SSFblaðið - des. 2015, Síða 45

SSFblaðið - des. 2015, Síða 45
45 Frá árinu 2002 heFur anna karen hauksdóTTir verið Formaður sTarFsmannaFélags íslandsbanka (sí) og sTarFsmaður skriFsToFu Félagsins. Þar hefur hún haft yfirumsjón með trúnaðarstarfi félagsins, orlofshúsarekstri og almennu félagsstarfi. Hún er jafnframt varaformaður SSF og sér um alþjóðasamskipti samtakanna. samvinna og upplýsingamiðlun heFur aldrei verið mikilvægari „Eftir að ég byrjaði að starfa að starfsmannamálum bauð ég mig fram í stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) enda starf starfsmannafélags nátengt starfsemi SSF. Ég hef brennandi áhuga á öllu sem viðkemur starfsumhverfi félagsmannsins. Ég byrjaði í stjórn SSF á þingi samtakanna árið 2004 og er nú 1. varaformaður. Frá árinu 2009 hef ég einnig setið í framkvæmdastjórn Nordic Financial Unions (NFU), þar tók ég við góðu kefli af Friðberti Traustasyni, formanni SSF, sem hafði sinnt því til fjölda ára“ segir Anna Karen. Í NFU eru félög frá fimm aðildarlöndum sem verja hagsmuni 150 þúsund félagsmanna. Í stjórn NFU sitja 1-2 fulltrúar frá hverju norrænu félagi, eftir félagafjölda og uppbyggingu, stjórnin fer með almennan rekstur NFU og stýrir samtökunum á milli miðstjórnarfunda. Miðstjórnin fer með æðsta vald samtakanna og þar situr í stjórn ásamt Önnu, Andrés Erlingsson, 2. varaformaður SSF. Innan miðstjórnar eru teknar ákvarðanir um ramma starfseminnar, farið yfir ársreikninga og stefnu og strauma samtakanna. Framkvæmdastjórn ber svo ábyrgð á starfi og pólitísku samstarfi á milli miðstjórnarfunda. Arvid Ahrin, framkvæmdastjóri NFU, og starfsmenn skrifstofu NFU bera ábyrgð á að framfylgja daglegu starfi NFU og samskiptum við norðurlöndin, félögin og ESB. Anna Karen segir að það hafi verið mjög fræðandi og gefandi að starfa að þessum málum og hún gerði sér fljótt grein fyrir mikilvægi norræna samstarfsins. „Í kjölfar efnahagshruns árið 2008 hefur samvinnan og upplýsingamiðlun aldrei verið mikilvægari og NFU er góður vettvangur til að deila reynslu og skiptast á upplýsingum, þá er ekki hægt að horfa fram hjá því hve mikilvægt bakland er í öflugum verkfallssjóði NFU, ef til vinnustöðvunar kemur í aðildarríki samtakanna.“ hagsmunavarsla og TengslaneT „Norræna tengslanetið innan NFU er mjög verðmætt, hagsmunavarsla gagnvart ESB reglugerðum og ein sterk norræn rödd er mikilvæg nú þegar fleiri reglugerðar- og lagabreytingartillögur eru lagðar fram sem snúa að fjármálamarkaðnum“ segir Anna. Hún segir að NFU beiti sínum áhrifum með samræðum og með umsögnum og tillögum að breytingum á frumvörpum sem lögð eru fram. „Þar berum við öll sameiginlega ábyrgð að láta lagaramma og kjarasamninga vinna saman á gagnsæjan og skilvirkan hátt til góðs fyrir félaga okkar, fyrirtæki og samfélagið í heild.“ sTrandaglóparáðsTeFnan oFarlega í huga NFU stendur fyrir ýmsum fundum og ráðstefnum á norðurlöndunum og ein eftirminnilegasta ráðstefnan, að margra mati, var haldinn hér á landi í samtarfi við SSF í apríl árið 2010. Viðfangsefni fundarins voru nýjar áskoranir og breytt fjármálaumhverfi. Aðal ræðumaður fundarins var Philip Jennings, framkvæmdastjóri UNI Global Union, sem eru regnhlífasamtök stéttarfélaga sem NFU er aðili að og verja þau hagsmuni 20 milljón starfsmanna í ýmsum starfsgreinum í öllum heimsálfum. „Á seinni degi ráðstefnunnar hófst gosið í Eyjafjallajökli sem varð til þess að flug raskaðist og urðu um 100 fundargestir okkar strandaglópar í nokkra daga. Það var áhugavert að sjá hvernig kollegar okkar tóku með ólíkum hætti á þeim óþægindum sem náttúruhamfarirnar ullu. Sumir fylltust skelfingu á meðan aðrir nutu þess að vera hér og kynntu sér betur land og þjóð. Nokkrir ráðstefnugesta og þar með strandaglópar komu sem gestir mínir á árshátíð starfsmanna Íslandsbanka sem haldin var tveimur dögum eftir fundinn og skemmtu sér konunglega. Einn af þeim var Philip Jennings sem gerði sér lítið fyrir og rissaði upp eftirminnilega ræðu í snarheitum á servíettu sem fjallaði um 100 strandaglópa á vegum SSF. Þessa strandaglópa yrðum við Íslendingar að ættleiða þar sem ekkert flug væri fyrirhugað frá eyjunni. Enn í dag er ráðstefnan ofarlega í huga Philip´s en hann eðli starfs síns samkvæmt ferðast víða um heiminn, en þessi ferð ber ávallt á góma þegar ég hitti hann sem og uppáhalds eyjan hans.“ NFU ER MIKILVÆGT BAKLAND Michael Budolfsen, formaður NFU, Anna Karen Hauksdóttir, alþjóðafulltrúi SSF og meðstjórnandi NFU og Arvid Ahrin, framkvæmdastjóri NFU. hversu lengi við yrðum hérna. Í hreinskilni sagt var ég farinn að sjá fyrir mér að verða hér á landi jafnvel í talsverðan tíma og leiddi hugann að því að setja hér upp skrifstofu, jafnvel lítið kaffihús. Á endanum varð ég fyrir vonbrigðum með að þetta skyldu einungis verða fjórir dagar, þar sem ég var farinn að venjast þeirri tilhugsun að dvelja hér í eitthvern tíma og sá ekkert vandamál við það.“ Aðspurður hvort þessi reynsla geri það að verkum að NFU hugsi sig tvisvar um þegar Ísland kemur til greina sem ráðstefnustaður segir hann svo ekki vera, „það kemur ekki til greina, þetta var frábært lífsreynsla og allir fóru mjög glaðir héðan“.

x

SSFblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.