SSFblaðið - des. 2015, Síða 29

SSFblaðið - des. 2015, Síða 29
29 svo mikla óvissuferð með mökum, sem að sjálfsögðu var boðið með, þar sem byrjað var á því að fá sér snittur, væta kverkarnar, raða í lið og útdeila alls kyns skemmtilegum verkefnum. Síðan  lá leiðin um Svarfaðardalinn með viðkomu á hinum ýmsu stöðum, t.d. var Fuglasafnið skoðað, bændur heimsóttir og við færðum þeim smá gjafir, fórum í leiki og enduðum svo á að borða saman. Þetta var ótrúlega vel heppnuð skemmtun og það þarf ekki að leita langt yfir skammt“ segja þær Guðrún og Kolbrún. Á vinnustaðnum er bakkelsi vinsælt á kaffistofunni og vekur sá starfsmaður mikla gleði sem kemur með heimabakað í vinnuna, sem gerist ósjaldan. Þær segja að á vinnustaðnum ríki léttur andi og „sprellið sjaldan langt undan“. Þær bæta því við að „á góðum degi brestum við í söng, en kunnum samt enga texta, og steppum þá af lífi og sál. Eitt sinn er við komum saman eftir langa og stranga vinnuviku (þegar gullárareikningarnir voru nýkomnir) þá snöruðum við nýjum texta á lag sem sungið er í sunnudagaskólanum og heitir Biblía.  g u l l á r a er bókin bókanna, góða vexTi hÚn geFur oss, g u l l á r a“ Það er bersýnlega gaman á þessum vinnustað og alls kyns uppátæki aldrei langt undan. sameinuð landsbankanum Í sumar lá fyrir að samningar um samruna Sparisjóðs Norðurlands og Landsbankans stæðu yfir og varð sá samruni formlega að veruleika þann 4. september sl. Við þann samruna rann Sparisjóður Norðurlands, sem hafði útibú í Dalvík, Bolungarvík, Suðureyri, Þórshöfn, Raufarhöfn og á Kópaskeri, að fullu inn í Landsbankann. Samrunanum varð svo að fullu lokið með tilkynningu frá Landsbankanum þann 12. nóvember sl. og tilkynnt að afgreiðslurnar á Dalvík, Þórshöfn, Kópaskeri og Raufarhöfn myndu starfa nánast í óbreyttri mynd undir merkjum Landsbankans. Útibúin í Bolungarvík og á Suðureyri voru sameinuð og veitir Landsbankinn nú bankaþjónustu í nýrri þjónustumiðstöð sem hefur tekið til starfa í Ráðhúsi Bolungarvíkur. vel undirbÚin undir sameiningu SSF var í góðu sambandi við sína félagsmenn þegar samruninn átti sér stað eins og alltaf þegar slíkt gengur yfir. Við ræddum aftur við þær Kolbrúnu og Guðrúnu í kjölfarið og fengum viðbrögð þeirra eftir að ljóst var að af samrunanum yrði. „Við vissum það svo sem að þetta stæði til og við vorum búin að undirbúa okkur svolítið. Auðvitað slær sparisjóðshjartað ótt og títt eftir öll þessi ár þar“ sögðu þær. Í fyrstu var visst óöryggi vegna samrunans þar sem vitað var að það yrðu einhverjar breytingar en enginn gat áttað sig á því hverjar þær yrðu. Þegar ljóst var að af þessu yrði veltu margir fyrir sér framtíð sparisjóðskerfisins en almennt voru viðbrögð íbúa „lítil en góð“ sögðu þær og viss skilningur fyrir samrunanum. Þær vonast þó til þess að sparisjóðskerfið muni áfram lifa og vegna vel þó svo þær séu komnar annað. eFTir samruna Eðlilega tekur samruni sem þessi ákveðinn tíma og það getur verið strembið að tileinka sér ný kerfi og fylgja á eftir innleiðingu. Við ræddum við þær Kolbrúnu og Guðrúnu í byrjun nóvember, skömmu eftir að samruninn hafði að fullu átt sér stað. „Við erum núna farnar að vinna í kerfunum og við verðum að viðurkenna það að síðustu dagar hafa vægast sagt verið nokkuð strembnir. Við reynum þó að vera jákvæð og höfum haft með okkur frábært fólk til þjálfunar. Okkur er ákaflega vel tekið í Landsbankanum og allir eru boðnir og búnir að aðstoða okkur, en við erum að sjálfsögðu mjög týnd í nýjum kerfum ennþá og finnst ákaflega margt nýtt að læra“ sögðu þær. Í heildina litið voru þær á því að samruninn í heild sinni hefði gengið vel en þó hefði upplýsingaflæðið mátt vera betra að þeirra mati og eins hefðu þær viljað eiga kost á því að fá að fara á námskeið í nýjum kerfum. Þær eiga þó von á því að geta farið á námskeið í janúar. Þær segja að samruninn hafi ekki verið sársaukalaus því þær hafi þurft að kveðja frábæran samstarfsmann en voru annars vongóðar um að engar frekari breytingar yrðu. Frá því fyrir sameiningu þegar Sparisjóður Norðurlands var enn til. F.v. Guðný R. Sverrisdóttir, Guðrún M. Haraldsdóttir, Auður Arna Eiríksdóttir, Kolbrún Gunnarsdóttir, Bryndís Björnsdóttir, Jónas Pétursson og Guðríður Ólafsdóttir.

x

SSFblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.