SSFblaðið - des. 2015, Síða 22

SSFblaðið - des. 2015, Síða 22
22 Erla B. Kristinsdóttir og Kolbrún Stella Indriðadóttir starfa báðar hjá Landsbankanum á Hvammstanga. Þær una sér vel þar fyrir norðan í starfi og daglegu lífi. Við tókum þær tali og fórum yfir starfið, stéttarfélagið, kjarasamninginn og hvernig það er að vera bankastarfsmaður. sTolTar landsbyggðakonur Erla og Kolbrún eru báðar aldnar upp úti á landi og eiga það sameiginlegt að hafa búið á höfuðborgarsvæðinu um tíma en snúið aftur út á land. Þar líður þeim vel og vilja helst hvergi annarsstaðar vera en einmitt á Hvammstanga. Erla er uppalinn Reyðfirðingur og Húnvetningur en flutti til Reykjavíkur að loknum grunnskóla og bjó þar í 7 ár áður en hún flutti aftur norður á Hvammstanga. Hún er gift Sveini I. Bragasyni, bifvélavirkja, og saman eiga þau þrjú börn, Óðinn Ívar, Júlíu Jökulrós og Fróða. Kolbrún, er Vestur- Húnvetningur og býr á jörðinni Lindarberg ásamt manninum sínum Ragnari Smára Helgasyni og eiga þau tvö börn, Rakel Gígju og Indriða Rökkva. samTals yFir 31 árs sTarFsreynsla Þær Erla og Kolbrún búa yfir fjölbreyttri og langri starfsreynslu innan bankageirans. Saman hafa þær unnið í banka í yfir 31 ár samtals og sú reynsla er fjölbreytt þar sem þær hafa gengið í gegnum mikinn umbreytingartíma í íslenskri bankaþjónustu. Kolbrún hefur unnið við bankaþjónustu meira og minna síðan árið 1997. „Ég hef unnið lengi við bankaþjónustu, byrjaði í sumarafleysingum hjá Sparisjóði Húnaþings og stranda með fjölbrautarskóla og svo háskóla. Eftir háskólanám starfaði ég um skeið hjá SPRON og flutti svo norður og hóf störf hjá Sparisjóði Húnaþings og stranda eftir rúmt ár hjá Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga. Sparisjóður Húnaþings og stranda breyttist svo í SpKef og svo í Landsbankann“ segir Kolbrún. skemmTilegT að sTarFa við bankaþjónusTu „Já, það er skemmtilegt að vinna í banka“ segir Erla aðspurð um það. „Það er krefjandi og gefandi og engir tveir dagar eins þrátt fyrir að vinnuumhverfið sé alltaf það sama, einu ókostirnir sem ég finn er kyrrsetan og inniveran, einnig hefur niðurskurðurinn í útibúum verið of mikill á stuttum tíma og því álagið mun meira“segir Erla. Kolbrún tekur í sama streng. Henni finnst fjölbreytileikinn mikill og starfið skemmtilegt. „Ég hef alltaf fundið mig best í bankageiranum af þeim störfum sem ég hef unnið um ævina. Helstu gallar við starfið núna er hvað álagið hefur aukist til muna þar sem færra starfsfólk er í útibúum en áður.“ almenningur læTur allT Flakka Aðspurðar um það hvort þær telji sig finna fyrir breyttu viðhorfi í garð bankastarfsmanna telja þær það svo sannarlega vera. „Viðhorf til bankastarfsmanna hafa breyst undanfarin ár, fólki leyfist meira að tala illa um stéttina og lætur allt flakka sérstaklega á samfélagsmiðlum, en við höfum samt ekki mikið fundið fyrir því hér, en þetta er nú að róast, held ég“ segir Erla. Kolbrún telur að starfsfólk á höfuðborgarsvæðinu finni meira fyrir þessu en auðvitað verða þær varar við breytt viðhorf. Kolbrún telur að það hafi einkum verið áberandi í kjölfar fjármálakreppunnar þar sem auðsýnilega var mikil reiði á meðal almennings gagnvart bönkunum sem bitnað hafi á starfsfólki. ánægðar með ssF Báðar segjast þær ánægðar með stéttarfélagið. „Það er gott að vita af félaginu og starfsfólki þess, ef eitthvað kemur upp á, SSF styður mjög vel við sitt fólk og gengur á eftir málunum sem koma inn á borð til þeirra“ segir Erla. Hún segir styrkina sem félagið veitir félagsmönnum sínum mjög sterka og veiti verulegan stuðning, t.d. menntunarsjóðurinn. „Ég hef það á tilfinningunni að félagsmenn séu ekki nægilega meðvitaðir um styrkina en þeir ættu að kynna sér þá valkosti vel því þar eru frábærir styrkir sem ég held að félagsmenn sé ekki að kynna sér nægilega vel“ segir Erla. Þær segjast báðar nokkuð sáttar við nýgerðan kjarasamning SSF þó svo að það séu nokkur atriði sem hefðu mátt fara þar inn, en taka það fram að það sé auðvitað alltaf eitthvað sem megi betur fara en þannig sé það alltaf. „T.a.m. hefði nú gamlársdagur alveg mátt verða frídagur eins og margoft hefur verið talað um“ segir Kolbrún að lokum. - 0159 - HVAMMSTANGI Kolbrún Erla

x

SSFblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.