SSFblaðið - dec 2015, Qupperneq 11

SSFblaðið - dec 2015, Qupperneq 11
11 árið 1966 hóFu landsbankamenn að reisa sumarhÚs við selvík við álFTavaTn í grímsnesi en Fslí haFði keypT landið árið 1962 Fyrir Forgöngu þáverandi Formanns þess, vilhjálms lÚðvíkssonar. Um var að ræða tíu innflutt hús frá Finnlandi sem voru tilbúin til notkunar strax árið 1966 og nutu 290 starfsmenn Landsbankans ánægulegrar dvalar með fjölskyldum sínum þá um sumarið. Árið 1970 var keypt viðbótarland og risu fjölmörg innlend hús á landinu í tímans rás. Má því segja að nokkur byggðakjarni FSLÍ hafi myndast við Selvíkina. Önnur starfsmannafélög SÍB hafa einnig unnið ötullega að því að reist hafa verið sumarhús víða um land. Fræðslumót og ráðstefnur Eins og áður sagði hóf Bankamannaskólinn starfsemi sína haustið 1959. Þrátt fyrir þá ágætu stofnun töldu bankamenn sjálfsagt og eðlilegt að treysta böndin sín í milli og miðla upplýsingum á svökölluðum fræðslumótum, en hið fyrsta var haldið á Akureyri 1967. Um var að ræða helgarráðstefnu og fylgdu fleiri í kjölfarið á næstu fimm árum. Fleiri mót voru haldin, m.a. vornámskeið á Akureyri 1973 og að Bifröst 1974. Þá efndu bankamenn til kjararáðstefnu í Reykjavík 1970 og sama ár var haldið sérstakt mót með ungu bankafólki í höfuðstaðnum. Þá má geta þess að allt frá því þrír ungir bankamenn héldu í sumarskóla á vegum Institute of Bankers í London árið 1939, hafa fjölmargir íslenskir bankamenn haldið til útlanda í leit að fróðleik um bankastarfið. Svona kjör þyrftum við! Bankablaðið birtir grein árið 1968 þar sem firnagóð starfskjör bankastarfsmanna í Mexíkó eru rifjuð upp. Þar eru rakin réttindi bankagjaldkera sem hefur starfað í tvö og hálft ár. M.a. kemur fram að ekki er hægt að segja honum upp, hann fær hlutdeild í ágóða bankans og eftirvinna er greidd með 100% álagi. Hann fær jólagjöf sem nemur einum mánaðarlaunum, sumarleyfið er 30 virkir dagar, lækniskostnaður hans og fjölskyldunnar er greiddur af bankanum, eftirlaun eru miðuð við 53 ára aldur og þau geta verið jafnhá launum í lok starfstímans allt þar til dauði starfsmannsins líknar sig yfir viðkomandi banka! Aldrei hjör úr hendi falla... Strax á fyrsta sumri nýstofnaðs Sambands íslenskra bankamanna árið 1935 kom til kasta þess þegar upphófust hörð mótmæli gegn pólitískum embættaveitingum innan bankakerfisins. Allar götur síðan hefur stjórn SÍB brugðist einarðlega við þegar gengið hefur verið framhjá bankamönnum við ráðningar í stöður bankastjóra eða annarra yfirmanna – en með of litlum árangri að flestra mati. Leiðari 1. tbl Bankablaðsins árið 1970 er ritaður af Adolfi Björnssyni og tilefnið er umdeild ráðning í starf forstjóra Fiskveiðasjóðs. Fordæmir Bankablaðið ráðninguna og bendir á að í hópi umsækjenda um stöðuna hafi verið þrír bankamenn með langa starfsreynslu. Adolf segir í lok leiðarans: „Hlutur bankamanna hefur enn á ný verið borinn fyrir borð, þegar um auglýstar betri stöður í bankanum er að ræða. Mega bankamenn nú huga að betri samstöðu. Samtökin eiga að vera völd okkar stéttar, sverð og skjöldur. – Látum aldrei hjör úr hendi falla“. Samningsréttur í augsýn Með launareglugerðinni árið 1963 tókst bankamönnum í raun að knýja bankana að kjaraborðinu. Ekki var þó mjög sýslað við það borð næstu árin en þó var ný reglugerð samin árið 1966 og nokkrar leiðréttingar gerðar. Jafnframt því að krefjast hækkunar á launum óx þeirri skoðun fiskur um hrygg að SÍB bæri fullgildur samningsréttur á við önnur launþegasamtök í landinu. Með flóknum samningum um nýja launareglugerð í ársbyrjun 1971 náðu bankamenn fram ýmsum réttindum á við opinbera starfsmenn. Fyrir utan beinar kauphækkanir er umsóknarfrestur um stöður lengdur verulega, laugardagslokun er staðfest og samningurinn skal gilda til ákveðins tíma, en þar var um nýmæli að ræða. Bankamenn töldu að með ákvæðinu um gagnkvæman uppsagnarfrest og fyrirfram ákveðinn gildistíma, væri nánast búið að staðfesta samningsréttinn, en í reynd var það ekki gert með lögum fyrr en nokkrum árum síðar. Indversk speki og kvennabaráttan Kröfur um jafna stöðu kvenna og karla í þjóðfélaginu gerast æ háværari þegar fram kemur á áttunda áratuginn – líka í bönkunum. Í Bankablaðinu birtast af og til greinar um jafnréttismálin og undan því kvartað að bankakonur hafi mun lægri laun en bankakarlar í sambærilegum störfum. Sveinbjörg Guðmundsdóttir skrifar harðorða grein í blaðið 1971 og kemst þar að þeirri niðurstöðu að hjónabandið geri ekkert annað en að halda í staðnaðar hugmyndir og standi í vegi fyrir eðlilegum framförum. Segir Sveinbjörg þessi orð indverska Selvík hefur reynst sannkallaður sælureitur. Mynd: Mats Wibe Lund. Adolf Björnsson reit ágæta hugvekju í Bankablaðinu árið 1970. Hann gegndi formennsku SÍB á árunum 1951 – 1953 og 1957- 1959. Landsbankinn jók við húsakynni aðalbankans á 85 ára afmælinu árið 1971. FRÆÐSLUMÁL Í FYRIRRÚMI – 1965-1975 –

x

SSFblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.