SSFblaðið - dec. 2015, Side 30

SSFblaðið - dec. 2015, Side 30
30 það að haFa öFlugT sTarFsmannaFélag FinnsT mér vera gæðasTimpill Fyrir FyrirTæki og gera FyrirTæki eFTirsóknarverðari sem vinnusTað. En til að geta rekið öflugt starfsmannafélag þarf skilning og vilja þeirra sem stjórna fyrirtækinu. Ég er svo lánssöm að vinna í Arion banka þar sem þessi skilningur er til staðar. Stjórnendur skilja mikilvægi öflugrar liðsheildar. En til að reka öflugt félagsstarf þarf fjármagn. Það að fyrirtæki styðji við starf- semi starfsmannafélaga er fjárfesting sem skilar sér beint í ánægðari starfsmanni. Ég hef í mörg ár starfað í Ferðanefnd Skjaldar. Ferða- nefndin skipuleggur gönguferðir af öllum toga allt frá stuttum hella- ferðum til krefjandi fjallganga og jöklaferða. Dagsferðir, trússaðar gön- guferðir, stuttar ferðir í nágrenni höfuðborgarinnar, enn styttri ferðir innan borgarmarkanna og margt fleira. Við höfum leitast við að hafa verkefnin sem fjölbreyttust til að sem flestir geti notið og tekið þátt. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu gott og heilsusamlegt það er að vera úti í náttúrunni, hvað það gefur manni mikla gleði og ánægju að takast á við landslag, veður, óvæntar aðstæður og svo mætti lengi telja. Við höfum líka tök á að taka maka okkar, börn eða vini með okkur í ferðirnar og kynnast þannig fjölskyldum samstarfsfélaganna. Í öllum ferðum er megin áherslan lögð á það að við erum hópur sem höfum sett okkur markmið sem við ætlum að klára í sameiningu. Hvert svo sem markmiðið er þá styðjum við hvert annað ef á þarf að halda, þeir sem eru lofthræddir geta óhikað leitað aðstoðar hinna sem ekki kljást við það svo dæmi sé tekið. Við miðlum reynslu okkar og hjálpumst að.  Tengslamyndun er ótvíræð í ferðum sem þessum. Andrúmsloftið er afslappað, þó er tilhlökkun í loftinu, allir hlakka til að takast á við verkefnið sem framundan er. Það er ótrúlega nærandi að vera saman úti í allt öðrum aðstæðum en við erum í dags daglega. Upplifa saman náttúrufegurðina, skiptast á skoðunum um hvað sé gott að hafa í nesti, deila vitneskju um örnefni, útbúnað og hvað eina sem við kemur ferðalaginu. Að góðu dagsverki loknu þegar t.d. komið er í skála, hefst mannskapurinn handa við að útbúa mat, halda kvöldvöku og rifja upp ferð dagsins og skipuleggja næsta dag. Það er einstakur andi sem skapast í hópnum, mikil samheldni, umhyggja, gleði, skoðanaskipti og svo mætti lengi telja. Allt sem að ofan er talið getum við heimfært upp á vinnuna okkar þó verkefnin séu ólík því sem við gerum dags daglega í vinnunni. Útgang- spunkturinn er þó alltaf sá sami, að klára verkefnið saman sem hópur.  Beinn ávinningur fyrirtækis af góðu og öflugu starfsmannafélagi er sú tengslamyndun sem verður til í gegnum félagsstarfið. Við kynnumst fólki af öllum sviðum, þekkjum það með nafni og getum óhikað sett okkur í samband við það aftur með það í fararteskinu að hafa upplifað saman ánægjulegar stundir úti í náttúrunni. Þessi sameiginlega upplifun og samvera sem starfsmenn eiga sín á milli skilar góðri vináttu og gleði sem síðan skilar sér beint í vinnunni og samskiptum á vinnustaðnum. Það að ganga á vit ævintýranna án áreitis frá síma, tölvu og fjölmiðlum skilar orkumeiri og endurnærðum starfsmanni aftur til starfa. Þórhalla Sólveig Sigmarsdóttir Starfsmaður Arion banka eF vinnupósThólFið þiTT er seTT upp í símanum þínum þá eru Talsverðar líkur á því að það sé einnig njósnaFor- riT í símanum. Tilgangur