SSFblaðið - Dec 2015, Page 4

SSFblaðið - Dec 2015, Page 4
4 Tilraunin sem gerð var með undirriTun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði gekk ekki upp. Ríki og sveitarfélög eru ekki þátttakendur í tilrauninni, ásamt því að Gerðardómur og Kjaradómur hækkuðu laun allra launahópa, sem þeir úrskurða um, um 9-10% á fyrsta samningsárinu, en meðallaun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 5,5 – 6,0%. Þannig hafa ríki og sveitarfélög samið um (eða verið dæmd til) að hækka laun opinberra starfsmanna um c.a. 3,5% umfram hækkun almenna markaðarins. Í samningsforsendum kjarasamninga félaga innan ASÍ, sem SSF byggir einnig á segir: „Kjarasamningur þessi byggir á þremur meginforsendum sem eru að kaupmáttur launa aukist á samningstímanum, að launastefna hans verði stefnumótandi fyrir aðra kjarasamningagerð og að fullar efndir verði á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við samninginn.“ Nánar segir um lið 2: „Í febrúar 2016 skal nefndin meta hvort sú launastefna og þær launahækkanir sem í samningnum felast hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaði. Nefndin skal tilkynna fyrir lok febrúar 2016 hvort sú forsenda hafi staðist.“ Það er öllum ljóst að þessi forsenda heldur ekki og útilokað annað en að fyrirtæki á almennum markaði, þ.m.t. fjármálafyrirtækin, hækki laun umfram ákvæði kjarasamninga eða semji um einhverja aðra kjarabót, t.d. hærra framlag í lífeyrissjóði. Þegar kjarasamningarnir á almenna markaðnum voru gerðir var öllum ljóst að læknar og kennarar höfðu þá þegar fengið meiri launahækkanir en tókst að semja um á almenna markaðinum. Samningsaðilar vissu hins vegar ekki af þeim vilja ríkis og bæjarfélaga að hækka alla starfsmenn hins opinbera um sömu prósentu og lægst launaði hópur á almenna markaðnum fékk í maí 2015. Í kjarasamningi SSF segir um forsendur kjarasamnings: „Komi til þess að nefnd sú sem fjallar um forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði nái samkomulagi um breytingu á samningum skal sambærileg breyting gilda um þennan samning. Komi til þess að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði verði almennt sagt upp er heimilt að segja samningi þessum upp frá sama tíma. Fellur samningurinn þá úr gildi frá lokum apríl 2016 m.v. tilkynningu fyrir kl. 16:00 þann 28. febrúar 2016.“ Það kemur því í ljós í lok febrúar 2016 hvort samningarnir falla úr gildi. Að lokum vil ég þakka öllum félagsmönnum SSF fyrir samstarfið á árinu sem er senn að líða, allan þann stuðning og áhuga sem okkur í stjórn og á skrifstofu hefur verið sýndur. Ég vona að þið njótið þessa afmælisblaðs sem og aðventunnar og þess tíma sem nú er að ganga í garð. Yfir hátíðirnar er mikilvægt að muna að það er tími samverunnar með fjölskyldu, vinum og kunningjum. Jafnframt er þetta tími samhugar og kærleiks og í öllu amstrinu má ekki gleyma því hve gjöfult og gott það er að hlúa að þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Hátíðar- og afmæliskveðjur Friðbert Traustason VERÐUR KJARASAMNINGUM SAGT UPP Í FEBRÚAR 2016? við erum á Facebook Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja eru á Facebook. Við höfum stofnað Facebook síðu þar sem að við munum flytja fréttir af starfi samtakanna, birta myndir úr starfinu og segja frá því sem er í deiglunni. Slástu í hóp með okkur á Facebook og fylgstu með því sem er að gerast. Það sem þú þarft að gera er að slá Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja í leitarstreng Facebook og „læka“ við síðuna. Fyrir um ári síðan voru „mínar síður“ Teknar í gagnið hjá ssF. „Mínar síður“ er rafræn gátt fyrir félagsmenn þar sem sótt er um styrki og hægt að fylgjast með framvindu umsókna. Með tilkomu síðunnar urðu umsóknir aðgengilegri fyrir félagsmenn og úthlutunin auðveldari. Félagsmenn SSF hafa nýtt sér þennan þjónustuvalmöguleika vel og fer nú megnið af umsóknum þar í gegn. Hægt er að nálgast „Mínar síður“ ásamt leiðbeiningum um notkun þeirra á vefslóðinni http://minarsidur.ssf.is/login.php og/eða http://www.ssf.is/styrktarsjodur-2/592-2/. Samhliða því að farið var í að hanna og setja upp Mínar síður hefur verið unnið að gagngerum breytingum á tölvukerfi SSF sem hefur falið í sér uppsetningu og innleiðingu á nýju tölvukerfi sem heldur utan um öll fjármál samtakanna, bókhald, laun, úthlutun styrkja, fundargerðir o.fl. Nýja tölvukerfið hefur haft í för með sér verulega vinnuhagræðingu sem og aukin þægindi fyrir félagsmenn. MÍNAR SÍÐUR OG NÝTT TÖLVUKERFI SSF

x

SSFblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.