SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 41

SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 41
41 Stuðningur ríkisins við þennan málaflokk hefur í gegnum tíðina helst verið á félagslegum forsendum, til að minnka atvinnuleysi meðal kvenna á þeim tímum þegar efnahagsástandið hefur verið hvað erfiðast, og verið á forræði Vinnumálastofnunar og Velferðaráðuneytisins. Eigum við að horfa á þessi mál út frá velferðarsjónarmiði, þ.e. að gera konum kleyft að vera fjárhagslega sjálfstæðar og hafa vinnu? Er þetta jafnréttismál, að gera konum kleyft að geta stofnað fyrirtæki til jafns á við karla, brjóta upp staðalmyndir sem eru ríkjandi í þjóðfélaginu, bæði hvað varðar náms – og starfsval. Eða eigum við að líta á þetta út frá efnahagslegu og þjóðhagslegu tilliti, að þarna eigum við inni hvað auðlindir varðar, ef konur stofna fyrirtæki í sama mæli og karlar þá getum við aukið landsframleiðsluna? Sú ofuráhersla sem er á að fyrirtæki vaxi sem hraðast er oft ekki heppileg. Rannsóknir hafa sýnt að sumir frumkvöðlar og þá sérstaklega á það við um konur að vilja ekki endilega að fyrirtækið vaxi gríðarlega hratt. Nefnt hefur verið í þessu sambandi að það tungumál sem notað er í viðskiptum hræði oft konur frá, þessi mikla áhersla á gríðarlegan hagnað og vöxt. Í því sambandi þarf ráðgjöfin að vera sérsniðin að þörfum stofnandans og sýn hans á hvernig fyrirtækið komi til með að vaxa. Mikill vöxtur mjög hratt í fyrirtækjum getur auðveldlega fallið mjög hratt og skapað færri góð störf heldur en þau sem vaxa að meðaltali hægar og eru líklegri til að nota hagnaðinn inn í fyrirtækið til frekari uppbyggingar. Með þetta í huga samþykkti stjórn Byggðastofnunar í nóvember 2014 að koma á fót sérstökum lánaflokki til að styðja sérstaklega við uppbyggingu fyrirtækja í eigu kvenna með ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru þau helstu að; fyrirtæki þarf að vera a.m.k 50% í eigu kvenna og undir stjórn kvenna og leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna, fyrirtækið sé komið á það stig að það sé farið að geta greitt af lánum og að umsókn fylgi vel gerð og ítarlega unnin viðskiptaáætlun. Jafnframt er skilyrði að fyrirtækið geri samning um ráðgjöf hjá atvinnuþróunarfélagi eða við sjálfstætt starfandi ráðgjafa fyrir fyrstu 2 – 3 rekstrarárin. Lánin eru á bilinu 1 – 10 mkr og lánstími allt að 10 árum. Reglur um veðhlutföll og tryggingar eru rýmkuð og vextir lægri en á almennum lánum hjá stofnuninni. Með öðrum orðum, við viljum gera konum með góðar hugmyndir kost á að skapa sér atvinnu í sinni heimabyggð og erum tilbúin til að taka áhættuna með þeim í því. Margt hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni en enn er langt í land. Mikilvægt er að breyting verði á þeirri staðalímynd að atvinnurekandandi sé karlkyns, en karlar hafa verið í miklum meirihluta þeirra sem eiga og reka fyrirtæki í gegnum tíðna og konur skortir tilfinnanlega fyrirmyndir þegar kemur að atvinnurekstri. Menntunarval stúlkna og greinar sem kenndar eru í skólum er eitthvað sem þarf að skoða en það hefur verið talinn áhrifaþáttur hvað varðar stofnun fyrirtækja. Síðast en ekki síst þarf átak í að bæta tölfræði hvað þennan málaflokk varðar. Tölfræði um rekstur og afkomu fyrirtækja á Íslandi er yfirleitt ekki kyngreind, þrátt fyrir að í jafnréttislögum sé ákvæði um að öll tölfræði skuli vera kyngreind. Þessi staðreynd gerir það að verkum að