SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 42

SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 42
42 á Ferðalagi ssF á vordögum ársins 2015 heimsóTTum við eiTT merkasTa ÚTibÚ FjármálaFyrirTækja á íslandi, ÚTibÚ sparisjóðs sTrandamanna í norðurFirði í árneshreppi. Útibúið á sér afar merkilega sögu, það telst til afskekktustu útibúa landsmanna, og rekstur og starfsemi þess hefur verið innan sömu fjölskyldunnar lengstan tíma sögu þess. Við heimsóttum Þórólf Guðfinnsson, eina starfsmann útibúsins, og móður hans Ágústu Sveinsbjörnsdóttur en hún var elsti félagsmaður SSF þar til fyrir um ári síðan er hún hætti að leysa af sem gjaldkeri útibúsins eftir langan og merkan starfsaldur. á meðal elsTu FjármálaFyrirTækja landsins Sögu útibúsins má rekja annars vegar til stofnunar Sparisjóðs Kirkjubóls- og Fellshreppa sem stofnaður var árið 1891 og hinsvegar Sparisjóðs Árneshrepps sem stofnaður var árið 1932. Í stofnsamþykkt Sparisjóðs Árneshrepps segir að ábyrgðarmenn skuli minnst vera 20 og hver þeirra ábyrgist með allt að 200 kr. svo að sjóðurinn geti staðið í skilum. Af ágóða sjóðsins skal greiða allan kostnað við stjórn hans og rekstur, en þann ágóða, sem kann að verða eftir skal lagður í varasjóð, sem standa átti straum af óvæntum útgjöldum. Þá segir þar einnig að ef meirihluti ábyrgðarmanna samþykkir á fundi, megi verja fé úr varasjóðnum til almenningsþarfa í Árneshreppi en þó ekki þannig að varasjóðurinn skerðist um meira en 15% af innistæðufé að viðbættu ábyrgðarfé. Íbúar Árneshrepps höfðu forgang að útlánum sjóðsins. Fyrstu stjórn sjóðsins skipuðu Guðjón Guðmundsson, hreppstjóri á Eyri og var hann formaður stjórnar, séra Sveinn Guðmundsson, prestur í Árnesi og Pétur Guðmundsson, oddviti í Ófeigsfirði og voru þeir tveir meðstjórnendur. Á stjórnarfundi Sparisjóðsins árið 1933 var ákveðið að fyrst um sinn yrði aðsetur Sparisjóðsins í Árnesi og að séra Sveinn Guðmundsson myndi annast daglega afgreiðslu. Hann var því fyrsti sparisjóðsstjórinn og gegndi því starfi til ársins 1936. Þá er ráðinn sparisjóðsstjóri Sigmundur Guðmundsson, bóndi í Árnesi og síðar á Melum, og gegndi því starfi til ársins 1943, þegar Guðjón Guðmundsson, hreppstjóri á Eyri, tók við starfi sparisjóðsstjóra. Guðjón starfaði allt til ársins 1971 en þá flutti hann brott af svæðinu. Um haustið það ár tekur Guðfinnur Þórólfsson, bóndi í Árnesi, við starfi sparisjóðsstjóra. Guðfinnur var faðir Þórólfs og gegndi starfi sparisjóðsstjóra þar til hann lést 1981. Þá tók Þórólfur við starfinu og var sparisjóðsstjóri til ársins 1999 en þá sameinaðist Sparisjóður Árneshrepps við Sparisjóð Strandamanna en hann varð til árið 1995 eftir að nafni Sparisjóðs Kirkjubóls- og Fellshreppa varð breytt. Sjóðurinn er í dag á meðal elstu fjármálafyrirtækja í landinu. sTarFsemin lengsT aF inni á heimilinu Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Þórólfur unnu bæði í útibúinu sem þá var staðsett á heimili þeirra frá árinu 1971. Ágústa lét af störfum fyrir um ári síðan en Þórólfur starfar þar enn en útibúið er nú í sérhúsnæði í um 15 metra fjarlægð frá heimili þeirra í Norðurfirði. „Ég var bara 16 ára gamall og faðir minn hafði tekið að sér sparisjóðssjórastarfið eftir að búið var að semja við mig um að annast allan daglegan rekstur og umsýslu. Hann var nánast að „leppa“ mig, vegna æsku minnar“ segir Þórólfur. Árið 1971 flytur Sparisjóður Árness í Árnesið frá Eyri við Ingólfsfjörð en þá er fólk farið að flytja þaðan. Það ár flytur útibúið inn á heimili þeirra Ágústu og Guðfinns. Útibúið flytur svo með þeim árið 1982, eftir að Guðfinnur deyr, í Norðurfjörð þar sem þau mæðginin búa nú. Þegar Ágústa er spurð að því hvenær hún byrjaði í bankaþjónustunni svarar hún því til að „þetta hafi bara verið inni á heimilinu“ og því hafi hún í raun ekki haft neitt val. „Já, þetta var bara í einu herbergi í stofunni hjá okkur, þá voru engar tölvur eða neitt slíkt“ segir hún. Á þeim tíma var enginn fastur afgreiðslutími og viðskiptavinir komu í bankann á hvaða tíma dags. „Það var nú eiginlega verst þegar þeir voru að koma á matartímunum og maður var með fullt af fólki“ segir Ágústa. Hún segir bankaþjónustu þess tíma hafa verið allt öðruvísi og sumir viðskiptavinir voru að koma oft í viku. Þórólfur segir að fólk hafi jafnvel verið að koma á kvöldin og um helgar „enda voru ekki neinir tékkareikningar á þeim tíma, þá voru bara sparisjóðsbækur, allt handskrifað inn í þær.“ Hann bætir því við hlæjandi að þá „voru engir ferðamenn að droppa inn í gjaldeyri.“ Það voru því engir aðkomumenn sem komu til að fá þjónustu, eingöngu bændur og aðrir íbúar svæðisins. Þórólfur segist ekki hafa þekkt annað aðspurður að því hvort það hafi ekki verið sérstakt sem ungur drengur að hafa bankaþjónustu inni á heimilinu og fólk þar að sýsla með peninga. Ágústa bætir því við að þetta hafi verið allt í lagi „við höfðum stórt heimili og þá munaði mann ekkert um það þó svo að það kæmu einn, tveir eða þrír til viðbótar, það var alltaf nóg til. Þetta var bara daglegt brauð hér, þeir komu til einhverra viðskipta og fengu alltaf kaffi og með því.“ raFmagns- og TölvubylTingin „Rafmagn kemur hingað frá samveitu um miðbik áttundu áratugar, en það hafði þá verið á allflestum bæjum, bara heimilisrafstöðvar. Það er svo upp úr 1990, þá náum við tölvusambandi. Það var ekkert Ágústa og Þórólfur, sonur hennar, á heimli þeirra í Norðurfirði. EITT MERKASTA ÚTIBÚ LANDSINS

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.