Heimsmynd - 01.12.1993, Síða 8

Heimsmynd - 01.12.1993, Síða 8
frá ritstjóra Líf kvenna hefur í aldanna rás mótast af kynferði þeirra öðru fremur. Ólíkt karlmönnum, sem hefur verið skipt í stéttir eftir stöðu þeirra í samfélaginu og þjóðerni á mismunandi tímaskeiðum, hefur fyrst og fremst verið litið á konur sem konur, annars konar verur. Þetta er niðurstaða tveggja sagnfræðinga sem skráð hafa sögu kvenna í Evrópu frá forsögulegum tíma til nútímans. Bonnie S. Anderson (prófessor í sagnfræði í New York) og Judith P. Zinsser (hjá alþjóðaskóla Sameinuðu þjóðanna) eyddu heilum áratug í rannsóknir áður en þær birtu niðurstöður sínar í tveimur bindum: A History Of Their Own: Women in Europe from Prehistory to the Present. I anda sagnfræðinnar gengu þær út frá því að líf kvenna tæki mið af ólíkum tímabilum í sögunni, stétt þeirra, stöðu, kynþætti og þjóðerni. Þær gáfu sér þá forsendu að hyldýpi væri á milli konunnar sem lifði á miðöldum og þeirrar í nútímanum, milli aðalskonunnar og verkakonunnar, ensku konunnar og þeirrar rússnesku, líkt og karla af sama tagi. En niðurstaða þeirra varð önnur. Þótt tíðarandinn, stéttarstaða og þjóðerni hafi áhrif á líf kvenna vegur þó alltaf þyngst á metunum að þær eru konur. Það að fæðast kona hefur meiri áhrif á líf konunnar en nokkuð annað. Annað lykilatriði í lífi kvenna, þar til nýlega, er hvernig þær eru skilgreindar út frá sambandi sínu við karlmenn. Flestar konur óháð stétt, stöðu og þjóðerni hafa verið skráðar á spjöld sögunnar út frá tengslum sínum við karlmenn. Allt frá upphafi hafa konur haft með höndum aðra ábyrgð og önnur verk en að hugsa um börn og bú. Þær strituðu úti á ökrunum og öfluðu tekna fyrir heimili sín. Þær spunnu, saumuðu, prjónuðu, sáu um ræstingar fýrir aðra, ólu upp börn annarra, slitu sér út í verksmiðjum eða unnu á skrifstofum til að sjá fjölskyldum sínum farborða. Þessi tvöfalda byrði, að vinna bæði innan og utan heimilis, hefur einkennt líf evrópskra kvenna. Ábyrgð þeirra hefur verið margföld miðað við karla. En störf kvenna hafa aldrei verið metin til jafns. Það hefur alltaf verið litið á barnauppeldi og heimilishald sem sjálfsagðan hlut. Dæmigerð kvennastörf hafa verið verr launuð og hafa að jafnaði krafist minni formlegs undirbúnings. Þar af leiðandi hafa sveiflur í efnahagslífinu bitnað meira á konum. Á heildina litið hafa þær verið hálfdrættingar á við karla í launum. Og óháð þjóðfélagsstöðu hafa evrópskar konur liðið fyrir hið neikvæða viðhorf sem ríkt hefur í þeirra garð. Kona sem ekki hefur þótt undirgefin karli, hvort sem er drottning eða annar veraldlegur stjórnandi, hefur verið dæmd sem karlkona enda álitin ógn við hinn náttúrulega valdapýramída karlaveldisins. Þrátt fyrir fordómana hafa konur ætíð lagt hart að sér til að gefa lífi sínu gildi, bæði í móðurhlutverkinu og öðrum störfum. Og þótt þær hafi flestar sætt sig við hlutskipti sitt, og ekki reynt að bylta karlaveldinu, hefur nokkrum þeirra tekist að rétta við hlut kvenna í sagnfræðilegum skilningi þótt lífshlaup flestra hafi fallið í skuggann af afrekum karla. Eins og þýska kvenréttindakonan, Louise Otto, benti á 1849 ... hefur sagan sýnt, ekki síst nú ... að konur gleymast ef þær gleyma að hugsa um sjálfar sig. Konur hafa nógu lengi verið í þeim sporum að láta karla dæma sig og of margar þeirra hafa hjálpað körlunum við að réttlæta fordóma í garð kvenna. Konur eiga að skrifa sína sögu sjálfar en ekki að leggja verk sín af alkunnri minnimáttarkennd undir dóm karla. Það er staðreynd alls staðar í heiminum, að konur eiga undir högg að sækja. I þessu blaði er brot af sögu kvenna. Það er sumpart tileinkað konum, konum með sérstöðu, sem hver um sig og á heildina litið, eru enn að kljást við fordóma karlasamfélagsins. í byrjun 15. aldar skrifaði franska skáldkonan Christine de Pizan að allt hefði sinn tíma og að kúgun kvenna eins og svo margt annað sem þolað væri í langan tíma tæki enda. Á þeim tíma sem hin merka kona lifði trúðu konur því, sem karlar höfðu innprentað þeim um aldir, að þær stæðu þeim að baki að öllu leyti og væru ekki dyggðugar að upplagi. Christine de Pizan hugsaði djúpt og lengi um þessi mál, eins og hún orðaði það sjálf. Þannig steig hún fyrsta skrefið í að breyta hinu viðtekna viðhorfi sem nú, sex hundruð árum síðar, virðist svo fáránlegt. HEIMSMYND óskar öllum, konum og körlum, árs og friðar. Herdís Þorgeirsdóttir nr. 67 - 9. tbl. 8. árg- Stofnandi og ritstjóri Herdís Þorgeirsdóttir Útllitshönnuður Lars Emil Árnason Ljosmyndarar Sissa og Svenni Stefán Karlsson Sigurjón Ragnar Sóla Myndskreytingar Lars Emil Arnason Höfundar efnis í þessu hefti Jón Kaldal Þórunn Sigurðardóttir Herdís Þorgeirsdóttir Ágúst Þór Árnason Gudjón Fridriksson Arthór Björgvin Bollason Svala Arnardóttir Umbrot Snorri Ægisson Prófarkalestur Gísli Sveinn Loftsson Fördun Kristín Stefánsdóttir Helga Jónsdóttir Listförðun Þóru og Önnu Hár Selma hjá Dúdda Tímaritið HEIMSMYND er gefið ót af Dfeigi hf. Framkvæmdastjóri Guðrún Erla Gunnarsdóttir Auglýsingar Guðlaug Jónsdóttir Dreifing Ævar Guðmundsson Filmuvinnsla, prentun og bókband Prentsmiðjan Oddi hf. ISSN 1021-7207 Verð í lausasölu er 590 krónur Áskrifendur fá 30% afslátt Óheimilt er að afrita eða fjölfalda efni blaðsins án skriflegs leyfis ritstjnra. HEIMSMYND eraðiliað upplagseftirliti Verslunarráðs íslands eitt íslenskra tímarita. Samkvæmt upplýsingum Verslunarráðs er HEIMSMYND mest selda tímarit íslands. Skrifstofur HEIMSMYNDAR eru að Adalstræti 4,101 Reykjavík. Sími: 62 20 20 Auglýsingasími: 62 20 21 og 62 20 85 Dreifingarsími 985-2 33 34 FAX: 62 20 29 8 D e s e m b e r Heimsmynd
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.