumönnum og ýmsum sem tengdust þessum breytingum og dagana fyrir H-daginn unnu flestir tvöfaldan vinnudag. Sigvaldi Ara- son í Borgarnesi var þá farinn að reka vörubíl í Borgarnesi en síð- ar stofnaði hann Borgarverk sem í dag er eitt öflugasta fyrirtækið á sínu sviði hér á landi. Sigvaldi rifjar það upp í samtali við blaða- mann að hafa unnið við undirbún- ing breytingar til hægri umferð- ar í hálfan mánuð. Fékk hann það hlutverk að fara um þjóðveginn frá Borgarnesi, upp hjá Ferjukoti og alla leið suður í Kjós og und- irbúa að fljótlegt yrði að færa öll umferðarskilti og merkingar yfir. Sjálfa nóttina áður en hægri um- ferðin tók gildi fór hann svo um þessa sömu vegi, skrúfaði niður skiltin í flýti og kom þeim fyrir á réttum vegkanti. Fékk hann sér- stakt undanþágumerki til að hafa í bílglugganum á Bens vörubíln- um, M-144, enda var almenn um- ferð stranglega bönnuð nóttina fyrir hægri umferðina, nema fyrir sjúkrabíla, slökkvilið og lögreglu. „Menn voru skíthræddir um að þessi breyting frá vinstri til hægri leiddi af sér slys. Að fólk gleymdi sér og keyrði hvert á annað,“ rifj- ar Sigvaldi upp. „Blátt bann var lagt við því að aka um vegina frá klukkan 3 til 7 aðfararnótt H- dagsins. Þá var Borgarfjarðarbrú- in ekki komin og áttu ég og Björn Bragi Jóhannsson verkstjóri að sjá um færslu allra umferðarmerkja frá Borgarnesi, upp hjá Eskiholti, um Ferjukotssíkin og þaðan suð- ur í Hvalfjörð. Svo þegar klukk- an var nákvæmlega 5:50 um morg- uninn var öllum stranglega bann- að að aka nokkurn skapaðan hlut. Líka okkur sem unnum við þetta. Það var eins og að skapa þyrfti sér- stakt andrými áður en formlega var tilkynnt að hægri umferð væri hafin.“ Einungis kostir Sigvaldi segir að breytingin yfir í hægri umferð hafi svo gengið prýðilega þegar til kom, enda var búið að innprenta breytinguna í huga flestra og allir reyndu að fara varlega. Fá slys og óhöpp hafi því orðið. „Einhver strákur á hjóli gleymdi sér og hjólaði fyrir bíl í Reykjavík, en hann slasaðist ekki alvarlega og tórir enn, líkt og ég,“ segir Sigvaldi. Í alla staði seg- ir hann að þessi breyting hafi orð- ið til framfara. „Til dæmis heyrði ég einhvern tímann að vinstri um- ferðin hefði verið sérlega óheppi- leg fyrir konur sem riðu um í söðli. Þær hafi einfaldlega snúið vit- laust miðað við umferðina. Ég sel það hins vegar ekki dýrara en ég keypti það. Hins vegar voru fyrir þennan tíma ekki framrúðutrygg- ingar komnar og þurftu menn að leita upp ökumann bíls sem spýtti gróti og braut rúðu til að fá hana bætta. Slíkt skapaði ómælda hættu. Það voru bara ókostir sem fylgdu vinstri umferðinni og þetta var því mikið til bóta,“ segir Sigvaldi Ara- son forstjóri Borgarverks og verk- taki um það leiti sem hægri um- ferðin var tekin upp. Nýtti tækifærið Til gamans látum við hér fylgja sögu sem tengist breytingunni yfir í hægri umferð. Akureyringur einn var sérlega lofthræddur mað- ur. Hann hafði ekki þorað fyrir sitt litla líf að aka landveginn frá Akur- eyri til Ólafsfjarðar sökum þess að á heimleiðinni þurfti hann að aka sjómeginn eftir veginum. Maður- inn fagnaði þessum merku tíma- mótum 26. maí 1968 með því að fara daginn áður til Ólafsfjarðar, meðan vinstri umferðin var enn í gildi, en aka svo heim daginn eft- ir þegar hægri umferðin hófst. Í bæði skiptin fjallmegin á veginum, að sjálfsögðu. mm www.skessuhorn.is Fimmtíu ár frá því hægri umferð var tekin upp Vinstri umferðin var sérlega bagaleg fyrir konur sem riðu um í söðli! H-merkið sem sett var í alla bíla til að minna ökumenn á hægri umferð. Sigvaldi Arason með sérstaka undanþágu sýslumanns, skilti sem hann hafði í bílglugganum hjá sér og gaf honum sérlegt leyfi til aksturs nóttina fyrir H-daginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.