SSFblaðið - Dec 2015, Page 43

SSFblaðið - Dec 2015, Page 43
43 „online“, heldur skráð inn og sent að kvöldi“ segir Þórólfur. Hann segir að fyrst hafi netið verið keyrt á heimasímalínunni, en svo kom þessi „svokallaða háhraðanetvæðing“. Hann segir netið hjá þeim enn töluvert hægvirkara en á flestum öðrum stöðum landsins. Þórólfur hefur séð um afstemmingar fyrir Sparisjóð Strandamanna undanfarin ár og er vel meðvitaður um að það sé sjálfsagt því að þakka að enn er útibú í Árneshreppi. Hann bjó sjálfur til bókhaldsforrit í tölvunni heima hjá sér. „Ég var búinn að keyra Sparisjóðinn hér í nokkur ár, tölvukeyra bókhaldið fyrir hann, áður en við fengum hér tölvusamband. Ég smíðaði forritin sjálfur og keyrði þau í nokkur ár. Ég hef áhuga á þessu og hafði góðan stuðning frá bróður mínum, sem er tölvunarfræðingur“ segir Þórólfur. Bróðir hans, Sigurjón Guðfinnsson heitinn, vann í mörg ár hjá Reiknistofu bankanna sem tölvunarfræðingur. „Ég bjó til bókhaldsforrit sjálfur og leitaði til hans til upplýsinga, tungumálakunnátta mín er t.d. afskaplega lítil. Það er gaman að tala um það að ég hafi keyrt bankann á eigin tölvukerfi og gaman þegar þeir komu fyrst frá Bankaeftirlitinu, þegar ég var byrjaður á þessu. Þeir töldu það algerlega útilokað að þetta væri rétt, að einhver ómenntaður gemsi út í sveit gæti gert þetta. Þeir vildu fá allskonar útkeyrslur til þess að sjá hvort þetta ynni rétt“ segir hann. Bankaeftirlitið kom þá einu sinni á ári og fór yfir afstemmingar og athuguðu hvort allt væri til staðar, víxlar, skuldabréf og þessháttar. Hann segir að Bankaeftirlitið hafi tekið út forritið og séð að allt hafi virkað. Forritið fékk aldrei nafn og var svo lagt til hliðar þegar Sparisjóðurinn fór að keyra allt í gegnum Reiknistofu bankanna. svokallað „sveiTaFíFl“ Þórólfi er margt til lista lagt og hefur tekið að sér ýmislegt fleira en að smíða bókhaldsforrit og annast bankaþjónustu. Hann er mjög handlaginn og gerir við dráttarvélar fyrir bændur, annast pípulagnir og ýmislegt fleira. „Ég hef svosem oft þurft að redda ýmsu, eins og rafmagni, línuviðgerðum og lent í viðgerðum fyrir Símann, tengja saman strengi. Svo er maður alltaf að ditta að vélum og tækjum“ segir Þórólfur. Ágústa segist telja að hann hafi verið í öllu sem hægt er að vera í í Norðurfirði, „maður kemur víða við“ bætir Þórólfur við. „Til skamms tíma hafa allar sveitir átt svokallað „sveitafífl“ og ég leik það hlutverk hér ágætlega, því ég þarf ekki einu sinni að leika það“ segir hann og hlær. lokað í FyrsTa sinn aF óviðráðanlegum orsökum Fyrir um ári síðan lenti Þórólfur í óhappi þegar hann fékk vír úr vírbursta í augað, tæpan sentimetra á lengd. Vírinn sat fastur í auganu í um 12 tíma þar til búið var að flytja hann suður og taka hann úr. Hann var sóttur með sjúkraflugi en færðin torveldaði flug fram eftir degi. Aðspurður sagðist hann nú ekki hafa fundið mikið fyrir þessu fyrr en það fór að blæða inn á augað. Vírinn var á endanum fjarlægður en í kjölfarið býr Þórólfur nú við skaddaða sjón. Í kjölfarið á slysinu var það í fyrsta skipti sem útibúinu var lokað vegna veikinda eða annarra óviðráðanlegra orsaka en þetta var í fyrsta sinn sem Ágústa treysti sér ekki til að