SSFblaðið - des. 2015, Síða 10

SSFblaðið - des. 2015, Síða 10
10 um stofnun skóla fyrir bankamenn. Í framhaldi af tillögum Jóhannesar komst skriður á málið og var skólinn stofnaður 13. apríl 1959. Töldust stofnaðilar vera SÍB, Landsbankinn, Útvegsbankinn og B ú n a ð a r b a n k i n n . Hlutafélagsbankarnir og Sparisjóðirnir gerðust aðilar að skólanum síðar, svo og Seðlabankinn, eftir að hann varð sjálfstæð stofnun. Fyrstu árin var ávallt talað um Bankaskólann en að fáum árum liðnum festist heitið Bankamannaskólinn við stofnunina. Fyrsti skólastjóri Bankamannaskólans var ráðinn Gunnar H. Blöndal, fulltrúi í Búnaðarbanka. Kjarasamningar í fastara form Kaflaskil urðu í sögu SÍB með undirritun nýrrar launareglugerðar í kjölfar viðræðna á milli bankanna og sambandsins í september árið 1963 en þar náðust verulegar kjarabætur fyrir bankamenn. SÍB hafði vaxið fiskur um hrygg í lok sjötta áratugarins því á aðalfundi fulltrúaráðs í október 1959 var staðfest innganga starfsfólks Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og starfsmannafélaga Verslunarsparisjóðsins, Samvinnusparisjóðsins og Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Árið 1966 skipuðu bankarnir fasta samvinnunefnd af sinni hálfu til að sjá um kjarasamninga við sambandsstjórnina. Nokkur ár áttu þó eftir að líða þar til eiginlegir kjarasamningar voru teknir upp á milli aðila. Verkfall í Útvegsbanka! Mánudaginn 2. nóvember 1964 gerðust þau tíðindi að starfsmenn Útvegsbanka Íslands mættu ekki til vinnu í mótmælaskyni við þá ákvörðun bankaráðsins að ráða utanbankamann í stöðu útibússtjóra við bankann á Akureyri. Bankablaðið skýrir svo frá að þessar aðgerðir hafi ekki verið skipulagðar af félagsmálaforystu bankamanna heldur hafi hver og einn starfsmaður tekið þetta upp hjá sjálfum sér. SÍB efndi þegar í stað til aukaþings um málið en þrátt fyrir eindreginn stuðning frá öðru bankastarfsfólki við þessar aðstæður mætti bankastjórn Útvegsbankans aðgerðum starfsmanna sinna af fullri hörku. Var vinnustöðvunin kærð og dómur kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur 10. febrúar 1965 þar sem forystumenn starfsmanna voru sýknaðir. Ákæruvaldið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og þar var dóminum hnekkt og stjórn Starfsmannafélags Útvegsbankans sektuð um 200 kr. á grundvelli laga um verkfall opinberra starfsmanna frá 1915. Fimm daga vinnuviku krafist! Bankamenn þurftu, eins og ýmsir aðrir íslenskir launamenn, lengi vel að sætta sig við sex daga vinnuviku. Mörg ár liðu þar til bankamenn náðu fram ákvæðum um fimm daga vinnuviku. Þessu máli er fyrst hreyft í Bankablaðinu árið 1964 af Tryggva Árnasyni er skrifar m.a. á þessa leið: „Eitt mál mætti bera fram til umræðu og umsagnar í blaði okkar og síðan leggja það fullreifað fyrir samstarfsnefndina og það er framkvæmd fimm daga vinnuviku. Nú má búast við að ýmsir brosi góðlátlega og hugsi sem svo, að þetta þýði ekki að ræða. Því er til að svara að það er kominn tími til þess að bankamenn hætti að taka órökstutt nei sem svar.“ Talsverður skriður komst á þetta mál upp úr þessu og að því kom að laugardagsfrí var tekið upp sumarið 1965. Fyrst var um að ræða skiptivinnu í ýmsum deildum bankanna þannig að fólk fékk frí fjóra laugardaga á því sumri. Smám saman þróaðist málið og 1. mars 1970 gekk í gildi laugardagslokun í íslenskum bönkum allt árið. Langþráður draumur rætist Húsnæðisekla hafði háð störfum SÍB allt frá upphafi. Fundir voru ýmist haldnir í heimahúsum eða í einhverjum salarkynnum bankanna þegar fjölmenni var. Með vaxandi starfsemi og auknu hlutverki SÍB jókst þörf fyrir eigið húsnæði. Á aðalfundi fulltrúaráðsins í október 1961 var stjórn félagsins falið að útvega nú þegar húsnæði fyrir skrifstofu og blaðstjórn Bankablaðsins. Jafnframt kom fram sá vilji að félagið eignaðist eigið húsnæði og að sambandsfélögin leggðu fram sérstök framlög í húsbyggingarsjóð. Í apríl 1965 var samið um kaup á efstu hæð hússins að Laugarvegi 103, en hún var 200 fermetrar að flatarmáli. Þetta glæsilega húsnæði var svo vígt 3. október 1966 en starfsemi SÍB þar hófst svo 1. nóvember árið eftir og var Sigurður Guttormsson ráðinn starfsmaður í hlutastarfi. Þá leigði Bankamannaskólinn hluta af húsnæði SÍB og fór vel um þessa aðila undir sama þaki. Austurstræti 1950 - 1960

x

SSFblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.