þessarar tegundar njósnaforrita er hinsvegar ekki að njósna um starfsmanninn heldur að verja þær viðkvæmu upplýsingar sem fyrirtækjatölvu- póstur er. Þessi forrit gegna því hlutverki nokkurs konar umsjónarkerfis sem gefur kerfisstjórum fyrirtækisins möguleika á að laga villur sem geta komið upp, tryggja gagnaöryggi og tryggja viðbrögð við því ef síminn týnist eða honum er stolið. Þannig getur kerfisstjórinn til að mynda brugðist við þjófnaði á símanum með því að eyða af honum öllum gögnum, jafnvel þó slökkt hafi verið á símanum. Vandamálið við slík umsjónarkerfi er að snjallsíminn er svo miklu meira en bara sími. Raunar má ganga svo langt að segja að snjallsímar í dag séu hluti af persónunni sem notar þá. Facebook, Snapchat, Twitter, SMS, ljósmyndir, GPS staðsetningarferill og svo mætti lengi telja, eru allt upplýsingar sem síminn geymir. Og þá komum við að aðal vanda- málinu. Umsjónarkerfin sem fyrirtæki nota til að tryggja gagnaöryggi á símanum gera ekki endilega greinarmun á tölvupóstforritinu og öðrum forritum í símanum og því má með réttu kalla slík forrit njósnaforrit. Með öðrum orðum, um leið og kerfisstjórinn virkjar umsjónarkerfið getur viðkomandi skoðað öll þau gögn sem vistuð eru á símanum, til dæmis símtalaskrá, SMS, ljósmyndir og GPS staðsetningu, viðkomandi getur einnig virkjað forrit og raunar nánast notað símtækið á sama hátt og notandinn. Þegar hér er komið er rétt að taka skýrt fram að þó þessir möguleikar séu til staðar er ekki þar með sagt að kerfisstjórinn nýti þá, enda er það ekki tilgangurinn með því að setja kerfið upp á símann. Tilgangurinn er að tryggja öryggi þeirra gagna sem vistuð eru á símanum og fyrirtækið á með réttu. En er um að ræða brot á persónuvernd? Hér stangast á tvenn sjónarmið, annarsvegar réttur starfsmannsins til síns einkalífs og hinsvegar réttur fyrirtækisins til að tryggja viðkvæmar upplýsingar. Það er skoðun undirritaðs að með einföldum hætti sé hægt að fara bil beggja og tryggja rétt allra sem að málinu koma. Það sé til að mynda gert með eftirfarandi hætti: Ef slík umsjónarkerfi eru sett upp á snjallsíma starfsmanna sé viðkomandi með skýrum hætti, helst skriflega, gerð grein fyrir tilvist kerfisins og þeim eiginleikum sem það býr yfir. Fyrirtæki sem gera kröfu um uppsetningu slíkra umsjónarkerfa á snjallsíma starfsmanna setji reglur um notkun forritanna og tryggi að öll notkun sé skráð með rekjanlegum hætti. Tilgangurinn með þessum pistli er fyrst og fremst að vekja bæði starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækja til umhugsunar. Tæknin er á hraðferð og stundum þarf að staldra við og skoða hvort hagnýting tækninnar feli í sér að upp komi einhver fyrirsjáanleg vandamál, sem oft á tíðum má fyrirbyggja með einföldum hætti. Þá er rétt að taka fram að slík umsjónarkerfi sem lýst er í þessum pistli eru í stöðugri þróun og sum þeirra bjóða nú þegar upp á aðgangsstýringar sem takmarka aðgang kerfisstjóra að tilteknum gögnum og forritum. Þetta vandamál er þó aðeins einn angi af miklu stærra máli sem er að tæknin hefur valdið því að skilin milli einkalífs og vinnu eru orðin nokkuð óljós. Hvort sú þróun heldur áfram skal ósagt látið en einhver mörk þurfa að vera þarna á milli, eða er það ekki? Hilmar Vilberg Gylfason, fjármálastjóri SSF. TENGSLAMYNDUN Í GEGNUM FÉLAGSSTARF, BEINN ÁVINNINGUR FYRIR FYRIRTÆKI ER NJÓSNAFORRIT Í SÍMANUM MÍNUM?

x

SSFblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.