Heimsmynd - 01.11.1991, Page 35

Heimsmynd - 01.11.1991, Page 35
22 LEIÐIR TIL AÐ Nýr og rómantískur andi svífur yfir vötnum. Breytingar í innanhússhönnun liggja í loftinu. Stílhreinn glæsileiki er það sem koma skal. Gyllingar og viður hafa tekið við af stáli og krómi. Jafnvel þótt fjárhagurinn leyfi ekki róttækar breytingar og kaup á nýjum innanstokksmunum má á einfaldan hátt og með litlum tilkostnaði gera breytingar í anda nýrra tíma. Fyrsta skrefið er að ganga um húsakynnin og fjarlægja alla óþarfa muni sem safnast hafa upp á liðnum árum eins og vasa, skálar og óhrjálegar pottaplöntur. Nú er það einfaldleikinn sem ræður en þess verður þó að gæta að heimilið missi ekki persónu- leika sinn og hlýju. Á fjölmörgum heimilum myndi ekki saka þótt húsráðendur tækju sér pensil í hönd og blettuðu í glugga- og dyrakarma þar sem lakk hefur flagnað af. Þegar ekkert er eftir nema þær grunneiningar sem ætlunin er að halda til haga er hægt að hefjast handa við endurskipulagninguna. Gættu þess þó að fara hægt í sakirnar. Byrjaðu ekki á því að eyða í alls kyns skyndilausnir, heldur veldu vel og kauptu eingöngu einn og einn hlut í einu og þá eins vandaðan og fjárhagurinn leyfir. Smám saman getur þú svo bætt við og byggt upp heimili í nýjum anda. Til að byrja með bendir HEIMSMYND lesendum á tuttugu og tvær einfaldar og ódýrar leiðir til að hressa upp á heimilið og gefa því nýjan blæ. LÍFGA / Sítrónur í skál fara vel á eldhús- eða borð- stofuborði. HEIMILIÐ HEIMSMYND 35

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.