SSFblaðið - des. 2015, Síða 26

SSFblaðið - des. 2015, Síða 26
26 jóhann jóhannsson, Fyrrverandi sTarFsmaður íslandsbanka á akureyri, léT nýverið aF sTörFum vegna aldurs eFTir um 47 ára sTarFsFeril í bankageiranum. Jóhann er fæddur 1949, kvæntur Steinunni Eggertsdóttur, hárgreiðslumeistara og eiga þau þrjú uppkomin börn og sex barnabörn. Jóhann hefur upplifað á sínum starfsferli miklar breytingar í bankageiranum hvort sem litið er til rekstrarforms, þjónustu eða viðhorfs almennings. Í dag nýtur hann eftirlaunaáranna og hefur aldrei haft jafn mikið að gera, svo mikið að erfitt var að finna tíma fyrir viðtalið vegna anna við m.a. að gæta að barnabörnum, sjá um fjölskylduna, frístundaástundun og fjölmargt fleira. hóF sTörF hjá iðnaðarbankanum Jóhann segir að upphafið að sínum bankaferli hafi borið brátt að. „Það var um miðjan maí árið 1968 að Jóhann Tómas Egilsson, skrifstofustjóri Iðnaðarbankans á Akureyri og síðar útibússtjóri, kom að máli við mig þar sem ég var við störf í einni af verslun KEA og spurði hvort ég væri til í að vinna í útibúi bankans. Þetta kom mjög flatt upp á mig en ég var ekki lengi að hugsa mig um og nokkrum dögum síðar eða 20. maí var ég hættur í minni fyrri vinnu og tekinn til starfa hjá Iðnaðarbankanum við útibú bankans sem þá var staðsett á jarðhæð Sjallans á Akureyri, í Geislagötu 15.“ sóTTi sér Fræðslu í bankamannaskólanum „Við fyrsta tækifæri var svo farið í bankamannaskólann“ segir Jóhann en sá skóli var stofnaður árið 1959 eftir miklar umræður innan raða forystumanna Sambands íslenskra bankamanna. Skólinn starfaði fram til ársins 1999 og útskrifaði um 800 bankamenn á þeim þrjátíu árum sem hann starfaði. Eftir að rekstri skólans var hætt tók Menntunarsjóður SSF við hlutverki hans. Jóhann segir að samhliða bankaskólanum hafi verið öflug fræðsludeild innan bankans þar sem kerfisbundið var farið í gegnum alla þjónustu og verkferla. Síðar sótti Jóhann nám í leiðtoga- og mannauðsstjórnun í Háskólanum í Reykjavík sem Íslandsbanki stóð fyrir auk þess að taka sölu- og þjónustunámskeið sem haldin voru á vegum Dale Carnegie. iðnaðarbankinn verður íslandsbanki Jóhann starfaði fyrst um sinn í sparisjóðsdeild Iðnaðarbankans og var þar til ársloka 1968. „Þá var ég gjaldkeri næstu sex árin þar á eftir eða þar til ársins 1975 en þá var ég ráðinn sem aðalféhirðir útibúsins. Þegar Iðnaðarbankinn fékk svo gjaldeyrisleyfi árið 1983 tók ég við forstöðu gjaldeyrisdeildar útibúsins samhliða starfi aðalféhirðis þar til sameining varð með útibúum Iðnaðarbankans, Útvegsbankans, Alþýðubankans og Verslunarbankans í kjarnaútibú Íslandsbanka hf. að Skipagötu 14 á Akureyri þann 25. september árið 1990.“ Í kjölfar sameiningar starfaði Jóhann sem fulltrúi í fyrirtækjadeild Íslandsbanka og sá þar um erlend viðskipti auk almennrar þjónustu fyrirtækja. Í desember 1990 sótti Jóhann um stöðu þjónustustjóra einstaklinga hjá Íslandsbanka á Akureyri og Jóhann man það vel að þann 16. janúar 1991 barst honum bréf undirritað af Vali Valssyni, bankastjóra, þess efnis að hann hefði verið ráðinn úr hópi umsækjenda sem þjónustustjóri/viðskiptastjóri einstaklinga við útibúið á Akureyri. Því starfi gegndi Jóhann til ársins 2011 er Íslandsbanki kaupir BYR hf, „en þá tók ég við stöðu lánastjóra einstaklinga og gegndi því til starfsloka þann 30. apríl 2015 og þar með lauk 47 ára starfsferli“ segir Jóhann. ánægjulegur en bylTingarkenndur sTarFsFerill „Á þessum langa og ánægjulega starfsferli mínum hafa orðið ótrúlegar breytingar á vöruframboði og þjónustu við viðskiptavininn en í fyrstu var einungis um út- og innlánaviðskipti að ræða sem breyst HÆTTUR EFTIR 47 ÁRA STARF Í BANKA- ÞJÓNUSTU Jóhann Jóhannsson fyrir utan síðasta vinnustað sinn, Íslandsbanka, Skipagötu 14 á Akureyri. Mynd: Þórhallur Jónsson.

x

SSFblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.