SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 32

SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 32
32 við greindum Frá því hér í blaðinu í upphaFi árs að nokkrar góðhjarTaðar konur Úr íslandsbanka og handavinnuklÚbbi sTarFsmannaFélags íslandsbanka heFðu Tekið sig saman og prjónað ungbarnaFöT Úr ull Fyrir nýFædd börn í suður-aFríku. Verkefnið var unnið í samvinnu við Kvennasamtökin Agora Club á Íslandi en þau samtök eru systursamtök Ladies Circle Ísland. Bæði samtökin eru alþjóðleg samtök kvenna sem sinna góðgerðarverkefnum enda eru einkunnarorð Agora club „Hjálpsemi og umburðarlyndi“ og einkunnarorð Ladies Circle eru „Vinátta og hjálpsemi“. Verkefnið gekk vonum framar og þann 16. apríl sl. var formanni alþjóðlegu kvennasamtakanna Agora Club á Íslandi, Dagnýju Kaldal Leifsdóttur, afhent 152 prjónadress úr ullargarni (vesti, hosur og húfa) ásamt 3 teppum og 33 aukahúfum. Fatnaðinum kom hún áleiðis á fæðingarstofur í Suður-Afríku með aðstoð erlendra kvenna úr samtökunum. Ingibjörg Birna Ólafsdóttir, upphafsmaður verkefnisins, hafði samband við handavinnuklúbb bankans í byrjun ársins og óskaði eftir aðstoð við að prjóna barnaföt fyrir nýbura í Afríku eftir uppskriftum sem hún hafði undir höndum frá Dagnýju, formanni Agora Club. Erindinu var mjög vel tekið og fleiri konur í bankanum fréttu af þessu. Það myndast mikil prjónamenning og stemming, sérstaklega á starfsstöð Útibúaþjónustu upp á Lynghálsi þar sem var prjónað í öllum matar- og kaffitímum og einnig var gripið í prjóna heima við. Einnig var samstarfsverkefni í gangi hjá Útibúaþjónustu, Þjónustuveri, Seðlaveri, Skilvirkri starfssemi og stefnumótun og Lögfræðiinnheimtu. Starfsmenn í VÍB, Viðskipaveri, útibúum og fleiri deildum ásamt starfsmönnum sem komnir eru á eftirlaun komu einnig sterkir inn. Margir keyptu og notuðu eigið garn en einnig fékkst styrkur frá starfsmannafélagi Íslandsbanka og bankanum til Gjafmildar oG atorkusamar konur í íslandsbanka Frá vinstri: Ingibjörg Birna Ólafsdóttir, Auður Ingólfsdóttir, Þórdís Björnsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Þórlaug Guðbjörnsdóttir, Rósa Hanna Gústafsdóttir, Dagný Kaldal Leifsdóttir, formaður Agora Club, Björg Lárusdóttir, Helga Einarsdóttir, Guðrún Elísdóttir, Inga Guðný Hauksdóttir, Svandís Óskarsdóttir, Ásdís Hannesdóttir, Fríða Ágústsdóttir og Bára Guðmannsdóttir. Ingibjörg Birna, upphafsmaður prjónaverkefnisins í Íslandsbanka og Dagný Kaldal, formaður Agora Club.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.