afar erfitt er að greina aðstæður og eignarhald kvenna í fyrirtækjarekstri. Skortur á kyngreindum upplýsingum á sviði atvinnurekstrar kemur í veg fyrir að hægt sé að byggja á staðreyndum, bæði við ákvarðanir um markvissar stuðningsaðgerðir og mælingar á árangri þeirra. erlenT samsTarF á þessu sviði Undirrituð var fulltrúi Íslands á fundi sem haldinn var á vegum Evrópuráðsins haustið 2014 í London. Þátttakendur voru frá 13 löndum í Evrópu og var markmið fundarins að skiptast á skoðunum um stuðning við fyrirtækjarekstur kvenna og að þjóðirnar gætu lært hver af annarri. Ekki er algengt að lönd hafi markað sér stefnu í þessum málaflokki í Evrópu en víða er farið að líta á þessi mál sem hluta af efnahagsstefnu landanna frekar en að þetta einskorðist bara við jafnrétti kynjanna og er Bretland komið einna lengst í þeirri vinnu. Bretar hafa reiknað út að ef konur séu til jafns við karla á vinnumarkaði gæti landsframleiðslan hækkað um 0,5% á mann á ári, sem þýddi mögulega hækkun á landsframleiðslu Bretlands um 10% árið 2030. Ef konur stofnuðu fyrirtæki í sama mæli og karlar væru 1 milljón fleiri frumkvöðlar í landinu og konur legðu meira fram til hagkerfisins. Í framhaldi af fundinum í London höfum við verið í sambandi við Women´s enterprise í Skotlandi og sótt alþjóðlegan fund hjá þeim. Royal Bank of Scotland hefur til að mynda tekið mjög myndarlega á því að styðja sérstaklega við atvinnurekstur kvenna og var átakið hluti að því að bæta ímynd bankans eftir efnahagshrunið árið 2008. Verkefnið er með sér lógó og heiti, „Inspiring women in enterprise“ . Ásamt því að veita styrki og viðurkenningar til atvinnureksturs kvenna eru þeir með sérstakt teymi innan bankans sem skipað er sérfræðingum í ráðgjöf til kvenna í atvinnurekstri. Aðrir bankar hafa gert svipað og sem dæmi má nefna markaðssetur NatWest bankinn þjónustu sína sérstaklega fyrir konur og eru með um 200 sérfræðinga í „Women in Business“ um allt Bretland. Nú nýlega gerðist Byggðastofnun samstarfaðili að verkefninu FREE (Female Rural Enterprise Empowerment) sem er ætlað að styrkja frumkvöðlakonur í landsbyggðunum. Vinnumálastofnun stýrir verkefninu sem fengið hefur fjörutíu milljóna króna fjárstuðning úr Erasmus áætlun Evrópusambandsins. Samstarfsaðilar sem eru sjö talsins koma frá fimm löndum, Íslandi, Bretlandi, Búlgaríu, Króatíu, og Litháen. Markmið verkefnisins er að bæta aðgengi kvenna í landsbyggðunum að hagnýtri menntun og gefa frumkvöðlakonum tækifæri á að byggja upp færni og hæfni í viðskiptum. Stefnt er að því að konur í löndunum fimm myndi tengslanet sín á milli sem ætlað er til að efla þær sem eru annað hvort með hugmynd á byrjunarstigi eða jafnvel komnar af stað með fyrirtæki. Um prufuverkefni er að ræða og munu konur á Vestfjörðum, Austfjörðum og Norðurlandi vestra koma til með að geta sótt um þátttöku í verkefninu til að byrja með. Vonast er til að konur um allt land hafi möguleika á að verða hluti að tengslanetinu eftir að verkefninu lýkur eftir um það bil tvö og hálft ár. Fyrirhugað er að fræðsla muni hefjast haustið 2016. Elín Gróa Karlsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar stuÐninGur ViÐ konur í atVinnurEkstri Frá ráðstefnu og fundi í Skotlandi hjá Women´s Enterprise Scotland þar sem yfirskriftin var International Think Tank. Fundurinn var haldinn í húsnæði Royal Bank of Scotland í Edinburg

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.