leysa hann af. „Ég fór þann 19. desember og kom ekki heim fyrr en um áramót með flutningabíl til Hólmavíkur og bóndinn á Melum sótti mig þangað. Það er reynt að opna veginn frá Hólmavík að Gjögri tvisvar í viku fram að áramótum og það slapp til, þannig að ég komst heim. Eftir áramót og fram til vors er vegurinn frá Hólmavík að Gjögri ekki mokaður nema endrum og eins, og þá aðeins ef um lítinn snjó er að ræða“ segir Þórólfur sem komst á endanum til síns heima og opnaði útibúið á ný. „Ég var því ein þessi jól“ segir Ágústa. gera ráð Fyrir lokun Við ræddum við þau mæðginin um lokun bankaútibúa og stöðu útibúsins í Norðurfirði. Þórólfur er fullviss um að það væri búið að loka útibúinu ef að hann sæi ekki um afstemmingarnar fyrir Sparisjóðinn. “Á meðan það er hægt að nýta mig í annað þá hefur það borgað sig að vera með útibúið opið. Ég veit ekki hvort það myndi breyta neitt rosalega miklu þó svo að það yrði lokað hér, nema þá sem snýr að því að útvega reiðufé. Hér er erfitt að halda úti hraðbanka öðruvísi en að einhver sjái um hann. Þetta er svo afskekkt að það er ekki hægt að komast héðan stóran hluta ársins. Ég held að útibúið verði hér opið næstu árin en ekki til eilífðarnóns“ segir Þórólfur. Að því berst talið til lokunar útibúa á landinu sem þau segja að hafi áhrif á sig tilfinningalega. Ágústa segir það voðalegt að heyra af ítrekuðum lokunum bankaútibúa og segir það sama einnig eiga við um almenna þjónustu. „Opinber þjónusta er að leggjast svo mikið af á smærri stöðum, það er verið að loka póstafgreiðslum, útibúum og verslunum. Það er það sem fer ekkert vel í mann að heyra, hvernig allt er að fara“ bætir Ágústa við. góður yFirmaður Talið berst að því hvernig það hafi verið að vinna fyrir son sinn sem hún býr jafnframt með. Hún segir að það hafi alltaf gengið vel sem og samskiptin við sparisjóðsstjórann á Hólmavík. „Hann Þórólfur hefur verið sæmilegasti yfirmaður“ segir hún og hann bætir því hlæjandi við að hann telji sig aldrei hafa misbeitt valdi sínu. Hún tekur undir það. Á síðustu árum hefur hún átt erfiðara með gang og því „erfiðara fyrir mig að sinna þessu vegna tölvukerfanna, þar sem ég þarf þá að fara út úr húsi. Ég hef aldrei haft áhuga fyrir tölvum. Ég hef bara verið í henni í Sparisjóðnum, fer aldrei í tölvuna hans Þórólfs hérna heima. Mér fannst verst þegar alltaf var verið að breyta hinu og þessu í kerfunum, það var alltaf að koma eitthvað nýtt. Mér hefur samt gengið vel að tala við þá ef mig vantaði aðstoð, þá hjá Þekkingu, og það tókst alltaf að gera mig skiljanlega.“ Í lok heimsóknarinnar var að sjálfsögðu ekki annað hægt en að skoða útibúið sjálft og sveitina eftir miklar kaffiveitingar á heimili þeirra mæðgina, en ritstjóra SSF fannst ansi tilkomumikið að ferðast um Árneshrepp og fræðast um lífið þar. Ekki skemmdi svo fyrir ferðalaginu að skella sér í hlýja Krossneslaug skammt frá Norðurfirði sem er fallega staðsett, við sjávarsíðuna, áður en heim var haldið. Heimild: Gjörðabók Sparisjóðs Strandamanna, birt í 2. bindi ritraðarinnar Strandir. Útgefandi: Búnaðarsamband Strandamanna, árið 1985. Þórólfur í afgreiðslu útibússins í Norðurfirði.

x

SSFblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.