SSFblaðið - dec. 2015, Side 39

SSFblaðið - dec. 2015, Side 39
39 „Þróunarkostnaðurinn er hærri en við þróun hefðbundinna greiðslumiðlunarkerfa. Hingað til hefur greiðsluvilji verið fremur lítill og það mun hægja á útbreiðslu þessara lausna“, segir Scharning og bætir við að, „þegar Danske Bank byrjaði að bjóða upp á MobilPay, fyrir tveimur árum síðan, var ætlunin að viðskiptavinirnir myndu greiða fyrir appið. Viðskiptvinirnir voru ekki tilbúnir til þess og því fallið frá því að rukka fyrir appið.“ apple pay er vænTanlegT Stór alþjóðleg fyrirtæki eins og Apple, Google, Facebook og Amazon hafa öll þróað eða vinna nú að þróun snjallsímagreiðslulausna. Þessar lausnir munu skapa raunverulega samkeppni um þær greiðslur sem hingað til hefur verið miðlað í gegnum hefðbundna banka. En Nets óttast ekki að þessir aðilar muni hafa betur í samkeppni við hið sameiginlega norræna greiðslukerfi, allavega ekki í fyrstu. „Hér á Norðurlöndunum höfum við verið leiðandi að því leyti að við bjóðum upp á sameiginlegt greiðslukerfi sem er mun þróaðra en fyrirfinnst í flestum öðrum Evrópulöndum eða í Bandaríkjunum. Við höfum átt langt og gott samstarf við fjármálafyrirtækin og höfum þannig komið á fót hagkvæmu kerfi sem allir viðskiptavinir okkar geta nýtt sér. Það veitir mikið samkeppnisforskot á hörðum markaði, en við fylgjumst vel með þróuninni og aðlögum okkur að henni“, staðhæfir Tom Scharning. -hvað gerisT þegar apple pay býðsT á norðurlöndunum? „Apple er sterkt vörumerki, en til þess að ná árangri á Norðurlöndunum þarf Apple að notast við allt aðra viðskiptaáætlun en í Bandaríkjunum. Til að ná árangri á Norðurlöndunum þarf Apple líka að bjóða þriðju aðilum aðgengi að sínum lausnum. Færslugjöld fyrir greiðslumiðlun eru mun hærri í Bandaríkjunum en á Norðurlöndunum og því er ekki um jafn ábatasaman markað að ræða. Það áhugaverða við Apple Pay er að það byggir á svokallaðri NFC-tækni en þar er um að ræða snertilausar greiðslur. Þetta er tækni sem við höfum þegar tekið í notkun og stór hluti af þjónustuaðilum hefur þegar tekið í notkun slíka posa. Þetta er sama tækni og snjallseðlaveski EIKA byggir á, en það fór í loftið í mars“, útskýrir Scharning. Fjögur Til Fimm prósenT árið 2017 Þrátt fyrir að farsímagreiðslur verði sífellt algengari er hlutfall þeirra af heildarfjölda greiðslna lítið. Þegar litið er til Norðurlandanna eru það Danir sem eru komnir lengst á veg og þar er það helst MobilePay sem nýtur vinsælda. MobilePay er enn sem komið er eingöngu í boði fyrir viðskiptavini Danske Bank. Swipe lausnin í Svíþjóð, staðgreiðslulausn, hefur einnig notið velgengni. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar , sem Nets lét framkvæma í mars og náði til 3.400 neytenda, hafði aðeins einn af hverjum þremur nýtt sér farsímagreiðslur á meðan sama hlutfall svarenda hræddist að nýta sér slíkar greiðslur. Það voru fyrst og fremst efasemdir um öryggi sem gerði það að verkum að svarendur treystu sér ekki til að nýta þennan greiðslumáta. -hver Telur neTs að verði FramTíðarþróun Farsímagreiðslna? „Snjallsímagreiðslur hafa aukist til muna frá ársbyrjun 2014. Við reiknum með því að snjallsímagreiðslur verði um fjögur til fimm prósent allra greiðslna árið 2017. Við teljum einnig að fjöldi færslna verði mun hærri árið 2017 en í dag“, segir Tom Scharning og bætir við að lokum að „til langs tíma litið er erfitt að spá fyrir um hversu ör þróun farsímagreiðslna verður. Nú eru kynntar nýjar lausnir í mörgum löndum í hverri viku og virðiskeðjan er að þróast. Enginn veit hvaða kerfi sigrar að lokum, en við hjá Nets höfum rekið greiðslumiðlunarkerfi í fjölda ára og erum undirbúin fyrir ýmsar aðstæður sem upp gætu komið.“

x

SSFblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.